Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Riddick er þriðja myndin sem fjallar um stríðsmanninn og andhetjuna Riddick frá plánetunni Furya og er leikinn af Vin Diesel (sem allir nördar elska því hann elskar D&D). Riddick serían á sér athyglisverða sögu sem hófst með myndinni Pitch Black frá árinu 2000 en hún sló í gegn þrátt fyrir að vera frekar ódýr mynd sem var ekki mikið markaðsett. Aðdáendur vildu fá meira af Riddick og því kom The Chronicles of Riddick út árið 2004 og á sama ári tölvuleikurinn Escape from Butcher Bay sem þykir einn besti leikur byggður á kvikmyndahetju sem gerður hefur verið. Það skemmtilega við…

Lesa meira

Fyrir sumarið sá ég kitluna fyrir The World’s End og var staðráðinn í að sjá hana í bíó enda mikill aðdáandi þríeykisins sem samanstendur af leikstjóranum Edgar Wright, leikurunum Simon Pegg og Nick Frost. Ég hef fylgst með þeim síðan ég uppgötvaði bresku grínþættina Spaced fyrir tilviljun á Stöð 2 og kolféll fyrir þeim. Þeir stóðu á bakvið myndirnar The Shaun of the Dead og Hot Fuzz en hafa einnig unnið að öðrum verkefnum með góðum árangri; Edgar Wright leikstýrði og meðskrifaði Scott Pilgrim vs. the World og þeir Simon Pegg og Nick Frost skrifuðu og léku í Paul. Það…

Lesa meira

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF,  hefst í næstu viku, fimmtudaginn 26. september nk. með frumsýningu á nýrri íslenskir mynd, SVONA ER SANLITUN eftir Róbert Douglas, og lýkur þann 6. október með sýningu myndarinnar LÍF ADELE sem fékk Gullpálmann í Cannes, en um er að ræða Norðurlandafrumsýningu á myndinni. Miðasala á hátíðarinnar opnar á fimmtudaginn, 19. september, en þegar er hægt að kaupa hátíðarpassa og klippikort á heimasíðunni riff.is. Hátíðin hefur stækkað ört á undanförnum árum og fara því sýningar fara fram í stórum sölum í  Háskólabíói, Tjarnarbíói og í Norræna húsinu. Auk þess verður kvikmyndadagskrá RIFF út um alla borg…

Lesa meira

Ben Affleck var gestur í þættinum Late Night with Jimmy Fallon þar sem hann var að tala um nýju mynd sína Runner Runner. Fallon var fljótur að skipta um umræðuefni en það var einmitt hlutverk Affleck í Batman vs Superman. Affleck ræðir hversu spenntur hann var fyrir hlutverkinu  en einnig ræðir hann um alla þá sem hafa fordæmt hann. http://youtu.be/m8BaVKUoUGo Höfundur er Skúli Þór Árnason, menntaskólanemi.

Lesa meira

Dýrasti leikur allra tíma, Grand Theft Auto 5, kemur formlega út á morgun, þriðjudag, en forsala á honum hefst á nú í kvöld í Gamestöðinni í Kringlunni. Leikurinn er nú þegar búinn að setja Íslandsmet í forsölu en yfir 1000 forpantanir hafa nú þegar verið gerðar. GTA 5 er dýrasti leikur allra tíma og slær að auki út kostnað allra Hollywood-kvikmynda sögunnar, fyrir utan eina; Pirates of The Carribean 3: At World´s End. Leikurinn kostaði um 265 milljón dollara eða 32 milljarða íslenskra króna. Gamestöðin verður með sérstaka kvöldopnun vegna útgáfu leiksins í Kringlunni í kvöld og verður búið að…

Lesa meira

Leikjasamfélagið bókstaflega titrar af spenningi um þessar mundir og telur niður klukkutímana þar til sala á nýjasta Grand Theft Auto leiknum, GTA V, hefst. Gamestöðin og Elko verða með sérstaka GTA V kvöldopnun í kvöld, 16. september, þar sem sala á leiknum hefst kl. 22:00. Gamespot birti þetta skemmtilega myndband á YouTube í dag þar sem Danny fer yfir sögu GTA leikjaseríunnar, en fyrsti GTA leikurinn leit dagsins ljós árið 1997 og hefur mikið breyst á þessum 16 árum. Það væri gaman að vita hvort einhverjir lesendur Nörd Norðursins hafi spilað alla GTA leikina, og hvaða leikur í seríunni ykkur…

Lesa meira

Árið 1997 kom fyrsti Grand Theft Auto leikurinn út í tvívídd. Leikurinn byggði á því, eins og nafnið gefur til kynna, að stela bílum. Síðan þá hafa komið út í seríunni 10 leikir og  4 aukapakkar. Á þessum tíma hefur leikjaserían þróast mjög mikið. Nú eru leikirnir komnir í þrívítt opið umhverfi og sameina þeir margar gerðir af leikjastílum s.s. bílaleiki, skotleiki, hlutverkaleiki og jafnvel ævintýraleiki. Fram að deginum í dag hefur GTA serían selst í yfir 125 milljón eintökum. Þegar seinasti Grand Theft Auto kom út á Playstation, „sá fjórði í röðinni“, þá var það stærsta séropnun á verslun…

Lesa meira

Leikjaáhugamennirnir Kristján S. Einarsson og Ólafur Hrafn Júlíusson, eða einfaldlega Krissi og Óli, eru nýbyrjaðir með nýtt íslenskt hlaðvarp (podcast) þar sem þeir félagar spjalla um ýmislegt tengt tölvuleikjum. Þættirnir heita OGP og eru aðgengilegir hér á heimasíðu Nörd Norðursins; www.nordnordursins.is/OGP. Þættirnir eru í afslappaðri kantinum þar sem gjarnan er skálað í viskí. Tveir þættir eru komnir á netið og er hvor þeirra rétt yfir klukkutími að lengd. -BÞJ

Lesa meira

Stafrænt röfl um viskí og tölvuleiki. Óli og Krissi fá Bjarka Þór í heimsókn, ritstjóra Nörd Norðursins, og spjalla meðal annars um nýju leikjatölvurnar (PlayStation 4 og Xbox One), GTA V, nokkra íslenska og indí leiki. Smelltu hér til að sækja þáttinn í MP3 formi.

Lesa meira