Spil

Birt þann 21. febrúar, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

Spilarýni: King of Tokyo Power Up [aukapakki]

Spilarýni: King of Tokyo Power Up [aukapakki] Nörd Norðursins

Samantekt: King of Tokyo Power Up er frábær viðbót við spilið King of Tokyo. Þróunarspilin bæta heilmiklu við borðspilið og gerir það miklu skemmtilegra.

4.5

Frábær viðbót


Einkunn lesenda: 0 (0 atkvæði)

Daníel Páll Jóhannsson skrifar:

King of Tokyo Power Up er fyrsti aukapakkinn sem var gefinn út fyrir spilið King of Tokyo.

Aukapakkinn inniheldur nýtt skrímsli, bambusbrjáluðu pönduna Pandakaï og viðbótar þróunarspil (e. evolution cards). Þessi spil gjörbreyta leiknum til hins betra og gefa honum meiri dýpt án þess að bæta einhverjum flóknum reglum ofan á. Hvert skrímsli hefur sinn stokk af þróunarspilum, og ef þrjú Hjörtu koma upp á teningunum fær skrímslið að draga eitt þróunarspil af stokknum sínum. Hvert þróunarspil tengist skrímslinu á einhvern hátt, eins og véldrekinn gæti fengið spil sem kallast Stálklær og segir að ef véldrekinn gerir 3 eða meira í skaða, þá bætist 1 skaði við.

Með þessum þróunarspilum eru skrímslin ekki alveg eins í spilun, heldur hvert skrímsli hefur sína möguleika á að þróast, og þetta bætir dýptina að því leyti að núna hafa spilarar valmöguleika á að reyna að fá þrjú Hjörtu þegar þeir kasta teningunum.

King of Tokyo Power Up er frábær viðbót við spilið. Þróunarspilin bæta heilmiklu við borðspilið og gerir það miklu skemmtilegra. Þrátt fyrir að Pandakaï sé ekki í hópi þeirra skrímsla sem ég elska að spila, þá eru þróunarspilin kjötið í pakkanum. Ef þú spilar King of Tokyo og finnst að það mætti betrumbæta það, eða þú ert búin(n) að spila King of Tokyo það mikið að þú ert kominn með leið á því, þá er King of Tokyo Power Up lausnin.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑