Bíó og TV

Birt þann 20. nóvember, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

50 ára afmælisþáttur Doctor Who sýndur í 3D í Bíó Paradís

Fyrsta þrívíddarsýningin í Bíó Paradís verður haldinn í Bíó Paradís á laugardagskvöldið 23. nóvember kl 22:30. Þúsundir aðdáenda Doctor Who munu njóta 50 ára afmælisþáttar Doctor Who mjög víða um heiminn m.a. í Þýskalandi, Noregi, Rússlandi, Ástralíu, Kazakhstan, Bandaríkjunum, Kanada, Svíþjóð, á Spáni, Bretlandi og Írlandi.

The Day of the Doctor verður sýndur í þrívídd 3D á stóra tjaldinu og verður Bíó Paradís þessu ekki undanskilinn. Doctor Who þáttaröðin heldur upp á hálfrar aldar afmælið með þættinum The Day of the Doctor með Matt Smith, David Tennant, Jenna Coleman, Billie Piper og John Hurt í aðalhlutverkum. Örlagarík fortíð Doctorsins mun varpa sprengju í söguþróun þáttanna og hvetjum við því alla til að mæta og sjá þáttinn í Bíó Paradís! Vakin er athygli á því að þátturinn verður sýndur áfram í Bíó Paradís.

 

– Fréttatilkynning frá Bíó Paradís
Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑