Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Jósef Karl hjá Nörd Norðursins fór fyrir stuttu á hryllingsmyndahátíðina Chiller Theatre í Bandaríkjunum. Þar hitti hann sjálfan James Rolfe, sem er betur þekktur á netinu fyrir hlutverk sitt sem reiða leikjanördið The Angry Video Game Nerd, og náði viðtali við kappann. Hvaða kvikmynd gaf þér innblástur til þess að búa til stuttmyndir og gerast kvikmyndagerðarmaður? James Rolfe: Sú mynd sem gaf mér sem mestan innblástur var líklegast King Kong eða It’s a Mad Mad Mad Mad World, sem er uppáhalds kvikmyndin mín. En sú sem hafði meiri áhrif á mig var King Kong út af brellunum og ég hef alltaf…

Lesa meira

Hefuru einhvern tímann velt því fyrir þér hvernig bláa mjólkin í Star Wars: A New Hope smakkast? Mjólkin sem frænka Luke sullar í sig á Tatooine. Þessi blái drykkur kallast víst Bantha mjólk, enda kemur hann frá mjólkurkirtlum Bantha dýranna. Það er kannski ekki auðvelt að átta sig á því hvernig mjólkin smakkast enda eru Banthar ekki til en það er auðvelt að búa sér til svona mjólk, sjálfum sér og öðrum til gamans. Uppskriftina að Bantha drykknum má finna hér ásamt nokkrum öðrum skemmtilegum uppskriftum. Bon appetit! Bantha mjólkurhristingur úr Star Wars: A New Hope (1977) Það er…

Lesa meira

Hróður heimildarmynda hefur aukist jafnt og þétt með árunum. Áhorfendur hafa sýnt þeim meiri áhuga og margar heimildarmyndir hafa att kappi við stórar leiknar kvikmyndir í miðsölu. Það eru til ófáar heimildarmyndir sem henta nördum, allt frá Trekkies (1997) til Tales from the Script (2009). Hér er listi yfir topp 10 heimildarmyndir fyrir nörda og má bæta því við að hægt er að nálgast flestar á Netflix. Jedi Junkies (2010) The People vs. George Lucas (2009) Best Worst Movie (2009) The Dungeon Masters (2008) Side by Side (2012) With Great Power: The Stan Lee…

Lesa meira

Margt áhugavert er í gangi í heimi hugbúnaðargerðar og hefur Ský fengið nokkra af helstu sérfræðingum sínum til að mæta á ráðstefnuna og segja frá helstu áherslum: „Dev – Social – Software Ecosystem – Big Data“ Meðal fyrirlesara eru: Axel Gunnarsson hjá 365, Björn Leví Gunnarsson, doktorsnemi hjá Brandeis University USA, Eiríkur Nilson hjá OZ, Stefán Baxter hjá Activity Stream og Reynir Hubner hjá Hugsmiðjunni.  Fleiri aðilar munu láta ljós sitt skína og verður endanleg dagskrá send út eftir helgina. Verð fyrir félagsmenn Ský: 9.500 kr. Verð fyrir utanfélagsmenn: 14.500 kr. Verð fyrir aðila utan vinnumarkaðar: 4.000 kr. Skráningarform -…

Lesa meira

Umræðan um möguleg áhrif ofbeldistölvuleikja hefur lengi verið í gangi. Í þessu stutta fréttaskoti frá árinu 1993 er fjallað um bardagaleikinn Mortal Kombat sem var þá nýlega kominn á markað, en leikurinn þótti mjög grófur á sínum tíma. Þess ber að geta að fréttaskotið er tekið af bandarísku fréttastöðinni Fox News, en stöðin er þekkt fyrir að fela ekki skoðanir sína í fréttaflutningi sem grefur gjarnan undan trúverðugleika hennar. Tengt efni Leikjarýni: Mortal Kombat 2011 Retro: Mortal Kombat 1992 Tölvuleikir breyta þér ekki í skrímsli Upplýsingar um PEGI merkingar  -BÞJ

Lesa meira

Icelandic Gaming Industry (IGI) heldur af og til hittinga þar sem rætt er um ýmislegt sem við kemur íslenskum tölvuleikjaiðnaði. Næsti hittingur IGI verður haldinn fimmtudaginn 14. nóvember kl. 20:00 og verður umfjöllunarefni kvöldins „EVE VR“. Þar mun Bjørn Jacobsen hjá íslenska leikjafyrirtækinu CCP fjalla um EVE: Valkyrie (EVE VR) sem var kynntur fyrr á árinu. EVE VR er fyrstu persónu geimskotleik sem minnir töluvert á gömlu góðu Wing Commander leikina eins og sést í sýnishorninu hér fyrir neðan. Aðgangur er ókeypis og við hvetjum áhugasama til þess að mæta og taka þátt í umræðunni. Hittingurinn verður  á Lebowski Bar (Laugavegi…

Lesa meira

Síðan að íslenska leikjafyrirtækið Plain Vanilla gaf út spurningaleikinn QuizUp á App Store síðastliðinn fimmtudag hefur góðum fréttum hreinlega ringt yfir fyrirtækið. Og hér kemur ein frétt til viðbótar. Í nótt varð QuizUp vinsælasti leikurinn á App Store í Bandaríkjunum og toppar þar með vel þekkta leikjarisa á borð við Call of Duty og Candy Crush Saga. Vel gert! Skoða QuizUp á App Store Fleira tengt QuizUp: Business Insider: This Addicting New Trivia App Lets You Show Off Your Smarts To The World Nörd Norðursins: Plain Vanilla gefur út risavaxinn spurningaleik RÚV: Íslenskur leikur leggur Candy Crush RÚV: Virtur…

Lesa meira