Íslenskt

Birt þann 11. október, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Sarpur.is – opinn aðgangur að söfnum landsins

25. september síðastliðinn var ytri vefur menningarsögulega gagnasafnins Sarps opnaður formlega á vefslóðinni www.sarpur.is.

Þar með er aðgangur opinn öllum að upplýsingum um meira en 500.000 muni, ljósmyndir, listaverk, örnefni og fleiri aðfangategundir. Áhugafólk, grúskarar, fræðimenn og aðrir geta þannig leitað rafrænt í hirslum aðildarsafnanna sem eru nú 50 talsins. Þar á meðal eru Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn Íslands, Minjasafn Reykjavíkur, Mótorhjólasafnið og byggðasöfn víðsvegar af landinu.

Notendur geta haft áhrif með því að senda inn ábendingar varðandi myndir, muni eða annað. Það getur verið allt frá upplýsingum um fólk á ljósmyndum til nánari upplýsinga um notkun gripa eða sögu þeirra.

Meginmarkmið Rekstrarfélags Sarps er að annast rekstur gagnasafnsins og varðveita þannig heimildasöfn aðildarsafnanna. Í skráningarkerfi Sarps hafa nú verið skráðar yfir 1.000.000 færslur og er yfir helmingur þeirra aðgengilegur almenningi á vefnum www.sarpur.is

-Fréttatilkynning fráRekstrarfélagi Sarps
Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑