Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

„Dulmagnaðir spennuþættir sem hlutu alþjóðlegu Emmy-verðlaunin í sínum flokki í nóvember á síðasta ári. Einstaklingar sem hafa verið taldir látnir til nokkurs tíma, fara að dúkka upp í litlu fjallaþorpi eins og ekkert hafi í skorist“ (ruv.is) Les Revenants er ný frönsk þáttaröð sem hóf göngu sína í Ríkissjónvarpinu síðastliðið sunnudagskvöld, fyrir einskæra tilviljun sat ég fyrir framan sjónvarpið eftir að hafa horft á dönsku þættina Arvingerne og var á leið inn í rúm með bók í hönd þegar ég heyrði tilkynnt hver næsti dagskrárliður væri. Ég hafði ekkert séð þættina auglýsta og vissi ekkert um þá en ákvað að…

Lesa meira

Daníel Páll Jóhannsson skrifar: King of Tokyo Halloween er aukapakki fyrir King of Tokyo. Í þessum aukapakka eru tvö ný skrímsli sem, eins og nafnið Halloween gefur til að kynna, eru ógnvekjandi. Það eru skrímslin Pumpkin Jack (hræðileg fuglahræða) og Boogey Woogey (skelfilegur draugur). Með skrímslunum fylgja þróunarspil sem bættust við King of Tokyo með Power Up aukapakkanum. Ásamt skrímslunum og þróunarspilunum fyrir þau eru fleiri spil til að bæta í spilastokkinn og hafa þau flest skemmtilega eiginleika. Ný tegund af spilum bætist við sem fara í spilastokkinn og kallast þau Búningar (e. Costumes). Þegar skrímsli kaupir spil sem er…

Lesa meira

Daníel Páll Jóhannsson skrifar: King of Tokyo Power Up er fyrsti aukapakkinn sem var gefinn út fyrir spilið King of Tokyo. Aukapakkinn inniheldur nýtt skrímsli, bambusbrjáluðu pönduna Pandakaï og viðbótar þróunarspil (e. evolution cards). Þessi spil gjörbreyta leiknum til hins betra og gefa honum meiri dýpt án þess að bæta einhverjum flóknum reglum ofan á. Hvert skrímsli hefur sinn stokk af þróunarspilum, og ef þrjú Hjörtu koma upp á teningunum fær skrímslið að draga eitt þróunarspil af stokknum sínum. Hvert þróunarspil tengist skrímslinu á einhvern hátt, eins og véldrekinn gæti fengið spil sem kallast Stálklær og segir að ef véldrekinn…

Lesa meira

Gleðilegan föstudag kæru nördar, nær og fjær! Í Föstudagssyrpunni hitum við upp fyrir helgina með því að birta syrpu af nokkrum vel völdum myndböndum. Hægt er að skoða eldri Föstudagssyrpur hér. Snillingurinn David Attenborough lýsir hér Curling leik á epískan hátt TMNT aðdáandinn Vanilla Ice auglýsir makkarónur. Go ninja, go! PLOTCLOCK – Yndisleg hugmynd að klukku Eye of the Tiger – prentaða útgáfan

Lesa meira

IGI, samtök íslenska leikjaiðnaðarins, heldur kynningu á leikjahönnun og þróunarstyrk ætluðum leikjafyrirtækjum. Kvöldið byrjar klukkan 20:00 á Kex Hostel og eru allir áhugasamir hvattir til að mæta. Ólafur Andri Ragnarsson mun segja frá þróunarstyrk sem Nordic Game Development Support veitir leikjafyrirtækjum. Ólafur er í nefndinni sem fer yfir þær umsóknir sem berast og mun gefa hlustendum nokkra góða punkta varðandi umsóknarferlið. Þar á eftir mun Arelius Sveinn Areliusarson fjalla um leikjahönnun og skrif Chris Batemans, en Arelius skrifaði ritgerðina Designing Computer-Games Preemptively for Emotions and Player Types þar sem fjallað er um mismunandi gerðir tölvuleikjaspilara og tölvuleikjahönnun. Viðburðurinn á Facebook -BÞJ

Lesa meira

Killzone sem er framleiddur af Guerilla Games og gefinn út af Sony er eins og brjálæðislega stóri og fallegi pakkinn undir jólatrénu. Sem inniheldur ógurlega ómerkilega gjöf. Killzone Shadow Fall er ótúlega fallegur leikur sem sýnir vel hversu öflug PS4 vélin er, en því miður er hann ekki besti skotleikurinn á markaðnum. Killzone Shadow Fall heldur áfram með sögu Vekta-búa og baráttu þeirra við Helghast. Maður leikur mann að nafni Lucas Kellan, hermann í Shadow Marshal fylkingu Vekta. Markmið leiksins er að komast að því hvað er að gerast hinum megin við vegginn sem sker Vekta-borg þvert. Leikurinn gerist að mestu…

Lesa meira

Irrational Games, leikjafyrirtækið á bakvið hina geysivinsælu BioShock leikjaseríu, hefur ákveðið að hætta starfsemi. Þessi ákvörðun kemur eflaust mörgum á óvart þar sem Bioshock hefur notið mikillar velgengni. Í yfirlýsingu sem Ken Levine, einn af stofnendum fyrirtækisins, sendi frá sér í dag, segist hann vera mjög stoltur af því sem þeir hjá Irrational Games hafi gert en nú vilji hann gera annarskonar leiki, vinna í minni hóp og efla tengsl sín við tölvuleikjaspilara. Síðasta verkefni Irrational Games verður seinni hluti aukapakkans BioShock Infinite: Burial at Sea sem kemur út í næsta mánuði fyrir BioShock Infinite. Flestir starfsmenn Irrational Games munu missa vinnuna, en 15 starfsmenn fyrirtækisins…

Lesa meira

Áhugamenn og aðrir aðilar tengdir Tor munu hittast í Reykjavík 17.-21. febrúar næstkomandi. Fyrir þá sem ekki vita þá er Tor ókeypis hugbúnaður sem gerir netverjum kleyft að viðhalda nafnleysi á netinu og auðveldar aðgengi að ritskoðuðu efni. Samkvæmt heimasíðu Tor eru eftirfarandi dagskrárliðir opnir almenningi: Þriðjud. 18 feb. kl. 20:00 – Crypto Party á Múltikúlti. Miðvikud. 19. feb. kl. 18:30 – Roger Dingledine og Jacob Appelbaum fjalla um Tor í Háskólanum í Reykjavík (M101). Fimmtud. 20. feb. kl. 9:00 – Digital Safety for Journalists, hálfs dags smiðja á Grand Hótel. Föstud. 21. feb. kl. 9:30 – Tor hakk-dagur á Grand Hótel. -BÞJ

Lesa meira

Í fyrra heyrði ég mjög góða hluti um hryllingsleikinn Outlast. Hann var þá einungis á PC og þó ég sé aðallega PC spilari þá náði ég ekki að spila hann. Hinsvegar núna snemma í febrúar keypti ég mér PS4 og fékk aðgang að PS+. Fyrir þá sem ekki vita svipar PS+ til Xbox Live í þeim skilningi að það þarf aðgang að þessari þjónustu til að spila á netinu. Ásamt því að spila á netinu fær maður a.m.k einn fríann leik á mánuði og í febrúar var það Outlast. Ég er mjög mikið fyrir hrylling, er algjör kjúklingur en samt…

Lesa meira