Retró

Birt þann 16. september, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Saga Grand Theft Auto á 13 mínútum [MYNDBAND]

Leikjasamfélagið bókstaflega titrar af spenningi um þessar mundir og telur niður klukkutímana þar til sala á nýjasta Grand Theft Auto leiknum, GTA V, hefst. Gamestöðin og Elko verða með sérstaka GTA V kvöldopnun í kvöld, 16. september, þar sem sala á leiknum hefst kl. 22:00.

Gamespot birti þetta skemmtilega myndband á YouTube í dag þar sem Danny fer yfir sögu GTA leikjaseríunnar, en fyrsti GTA leikurinn leit dagsins ljós árið 1997 og hefur mikið breyst á þessum 16 árum.

Það væri gaman að vita hvort einhverjir lesendur Nörd Norðursins hafi spilað alla GTA leikina, og hvaða leikur í seríunni ykkur þykir bestur?

 Sjáumst í Los Santos!

-BÞJ
Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑