Fréttir

Birt þann 21. ágúst, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Sony lækkar verðið á PS3 og PS Vita

Nú þegar styttist í útgáfu PlayStation 4 er eðlilegt að eldri leikjavélar frá Sony lækki í verði. Fyrirtækið hefur staðfest lækkað verð á 12 gb. PlayStation 3 og PlayStation Vita, en þær munu kosta hvor um sig 199 Evrur (u.þ.b. 32.000 kr.) innan Evrópu, og 199 Bandaríkjadali (u.þ.b 24.000 kr.) vestanhafs.

Óvíst er hvort þessi lækkun muni hafa nokkur áhrif á íslenskan markað þar sem tölvunar tvær kosta nú þegar í kringum 40.000 kr. í íslenskum verslunum (sjá verðkönnun).

-BÞJ
Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑