Fréttir

Birt þann 1. mars, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Sigurvegari Game Creator 2014

Sigurvegari Game Creator 2014 var tilkynntur í dag í Háskólanum í Reykjavík. Alls bárust 11 leikir í keppnina og margar skemmtilegar hugmyndir eins og sést á myndbandinu hér fyrir ofan, en þar er sjást stutt sýnishorn úr leikjunum.

Það var Indjánagil sem sigraði keppnina með leiknum sínum Skuggasveinn, en Indjánagil samanstendur af þeim Örvari Kárasyni og Sveinbirni Örvarssyni. Í verðlaun fá þeir félagar 140.000 kr. styrk frá Arion banka til að stofna nýtt leikjafyrirtæki, skrifstofupláss og aðstoð í boði Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Unity Pro áskriftir sem gilda í 12 mánuði, pláss á netþjóni í 12 mánuði hjá Basis og inngöngu í IGI. Dómnefndin veitti auk þess fjórum leikjum sérstaka viðurkenningu.

 

Sigurleikur Game Creator 2014: Skuggasveinn

Game Creator 14 - Skuggasveinn

 

2. sæti og viðurkenning fyrir borðahönnun (level design): P.I.L.L.

Game Creator 14 - PILL

 

Viðurkenning fyrir listræna nálgun (best art direction ): JuiceBall

Game Creator 14 - Juiceball

 

Viðurkenning fyrir frumlega spilaaðferð (most innovative game mechanic): Modulus

Game Creator 14 - Modulus

 

Viðurkenning fyrir teymisblástur (most inspiring team): Tom & Moonfury – Adventure Through Afterlife

Game Creator 14- Tom and Moon

 

Við óskum vinningshöfum til hamingju með árangurinn!

-BÞJ
Deila efni

Tögg:


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑