Fréttir

Birt þann 19. febrúar, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Kynning á leikjastyrk og leikjahönnun í boði IGI í kvöld

IGI, samtök íslenska leikjaiðnaðarins, heldur kynningu á leikjahönnun og þróunarstyrk ætluðum leikjafyrirtækjum. Kvöldið byrjar klukkan 20:00 á Kex Hostel og eru allir áhugasamir hvattir til að mæta.

Ólafur Andri Ragnarsson mun segja frá þróunarstyrk sem Nordic Game Development Support veitir leikjafyrirtækjum. Ólafur er í nefndinni sem fer yfir þær umsóknir sem berast og mun gefa hlustendum nokkra góða punkta varðandi umsóknarferlið.

Þar á eftir mun Arelius Sveinn Areliusarson fjalla um leikjahönnun og skrif Chris Batemans, en Arelius skrifaði ritgerðina Designing Computer-Games Preemptively for Emotions and Player Types þar sem fjallað er um mismunandi gerðir tölvuleikjaspilara og tölvuleikjahönnun.

Viðburðurinn á Facebook

-BÞJ
Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑