Fréttir

Birt þann 30. júlí, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Stærsti bardagi í 10 ára sögu EVE Online [MYNDBÖND]

Þann 28. júlí tókum u.þ.b. 4.000 EVE Online spilarar þátt í stærsta geimbardaga í 10 ára sögu leiksins. Tvö stór bandalög, CFC og Test Alliance, börðust á móti hvor öðru yfir orkulindum á svæði 6VDT og bar CFC sigur af hólmi. Annar risabardagi átti sér stað í EVE Online í janúar 2013.

Erlendir fjölmiðlar á borð við BBC, Huffington Post og The Verge fjölluðu um bardagann. Talið er að nær 3.000 geimskip af ýmsum stærðum og gerðum hafi verið eyðilögð og var bardaginn það stór að um tíma hægði leikurinn á sér þess að vinna úr öllum gögnum.

Í myndböndunum hér fyrir neðan er hægt að sjá skalann á þessum epíska geimbardaga.

EVE Online bardagi - tweet

Mynd: The Verge / -BÞJ
Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑