Bíó og TV

Birt þann 10. júlí, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Lone Ranger tapar en Star Wars mun græða

Bruckheimer og Disney hafa átt í góðu samstarfi í gegnum tíðina þó svo að velgengni hinna ýmsu kvikmynda frá teyminu hafi verið upp og ofan. Nú er orðið ljóst að stóra útspil Disney á þessu ári gekk ekki nógu vel í miðasölu og má búast við því að tap fyrirtækisins á myndinni verði umtalsvert, þó svo að reiknað sé með að myndin skili inn eitthvað í kringum 35 milljörðum íslenskra króna í kassann, vandamálið er bara að sá peningur nær ekki upp í kostnað vegna framleiðslunnar og markaðsherferðarinnar samanlagt. Þó er floppið ekki jafn stórt og vegna kvikmyndarinnar John Carter sem var eitt stærsta fjárhagslega klúður fyrirtækisins frá upphafi.

Það er þó ljós í myrkrinu því Star Wars er hækjan sem Disney þarf eftir svona fjárhagslegt klúður. Þó svo að Star Wars, númer 7, sé ekki væntanleg fyrr en árið 2015 þá er því spáð, samkvæmt sérfræðingum Credit Suisse, að hagnaðurinn af miðsölunni verði eitthvað í kringum 130 milljarðar íslenskra króna. Ekki slæmur peningur það í kassa Disney.

Heimild: CinemaBlend.com / -RTR
Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑