Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Eins og við sögðum frá í gær munu Gamestöðin og Skífan opna nýja verslun í Smáralind á morgun kl. 11:00. Það er ekki á hverjum degi sem að ný tölvuleikjaverslun lítur dagsins ljós hér á klakanum og fékk Nörd Norðursins að kíkja á nýja staðinn fyrr í kvöld. Stílhrein verslun með gott leikjaúrval Nýja verslunin er staðsett á neðri hæð Smáralindar, við hlið Nova, þar sem áður var barnafataverslun. Nýja verslunin er ílöng og skiptist í tvennt þar sem Skífan er hægra megin með tónlist og kvikmyndir og Gamestöðin vinstra megin með tölvuleiki, leikjatölvur og fylgihluti. Ýmis tilboðsborð eru staðsett…

Lesa meira

Gleðilegan föstudag kæru nördar, nær og fjær! Á föstudögum hitum við upp fyrir helgina með því að birta syrpu af nokkrum vel völdum myndböndum. Hægt er að skoða eldri Föstudagssyrpur hér. Að sprengja bíla í GTA V er góð skemmtun… http://youtu.be/UXrJCE64OZA Epic Rap Battles of History: Hitler vs Vader 3 http://youtu.be/BpqNvskS_kM Einn að missa sig úr hræðslu í Oculus Rift Hægt er að skoða fleiri Oculus Rift myndbönd hér. http://youtu.be/keaiHqezz3c Þegar Batman tók bílprófið… http://youtu.be/UJSyY5HZNYw TMNT og Super Mario Bros. blandað saman http://youtu.be/iTKXna2ekzE Fleiri Föstudagssyrpur!

Lesa meira

25. september síðastliðinn var ytri vefur menningarsögulega gagnasafnins Sarps opnaður formlega á vefslóðinni www.sarpur.is. Þar með er aðgangur opinn öllum að upplýsingum um meira en 500.000 muni, ljósmyndir, listaverk, örnefni og fleiri aðfangategundir. Áhugafólk, grúskarar, fræðimenn og aðrir geta þannig leitað rafrænt í hirslum aðildarsafnanna sem eru nú 50 talsins. Þar á meðal eru Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn Íslands, Minjasafn Reykjavíkur, Mótorhjólasafnið og byggðasöfn víðsvegar af landinu. Notendur geta haft áhrif með því að senda inn ábendingar varðandi myndir, muni eða annað. Það getur verið allt frá upplýsingum um fólk á ljósmyndum til nánari upplýsinga um notkun gripa eða sögu þeirra.…

Lesa meira

Gamestöðin opnar nýja verslun í Smáralind laugardaginn 12.október kl. 11:00. Frá þessu greindi Gamestöðin á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Boðið verður upp á sérstök opnunartilboð auk þess sem Gamestöðin ætlar að „kynna nýjungu í tölvuleikjaverslunum“ (án þess að útskýra það neitt nánar). Tilboðin verða kynnt betur á morgun á Facebook-síðu Gamestöðvarinnar og í bæklingi sem fylgir Fréttatímanum sem fer í dreifingu í kvöld. Skífan mun opna samhliða Gamestöðinni í Smáralind. Höfundur er Bjarki Þór Jónsson, ritstjóri Nörd Norðursins.

Lesa meira

Heil og sæl og verið velkomin á þúsundustu MEGA færslu Nörd Norðursins! Ta-da! Í tilefni þess að nú eru komnar inn eitt þúsund færslur á heimasíðu Nörd Norðursins höfum við ákveðið að vísa í tíu áhugaverðar færslur sem hafa birst á síðunni í gegnum tíðina. 1. tbl. Nörd Norðursins, 4. apríl 2011 Færsla frá 9. júní 2011 Það eru ekki allir sem vita að Nörd Norðursins byrjaði upphaflega sem veftímarit. Heil fimm tölublöð voru gefin út á netinu og er enn hægt að nálgast þau ókeypis hér. Smelltu hér til að skoða færsluna. Nördaleg kynfæra gælunöfn! Færsla frá…

Lesa meira

„Hann hefur verið nefndur „heimsins ólíklegasta kvikmyndastjarna“ af New York Times. Slóvenski heimspekingurinn Slavoj Žižek er stjarna myndarinnar Handbók hugmyndafræðiperrans eftir leikstjórann Sophie Fiennes. Sjáðu Žižek og Fiennes beita túlkunarhæfileikum sínum í tilraun til að ferðast um heim kvikmyndanna að hjarta hugmyndafræðinnar – draumanna sem móta sameiginlegar skoðanir okkar og gjörðir.“ (RIFF) Handbók hugmyndfræðiperrans er nokkurs konar eintal slóvenska heimspekingsins, sálgreinisins og menningarfræðingsins Slavoj Žižek (sem fólk virðist líta ýmist á sem algjöran snilling eða algjöran vitleysing) við áhorfendur um þá hugmyndafræði sem umlykur okkur öll og hrærir. Til að útskýra hugmyndir sínar nota Žižek og Fiennes brot úr kvikmyndum…

Lesa meira

„EBM GMG [GMO OMG] segir leynda sögu þess að risavaxin efnafyrirtæki hafa tekið yfir fæðuframboð okkar; landbúnaðarlegu hættuástandi sem er orðið að menningarlegu hættuástandi. Myndin fylgist með baráttu leikstjórans og fjölskyldu hans fyrir því að lifa og borða án þess að taka þátt í óheilbrigðu, ósanngjörnu og eyðileggjandi fæðukerfi. Er yfirtaka fæðukerfis heimsins óafturkræf? Eða er enn tími til að endurheimta hreinleikann, bjarga líffræðilegri fjölbreytni og okkur sjálfum?“ (RIFF) GMO OMG er persónuleg heimildarmynd um erfðabreytt matvæli (Genetically modified organism, eða GMO). Í mörgum löndum, þ.á.m. Bandaríkjunum, ber fyrirtækjum ekki skylda til að merkja erfðabreytt matvæli sérstaklega og þar af…

Lesa meira

Bandaríska gamanmyndin Airplane! hefur endað á fjölda lista yfir fyndnustu kvikmyndir allra tíma, og ekki að ástæðulausu. Myndin var sýnd á hinu árlega sundbíói kvikmyndahátíðarinnar RIFF í innilaug Laugardalslaugar sem var breytt í flugvöll auk þess sem boðið var upp á veitingar. Myndin segir frá Ted Striker sem áður flaug í flughernum en sökum skelfilegrar reynslu hefur hann ekki þorað að stíga fæti aftur upp í flugvél. Flugfreyjan Elaine Dickinson, kærasta Teds, hefur fengið nóg af óstöðugleika og óvissu í fari Teds, en hann er ekki tilbúinn til að missa  Elaine og tekur það djarfa skref að kaupa flugmiða í…

Lesa meira

Allir þeir sem hafa spilað FIFA undanfarin ár munu finna fyrir öllum þeim breytingum sem hafa verið gerðar. Oft eru það litlu hlutirnir sem gera góða leiki enn betri, það á svo sannarlega við í FIFA 14. Helsti galli FIFA undanfarin ár hefur verið njósnakerfið, klunnalegt og í raun hundleiðinlegt að nota. Nú er töluvert einfaldara að senda njósnara og fylgjast með hvað þeir eru að gera. Stjórnborð leiksins hefur verið tekið í gegn og minnir alveg ótrúlega mikið á stjórnborðið í Xbox leikjavélinni. Það nýtur sín best í Career Mode, það sem var klunnalegt í fyrri leik er núna…

Lesa meira