Fréttir

Birt þann 23. september, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Valve kynnir SteamOS

Valve kynnti fyrir stundu  til sögunnar nýtt stýrikerfi – SteamOS. Um er að ræða stýrikerfi sem er  hannað fyrir sjónvörp og sem afþreyingarmiðja í hjarta heimilisins. Með SteamOS verður hægt að spila tölvuleiki af Steam í sjónvarpinu og eru leikjahönnuðir  nú þegar farnir að þróa leiki með SteamOS í huga.

Með SteamOS verður hægt að spila Windows og Mac leiki í sjónvarpinu, einnig verður hægt að streyma tónlist, sjónvarpsefni og kvikmyndum beint yfir í sjónvarpið. Með SteamOS fá notendur fullan aðgang að leikjasafni Steam sem inniheldur í kringum 3000 leiki og forrit.

Yfir 50 milljón notendur eru skráðir á Steam sem fókusar fyrst og fremst á tölvuleiki og veitir notendum góðan grunn til að stofna leikjahópa og vera í sambandi við leikjavini. Með tímanum munu viðbætur vera fáanlegar fyrir SteamOS sem notendur geta sótt og tekið þátt í að búa til.

SteamOS er næsta stóra skrefið hjá Steam, sem nú er aðgengilegt í 185 löndum og hefur verið þýtt á 25 tungumál. SteamOS byggir á Linux grunni og verður fáanlegt árið 2014, ókeypis.

-BÞJ
Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑