Sögusmiðirnir Sirrý & Smári hafa sent frá sér nýjan netleik um ævintýri Lori og Jitters. Um er að ræða „point-and-click“ sci-fi ævintýraleik þar sem spilarinn fer með hlutverk Lori og notar músarbendilinn til að skoða sig um í leit að vísbendingum um gæludýrið hennar Jitters. Leikurinn er stuttur, skemmtilega framsettur og klárlega þess virði að prófa. Sirrý og Smári segjast ávalt vera að leita nýrra og skemmtilegra leiða til að segja sögur og ákvaðu því að leggja í þetta tilraunakennda verkefni, sem er frumraun þeirra í gagnvirkum sögusmíðum og forritun með Action Script. Smelltu hér til að spila Lori &…
Author: Nörd Norðursins
Eden Lake er hrollvekjutryllir frá árinu 2008. Í myndinni fylgjumst við með parinu Steve (Michael Fassbender) og Jenny (Kelly Reilly) sem eru í rómatísku ferðalagi um landið og ákveða að slappa af og njóta náttúrunnar í Eden Lake, afgirtri náttúruperlu út í sveit. Hópur vandræðaunglinga gerir þeim lífið leitt á ströndinni og myndast fljótt rígur á milli parsins og unglinganna. Í kjölfar afskipta parsins á unglingunum fer af stað atburðarrás sem sýnir hve langt hópurinn er tilbúinn að ganga til að hefna sín vegna afskiptanna. Ólíkt mörgum öðrum hrollvekjum er Eden Lake nokkuð trúverðug. Þarna eru illmennin ekki ofurnáttúrleg öfl,…
Nú þegar styttist í útgáfu PlayStation 4 er eðlilegt að eldri leikjavélar frá Sony lækki í verði. Fyrirtækið hefur staðfest lækkað verð á 12 gb. PlayStation 3 og PlayStation Vita, en þær munu kosta hvor um sig 199 Evrur (u.þ.b. 32.000 kr.) innan Evrópu, og 199 Bandaríkjadali (u.þ.b 24.000 kr.) vestanhafs. Óvíst er hvort þessi lækkun muni hafa nokkur áhrif á íslenskan markað þar sem tölvunar tvær kosta nú þegar í kringum 40.000 kr. í íslenskum verslunum (sjá verðkönnun). -BÞJ
Sony tilkynnti útgáfudag PlayStation 4 leikjavélarinnar á leikjahátíðinni Gamescom í Þýskalandi nú fyrir stundu. Þar staðfesti fyrirtækið að PS4 kemur í verslanir 15. nóvember í Norður-Ameríku og evrópskar verslanir stuttu síðar, eða 29. nóvember. PS4 mun kosta 349 pund (u.þ.b. 65.000 kr.) í Bretlandi en ekki hefur verið staðfest hvað vélin mun kosta hér á landi. Við hjá Nörd Norðursins gerðum þessa verðkönnun fyrir stuttu og áætluðum út frá því að vélin muni kosta á bilinu 90.000 til 100.000 kr. – nú er bara að bíða og sjá hvort þeir spádómar séu réttir eða ekki. -BÞJ Tengd frétt: Útgáfu PS4…
Íslenska leikjafyrirtækið CCP tilkynnti fyrir stundu að nýr EVE leikur er væntalegur frá fyrirtækinu á næsta ári. Um er að ræða fyrstu persónu geimskotleik sem minnir töluvert á gömlu góðu Wing Commander leikina. Gestum EVE Fanfest 2013 bauðst að prófa prótótýpuna af leiknum EVE: VR í Oculus Rift fyrr á árinu, en leikurinn hefur nú fengið nafnið EVE: Valkyrie. EVE Online er einn stærsti fjölspilunarleikur síðustu ára en engar upplýsingar liggja fyrir um hvort fókusinn verði lagður á einspilun eða fjölspilun í nýja leiknum. Nýjasti leikur CCP er fjölspilunarskotleikurinn DUST 514 sem er fáanlegur ókeypis á PlayStation 3. CCP sendi…
Hasar- og sæfæleikurinn Remember Me frá Capcom kom í verslanir fyrr í sumar á PC, PS3 og Xbox 360. Í leiknum fer spilarinn með hlutverk kvenhetjunnar Nilin sem þarf að berjast gegn óvinum sínum í heimi þar sem minningar eru verðmæti og heilaþvottur daglegt brauð. Leikurinn gerist árið 2084 í Neo-Paris (framtíðar útgáfu af Parísarborg) þar sem minningar eru aðgengilegar og hægt er að eyða þeim út, breyta eða bæta nýjum minningum við. Fyrirtækið Memorize hefur sérhæft sig í að breyta minningum fólks til hins betra og með aðstoð þeirra getur þú haldið í góðu minningarnar og hent þeim slæmu…
Gleðilegan föstudag kæru nördar, nær og fjær! Á föstudögum hitum við upp fyrir helgina með því að birta syrpu af nokkrum vel völdum myndböndum. Að þessu sinni bjóðum við upp á hressandi blöndu af myndböndum, cosplay og stiklum. Hægt er að skoða eldri Föstudagssyrpur hér. Breaking Bad kemur með öfluga hugmynd að Star Trek þætti Game Launch Rock! Cosplay syrpa frá San Diego Comic Con 2013 Sýnishorn úr Grand Theft Auto Online! Stikla úr The Witcher 3: Wild Hunt Fleiri Föstudagssyrpur!
Mig langaði til mæla með nokkrum áhugaverðum en lítt þekktum Sci-Fi bíómyndum. Skilyrði sem ég setti sjálfum mér er að hafa myndirnar frekar nýlegar og að þær hafi ekki verið teknar til almennra sýninga í íslenskum kvikmyndahúsum, sem er merkilega erfitt að fá staðfest. Ef þið lumið á góðum myndum sjálf þá væri gaman að heyra af þeim í athugasemdum. Á Nörd norðursins birtist fyrir nokkru góð grein um tímaferðalagsmyndir, áhugasamir geta rifjað hana upp hér. Ég raða titlunum eftir því hve þekktar þær eru og ætti því að vera ólíklegra að þið þekktuð kvikmyndir sem eru neðar á listanum.…
Microsoft hefur ákveðið að fresta útgáfu Xbox One leikjatölvunnar til ársins 2014 í Rússlandi, Belgíu, Hollandi, Sviss, Svíþjóð, Noregi, Finlandi og Danmörku. Upphaflega stóð til til að Xbox One yrði fáanleg í 21 landi í nóvember en verður þess í stað seld í 13 löndum; Bandaríkjunum, Kanada, Mexíkó, Brasilíu, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Spáni, Ítalíu, Írlandi og Austurríki. Talsmaður Microsoft segir að fyrirtækið ætli sér að tryggja kaupendum Xbox One gæði frá fyrsta söludegi og þess vegna hafi verið ákveðið að fresta sölu leikjatölvunnar í þessum átta löndum, til að uppfylla þær kröfur. Í skaðabætur mun Microsoft bjóða…
Á E3 2013 tilkynnti Microsoft að nýja leikjatölvan þeirra, Xbox One, þurfi að vera tengd við Kinect skynjara til að virka. Fyrirtækið hefur ákveðið að draga þessa ákvörðun til baka og segir nú að Kinect þurfi ekki að vera tengt við Xbox One til að spila leiki. Það styttist í útgáfu Xbox One og er Microsoft sífellt aðlaga sig nær sínum helsta samkeppnisaðila, PS4 frá Sony, en mikil óánægja hefur ríkt í leikjasamfélaginu vegna upphaflegra skilyrða Microsofts Xbox One notenda. Upphaflega stóð til að leikjatölvan yrði að vera nettengd og tengd við Kinect skynjarann til að virka, auk þess sem…