Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Föstudaginn 7. mars, kl. 16, opnar myndasögusýning á verkum listakonunnar Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur. Lóa er þekkt fyrir að vera söngkona hljómsveitarinnar FM Belfast, en að auki er hún myndlistarkona, teiknari, myndskreytir og myndasöguhöfundur. Lóa lærði myndskreytingar í Parsons í New York. Hún hefur sent frá sér bókina Alhæft um þjóðir (2009) og birt myndasögur í ýmsum ritum, m.a. Grapevine, Mannlífi, ÓkeiPiss og Very Nice Comics. Hún teiknaði hluta teiknimyndaseríunnar Hulli, sem sýnd var á RÚV haustið 2013. Myndverk Lóu má skoða á Facebook síðu hennar. Á sýningunni, sem staðsett er á annarri hæð, í myndasögudeild aðalsafns Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15, má finna…

Lesa meira

Það er eflaust djörf ákvörðun að taka heim kvikmyndarinnar Inception og umbreyta honum í borðspil. Þessi „mind%$#&“ kvikmynd Christopher Nolan er ekkert lamb að leika sér við. Mörgum þótti söguþráðurinn ansi margslunginn og endirinn var mörgum hugleikinn. Nú hafa Bruno Gervasi og Reid Cuddy fjármagnað borðspilið Inceptor á Kickstarter og hafa fengið ríflega þá upphæð sem þeir stefndu að í upphafi. Það er því ljóst að borðspilið verður að veruleika. Þeir félagar fengu þó ekki beint leyfi frá Warner Brothers til þess að framleiða borðspilið en þeir sendu þó póst til lögfræðinga þar á bæ til þess að spyrja þá…

Lesa meira

Sigurvegari Game Creator 2014 var tilkynntur í dag í Háskólanum í Reykjavík. Alls bárust 11 leikir í keppnina og margar skemmtilegar hugmyndir eins og sést á myndbandinu hér fyrir ofan, en þar er sjást stutt sýnishorn úr leikjunum. Það var Indjánagil sem sigraði keppnina með leiknum sínum Skuggasveinn, en Indjánagil samanstendur af þeim Örvari Kárasyni og Sveinbirni Örvarssyni. Í verðlaun fá þeir félagar 140.000 kr. styrk frá Arion banka til að stofna nýtt leikjafyrirtæki, skrifstofupláss og aðstoð í boði Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Unity Pro áskriftir sem gilda í 12 mánuði, pláss á netþjóni í 12 mánuði hjá Basis og inngöngu í IGI. Dómnefndin veitti…

Lesa meira

Mín fyrstu kynni af Gran Turismo leikjaseríunni voru á gömlu góðu PlayStation leikjatölvunni en einn vinur minn átti annað hvort fyrsta eða annan leikinn. Grafíkin telst nú til dags ekkert til að hrópa húrra yfir en á þeim tíma fannst mér þetta líta ansi vel út og frekar raunverulegt. Því miður þá var það ekki nóg fyrir mig og hafði ég meira gaman af Need for Speed 2 eða Destruction Derby 2. Ég er mjög lítið fyrir bíla, sé þá bara sem tæki til að koma mér á milli staða og því veit ég lítið sem ekkert um bíla. Þannig…

Lesa meira

Á Háskóladeginum, 1. mars 2014, verður tilkynnt hver sigraði Game Creator leikjakeppnina í ár. Athöfnin hefst klukkan 14:00 í Háskólanum í Reykjavík, stofu V102. Við hvetjum alla áhugasama um íslenska leikjaiðnaðinn, og tölvuleiki yfir höfuð, til að mæta á svæðið! Leikirnir sem tóku þátt í keppninni verða kynntir og í framhaldinu verður sigurvegarinn kynntur. Sigurvegari Game Creator fær 140.000 kr. styrk frá Arion banka til að stofna nýtt leikjafyrirtæki, skrifstofupláss og aðstoð í boði Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Unity Pro áskriftir sem gilda í 12 mánuði, pláss á netþjóni í 12 mánuði hjá Basis og inngöngu í IGI. Viðburðurinn á Facebook …

Lesa meira

Föstudaginn 28. febrúar kl. 12:00 verður boðið upp á opinn hádegisfyrirlestur á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og Stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands í Öskju, stofu 132. Þar mun Haukur Arnþórsson, doktor í rafrænni stjórnsýslu, fjalla um upplýsingasamfélag framtíðarinnar. Á heimasíðu Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála Háskóla Íslands kemur fram: Fyrirlestur Hauks ber heitið „Upplýsingasamfélag framtíðar: tækifæri og hættur“. Í fyrirlestrinum er fjallað um hvernig upplýsingasamfélag framtíðarinnar gæti litið út, þar á meðal hvað einkennir opið upplýsingasamfélag og hvert við erum komin, en einnig um hættur netsins sem eru til dæmis aukið eftirlit með netheimum. Að lokum verða fyrirspurnir og…

Lesa meira

Á hinum árlega Háskóladegi, sem fer fram laugaraginn 1. mars 2014, kynna háskólar landsins námsframboð sitt. Auk þess verður hægt að spjalla við nemendur og kennara um allt sem viðkemur náminu. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Róbotar, loftbílar og sýndarheimar í HR Nemendur tölvunarfræðideild leggja fyrir verkefni úr Forritunarkeppni framhaldsskólanna, sýna verkefni í sýndarheimum og rannsóknir á tölvuleikjahönnun meðal annars. Nemendur tækni- og verkfræðideildar kynna loftbíla, róbota og þrívíddarprentun ásamt fleiru. Verkið Calmus Automata, sem er samstarfsverkefni HR og Listaháskóla Íslands, verður flutt en um er að ræða byltingarkennda nýjung í hugbúnaði sem semur og spilar tónlist á rauntíma með…

Lesa meira

Uppfært: Glöggir lesendur hafa bent á staðreyndarvillur í þessari mynd. Í fyrsta lagi var PlayStation ekki fyrsta leikjatölvan til að nota geisladiska, heldur var það Philips CD-i árið 1991. Auk þess var tæknin notuð í Sega CD, Atari Jaguar og Sega Saturn áður en PlayStation kom á markað árið 1994. Aðra villu má finna yfir mest seldu PS leikina, en í öðru sæti á að vera Final Fantasy VII en ekki Final Fantasy IV líkt og kemur fram á myndinni.

Lesa meira

Stonie er nýr Android þrautaleikur þar sem þú stjórnar lítilli grænni veru sem þarf að safna demöntum og finna leið sína framhjá steinum og sprengjum í átt að útgönguleið. Í Stonie eru 44 mis erfið borð og minnir leikurinn nokkuð mikið á gamla góða Boulder Dash og Rockford, en þeir eru meðal þeirra leikja sem Haraldur Þrastarson, höfundur leiksins, segist hafa sótt innblástur í. Haraldur, sem starfar sem bifvélavirki í dag, segist hafi byrjað að fikta við að búa til leiki og forrit frá því að hann fékk sína fyrstu Sinclair Spectrum tölvu. Hann hefur lengi haft mikinn áhuga á forritun og fór…

Lesa meira