Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Þann 28. júlí tókum u.þ.b. 4.000 EVE Online spilarar þátt í stærsta geimbardaga í 10 ára sögu leiksins. Tvö stór bandalög, CFC og Test Alliance, börðust á móti hvor öðru yfir orkulindum á svæði 6VDT og bar CFC sigur af hólmi. Annar risabardagi átti sér stað í EVE Online í janúar 2013. Erlendir fjölmiðlar á borð við BBC, Huffington Post og The Verge fjölluðu um bardagann. Talið er að nær 3.000 geimskip af ýmsum stærðum og gerðum hafi verið eyðilögð og var bardaginn það stór að um tíma hægði leikurinn á sér þess að vinna úr öllum gögnum. Í myndböndunum…

Lesa meira

Í mars sögðum við frá því að endurgerð á klassíska DuckTales NES leiknum væri komin í vinnslu. Leikurinn er byggður á teiknimyndaþáttunum DuckTales (eða Sögur úr Andabæ eins og þættirnir heita á íslensku) og stjórnar spilarinn ríkustu önd Andabæjar, Jóakim Aðalönd, í leit sinni að týndum fjarsjóðum. Í þessum stutta myndböndum fáum við að kynnast útliti leiksins betur og heyrum hvað þeir sem komu að gerð leiksins hafa að segja. DuckTales: Remastered verður fáanlegur á Steam 13. ágúst, á PSN 14. ágúst, á Nintendo eShop 15. ágúst og 11. september á Xbox 360 í Evrópu og mun leikurinn kosta €14,99…

Lesa meira

Athugið: Inniheldur minniháttar spilla. Age of Ultron: Ruglingslegasti viðburður ársins. Núna fyrir stuttu var nýjasti viðburður Marvel: Age of Ultron að klárast en hann er búinn að vera í gangi síðan í mars. Þetta var viðburður sem ég var búinn að vera spenntur fyrir í nokkra mánuði því að Ultron er svo kraftmikill og góður karakter. Vilji hans er að eyðileggja það sem hann telur tilgangslaus, þar á meðal mannkynið. Mjög hæfileikaríkt fólk stendur að þessum viðburði en þessvegna er það enn leiðinlegra hversu ruglandi og lélegur viðburðurinn var. Brian Michael Bendis er penninn sem stendur að AoU en hann…

Lesa meira

Nörd Norðursins mun gefa nokkra miða á heimildarmyndina Charles Bradley: Soul of America sem verður sýnd í Bíó Paradís föstudagskvöldið 2. ágúst kl. 20:00. Í myndinni er fylgst með soul söngvaranum Charles Bradley sem gaf út sína fyrstu plötu, No Time for Dreaming, 62 ára að aldri. Myndin hefur verið sýnd á fjölda heimildakvikmyndahátíða og alþjóðlegum kvikmyndahátíðum víðs vegar um heim. Þeir sem hafa spilað Sleeping Dogs kannast eflaust við röddina hans Charles Bradley, en hann var með 3 lög í leiknum, þ.á.m. The World (Is Going Up In Flames) sem hægt er að hlusta á hér fyrir neðan. Leikurinn endaði…

Lesa meira

Magic The Gathering tölvuleikirnir hafa bæst í hóp leikja sem koma út á hverju ári með lítilsháttar breytingum og lagfæringum. Þeir hafa sinn hóp aðdáenda sem verða ekki sviknir og henta mjög vel fyrir spjaldtölvur og snjallsíma enda koma þeir í ár út á Android, iPad ásamt Xbox 360 og PS3 eins og áður. Undirritaður spilaði Magic 2014, eins og hann er almennt kallaður, á PS3. Þetta verður stutt rýni, ég fjallaði almennt um leikinn síðasta ár og ég reikna með að flestir sem eru að spá í hann þekki eitthvað til, annars er hægt að kynna sér reglur Magic…

Lesa meira

HRingurinn er árlegt LAN-mót á vegum Tvíundar, félags tölvunarfræði-, stærðfræði- og hugbúnaðarverkfræðinema við Háskólann í Reykjavík, sem var haldið dagana 19 – 21.júlí í  Háskólanum í Reykjavík. Keppt var í Counter-Strike Go, Starcraft 2, League Of Legends og DotA 2. Sigurvegarar HRingsins 2013 eru: CS: 1. Teymi 2. Almost Extreme 3. Ten5ion 4. Celph 5. Probably alcoholic 6. Suomolinen 7. Custodian DOTA: 1. zeriouz buzinezz 2. Men of Mix 3. CycloneXXL 4. Ocean Madness 5-6. Daði og PWNdat LOL: 1. LE37 2. Target Ban 3. Vælubíllinn 4. Excess Success SC2: 1. Gaulzi 2. Awesomesauce 3. Ignite 4. Snatch 5-6.…

Lesa meira

Gleðilegan föstudag kæru nördar, nær og fjær! Á föstudögum hitum við upp fyrir helgina með því að birta syrpu af nokkrum vel völdum myndböndum. Í tilefni þess að Comic-Con lauk fyrir stuttu í San Diego verður cosplay-þema þessa vikuna þar sem við skoðum heilan haug af mögnuðum búningum. San Diego Comic Con 2013 http://youtu.be/s-I3h15VgyE London Film & Comic Con 2013 http://youtu.be/FviLQ-PJTb0 Florida Supercon 2013 http://youtu.be/Y49SuCB-oHo Fleiri Föstudagssyrpur!

Lesa meira

Ingþór Hjálmarsson og Tyrfingur Sigurðsson hjá Lumenox Games hafa farið af stað með heimasíðuna LoLeikjagerð þar sem áhugasamir byrjendur geta kynnt sér möguleikja Unity leikjavélarinnar til leikjagerðar. Á heimasíðunni er hægt að nálgast sex hluta myndbandaseríu þar sem farið er í kynningu á seríunni, Unity leikjavélinni, fyrstu persónu sjónarhornið og fleira. Kynning á seríu http://youtu.be/hwC154Vr058 -BÞJ

Lesa meira

Djamm? er íslenskt djamm-app sem einfaldar snjallsímaeigendum að skemmta sér á djamminu, en með appinu geta notendur séð staðsetningu vina, sent skilaboð og fleira. Appið hefur verið í vinnslu hjá GlensnelG software í nokkra mánuði og er nýkomið úr beta prófun. Appið er nú fáanlegt á Google Play. >> Smelltu hér til að skoða appið á Google Play Skjáskot                     -BÞJ

Lesa meira

Íslensk kvikmyndaflóra hefur ekki að geyma margar hryllingsmyndir, hvað þá sálfræðitrylla (psychological thrillers). Það verður þó breyting á því ef allt gengur upp hjá ungum og efnilegum kvikmyndagerðarmanni, Vilius Petrikas, sem vinnur þessa dagana að kvikmyndinni Ruins. Ég settist niður með leikstjóranum til að fræðast meira um þetta spennandi verkefni. Ég mælti mér mót við Vilius á sólríkum degi á huggulegu kaffihúsi í Mosfellsbæ. Umhverfið og veðrið þennan daginn stangaðist á við þann myrka heim sem Ruins fjallar um. „Myndin er um fornleifafræðing sem er á seinustu skrefunum í rannsóknum sínum. Hann er að rannsaka þjóðfélag sem hefur verið útrýmt.…

Lesa meira