Bíó og TV

Birt þann 7. júlí, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Spjall með Bruce Campbell og fleirum á Mad Monster Party 2013

Fyrr á árinu fór Jósef Karl, einn af pennum Nörd Norðursins, á sína fimmtu hryllingsmyndahátíð, þar sem hann hitti leikara og aðstandendur ýmissa hryllingsmynda, í borginni Charlotte í Norður Karólínu-fylki í Bandaríkjunum.

Þessar þrjár hljóðupptökur tók Jósef upp á Mad Monster Party 2013 hátíðinni og viljum við deila þeim hér með lesendum okkar. Fyrsta hljóðupptakan er með Bruce Campbell og er bráðskemmtileg og áhugaverð, önnur upptakan er með David Naughton og fleirum úr kvikmyndinni An American Werewolf in London og þriðja og síðasta hljóðupptakan er með Laurence R. Harvey og Ashlynn Yennie úr The Human Centipede II. Hver upptaka er á bilinu 30 til 40 mínútur að lengd og eru hljóðgæðin því miður ekki þau bestu – en flest kemst þó til skila.

Hægt er að lesa meira um Mad Monster Party 2013 hér og lesa viðtalið sem Jósef tók við Gunnar Hansen (Leðurfés) á hryllingsmyndahátíðinni hér.

 

Bruce Campbell

 

An American Werewolf in London

 

Laurence R. Harvey og Ashlynn Yennie

-BÞJ
Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑