Fréttir

Birt þann 27. febrúar, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Sigurvegari Game Creator krýndur á laugardaginn

Á Háskóladeginum, 1. mars 2014, verður tilkynnt hver sigraði Game Creator leikjakeppnina í ár. Athöfnin hefst klukkan 14:00 í Háskólanum í Reykjavík, stofu V102. Við hvetjum alla áhugasama um íslenska leikjaiðnaðinn, og tölvuleiki yfir höfuð, til að mæta á svæðið!

Leikirnir sem tóku þátt í keppninni verða kynntir og í framhaldinu verður sigurvegarinn kynntur. Sigurvegari Game Creator fær 140.000 kr. styrk frá Arion banka til að stofna nýtt leikjafyrirtæki, skrifstofupláss og aðstoð í boði Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Unity Pro áskriftir sem gilda í 12 mánuði, pláss á netþjóni í 12 mánuði hjá Basis og inngöngu í IGI.

Viðburðurinn á Facebook

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg:


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑