Helgarbíó fyrir börn og unglinga í Bíó Paradís Frá og með næstu helgi hefur Bíó Paradís sýningar á barna- og unglingakvikmyndum alla laugardaga og sunnudaga kl. 16:00 og 18:00. Boðið verður upp á áhugaverðar barna- og unglingakvikmyndir sem hlotið hafa viðurkenningar um allan heim. Meðal mynda sem verða sýndar eru Ernest og Celestína, Mamma, ég elska þig og Wadjda. Klassískar kvikmyndaperlur Í vetur verða einnig sýndar, í bland við nýjar kvikmyndir, klassískar barna- og unglingamyndir frá mismunandi tímabilum. Á boðstólunum verða gamlar ævintýramyndir á borð við The Goonies, Willow og Labyrinth, nýlegar Disney teiknimyndir, myndir um Prúðuleikarana, Bangsímon, Kalla kanínu…
Author: Nörd Norðursins
Nú hefur GTA Online verið í gangi í u.þ.b 3 vikur, en eftir nokkra tæknilega örðugleika lítur allt út fyrir að vera í góðu lagi. Rockstar hefur meira að segja gefið út að þeir ætli að gefa öllum sem lentu í veseni við innskráningu fystu vikuna 500.000 dollara í leiknum. Hinsvegar er ekki hægt að ná aftur karakterum sem hafa glatast vegna mistakanna. Þegar þú stígur inn í heim GTA Online minnir hann mikið á venjulega heiminn þar sem þú leikur Michael, Trevor og Franklin en eini munurinn fyrst um sinn er að karakterinn þinn talar ekki. Þú hittir Lamar…
Síðastliðinn föstudag, 11. október 2013, afhenti Bjarki Þór Jónsson, ritstjóri Nörd Norðursins, Landsbókasafni Íslands tvö eintök af tölvuleiknum Sjóorrusta. Leikurinn er frá árinu 1986 og á gagnakassettu fyrir Sinclair Spectrum tölvur. Talið er að Sjóorrusta sé fyrsti íslenski útgefni tölvuleikurinn, en það voru feðgarnir Erlingur Örn Jónsson og Jón Erlings Jónsson sem hönnuðu og forrituðu leikinn á sínum tíma. Bjarki vinnur um þessar mundir í verkefni sem ber heitið Upphaf, þróun og varðveisla íslenskra tölvuleikja sem gengur út á að varðveita gögn og upplýsingar sem snerta sögu íslenskra tölvuleikja. Sýningin Einkaútgáfur, örforlög og annarskonar miðlun frá 1977 til samtímans stendur…
Sögur utan af landi hafa verið áberandi í íslenskum kvikmyndum á þessu ári. Hross í oss hverfist um hross og sveitalífið, heimildarmyndin Aska, sem vann aðalverðlaunin á Skjaldborgarhátíðinni, fjallar um afleiðingar elhræringanna í Eyjafjallajökli og í Grímsvötnum á búskap þriggja bænda og svo er það síðasta útspilið sem er Málmhaus í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Ragnar er eflaust þekktastur fyrir Næturvaktina og fleiri þáttaraðir og kvikmynd sem fylgdi svo í kjölfar vakta þáttaraðanna. Kvikmyndir hans hafa yfirleitt fjallað um sálarkreppur í lífi fólks og hvernig það tekst að takast á við sína innri djöfla. Kvikmyndirnar Börn og Foreldrar eru gott dæmi.…
Áhugavert myndband frá Errant Signal þar sem fjallað er um pólitík í tölvuleikjum. Spurt er hvort tölvuleikur sé „bara“ leikur sem ekki ber að taka alvarlega, eða er hægt að kafa dýpra? Ná leikir á borð við Bioshock og GTA að tækla pólitíska umræðu í gegnum leikina? Hver er ykkar skoðun? http://youtu.be/7_tdztHiyiE Höfundur er Bjarki Þór Jónsson, ritstjóri Nörd Norðursins.
Icelandic Gaming Industry (IGI) heldur af og til hittinga þar sem rætt er um ýmislegt sem við kemur íslenskum tölvuleikjaiðnaði. Næsti hittingur IGI verður haldinn fimmtudaginn 17. október kl. 20:00 og verður umfjöllunarefni kvöldins „Building the Blobs“. Þar mun íslenska leikjafyrirtækið Fancy Pants Global segja frá þróunar- og vinnuferli Zorblobs, nýjasta leik fyrirtækisins, og skoða með gagnrýnum augum hvað gekk vel fyrir sig og hvað hefði betur mátt fara. Aðgangur er ókeypis og við hvetjum áhugasama til þess að mæta og taka þátt í umræðunni. Hittingurinn verður á Kaffi Reykjavík (Vesturgötu 2 í Reykjavík) og er hægt að staðfesta komu sína…
FM957 í samstarfi við Senu og Gamestöðina Kringlunni halda Íslandsmót í FIFA 14 sem mun standa yfir 14.-28. október á Spot í Kópavogi. Keppt verður á HD risaskjám og í aðalverðlaun er iPhone 5C og óuppgefin peningaverðlaun. Í aukavinning verða peningaverðlaun og blandaðir vinningar í boði Senu og Gamestöðvarinnar. Takmarkaður fjöldi miða er í boði og er miðaverð 5.000 kr. á hvert lið. Sjá nánari upplýsingar á midi.is. -BÞJ
Það styttist í að nýju leikjatölvurnar – PlayStation 4 og Xbox One – verði fáanlegar í evrópskum verslunum. Reyndar eigum við Íslendingar ekki von á græjunum fyrr en einhverntímann eftir áramót, en eflaust eru margir nú þegar búnir að velta því fyrir sér hvor tölvuna þeim líst betur á. Það er margt sem getur spilað inn í ákvörðun hvers og eins, t.d. verð, úrval leikja og síðan en ekki síst upp á hvaða möguleika tölvurnar hafa upp á að bjóða. Ef þú vilt kynna þér PS4 eða Xbox One betur þá bendum við að hlekkina hér fyrir neðan sem vísa…
Stafrænt röfl um viskí og tölvuleiki. Óli, Krissi og Dóri spjalla um GTA V, Wii, skjákort, Syndicate og fleiri tölvuleiki. Smelltu hér til að sækja þáttinn í MP3 formi.
Í síðasta mánuði kynnti Valve Steam fjarstýringuna til sögunnar. Nú hefur fyrirtækið sent frá sér kynningarmyndband þar sem sést hvernig fjarstýringin virkar þar sem starfsmaður frá Valve spilar stutt brot úr Portal 2, Civilization V, Counter-Strike: Global Offensive og Papers, Please. http://youtu.be/eeAjkbNq4xI