Bíó og TV

Birt þann 23. ágúst, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Ben Affleck leikur Batman í Man of Steel

Ben Affleck mun leika Batman í Man of Steel, sem er væntanleg í kvikmyndahús 2015. Frá þessu greinir Los Angeles Times. Zack Snyder segist vera ánægður að Ben Affleck hafi verið valinn og að hann eigi eftir að smellpassa í hlutverk Batmans.

Zack Snyder tilkynnti fyrir mánuði síðan, á Comic-Con, að Batman og Superman myndu mætast í næstu Man of Steel kvikmynd. Margir hafa velt því fyrir sér hvaða leikari muni fara með hlutverk Batmans í myndinni, en Christian Bale staðfesti fyrr á árinu að hann ætli ekki smeygja sér í Batman búninginn aftur.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ben Affleck leikur ofurhetju á hvíta tjaldinu. Árið 2003 fór hann með hlutverk Daredevil í samnefndri mynd sem hlaut blendna dóma.

Heimild:  Los Angeles Times / -BÞJ
Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑