Fréttir

Birt þann 22. ágúst, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Íslenski netleikurinn um Lori og Jitters kominn á netið

Sögusmiðirnir Sirrý & Smári hafa sent frá sér nýjan netleik um ævintýri Lori og Jitters. Um er að ræða „point-and-click“ sci-fi ævintýraleik þar sem spilarinn fer með hlutverk Lori og notar músarbendilinn til að skoða sig um í leit að vísbendingum um gæludýrið hennar Jitters. Leikurinn er stuttur, skemmtilega framsettur og klárlega þess virði að prófa.

Sirrý og Smári segjast ávalt vera að leita nýrra og skemmtilegra leiða til að segja sögur og ákvaðu því að leggja í þetta tilraunakennda verkefni, sem er frumraun þeirra í gagnvirkum sögusmíðum og forritun með Action Script.

Smelltu hér til að spila Lori & Jitters: Chapter One.

-BÞJ
Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑