Nörd Norðursins ætlar að gefa fjórum heppnum miða á sérstaka forsýningu norsku zombímyndarinnar Dead Snow: Red vs. Dead! Hver miði gildir fyrir tvo. Til að taka þátt þarftu einfaldlega að segja hver er uppáhalds zombímyndin þín við þessa færslu hér eða á Facebook síðu Nörd Norðursins. Til gamans má geta var hluti af kvikmyndinni tekinn upp hér á landi síðastliðið sumar. Dregið verður úr pottinum miðvikudaginn 19. mars, en sýningin verður fimmtudagskvöldið 20. mars klukkan 22:20 í Smárabíói. Stikla úr Dead Snow: Red vs. Dead
Author: Nörd Norðursins
Ofurhetjur, bestuvinir, rjómi evrópskra verðlaunamynda, innlendar og erlendar stuttmyndir, slökkviliðið, Sveppi og Villi og allskyns sérviðburðir auk Camera Obscura sem hægt er að fræðast um og prófa í Bíó Paradís á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík! Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík er nú haldin í Bíó Paradís í annað sinn. Þetta er fyrsta hátíð sinnar tegundar á Íslandi en í fyrra tók Bíó Paradís á móti yfir 3000 börnum á hátíðina og ljóst er að með hátíðinni hafi verið fyllt upp í ákveðið tómarúm í barnamenningu landsmanna. Sýndar verða áhugaverðar myndir um allt milli himins og jarðar. Leiknar myndir, teiknimyndir, heimildamyndir og…
Fyrir stuttu kynntu Warner Bros. Interactive Entertainment að tölvuleikurinn Gauntlet kæmi út í sumar. Ekki er um að ræða endurútgáfu á hinum klassíska Gauntlet frá 1985, heldur endurgerða útgáfu af leiknum sem verður gefinn út á Steam fyrir PC ásamt stuðningi við SteamOS stýrikerfið sem mun keyra hinar nýju Steam Machine leikjatölvur. Gauntlet er sennilega hvað frægastur fyrir að hafa verið mjög vinsæll spilakassaleikur á miðjum níunda áratugnum, en hann var einnig gefinn út fyrir leikjatölvur og var meðal annars einn af fáu leikjum fyrir NES tölvuna sem leyfði fjórum spilurum að spila samtímis. Í leiknum gátu allt að fjórir…
Word Creativity Kit er nýtt forrit fyrir iPad frá íslenska fyrirtækinu Gebo Kano. Forritið er hannað af grunnskólakennara til að hvetja börn til að skapa og leika sér með orð á mismunandi vegu t.d. að skrifa örsögur og ljóð. Word Creativity Kit svipar til forritsins Segulljóð sem Gebo Kano gaf út árið 2012 og vakti mikla lukku og athygli. Word Creativity Kit er hinsvegar hugsað yfir yngri aldurshóp eins og má sjá á virkni og yfirbragði. Word Creativity Kit er með yfir 4500 ensk orð í öllum orðmyndum sem hjálpar börnum að læra enska málfræði og beygingar. Notandinn getur valið að…
Næstkomandi þriðjudagsmorgun, þann 18. mars, mun félagskapurinn Konur í tækni halda opinn morgunverðarfund í höfuðstöðvum CCP, Grandagarði 8, 4. hæð. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Boðið verður upp á morgunverð. Konur í tækni hefur það að markmiði að vekja áhuga á tæknigreinum og nýsköpun og efla stöðu kvenna í íslenskum tækniiðnaði. Skapa stærra og sterkara samfélag kvenna í tækni- og nýsköpunargeiranum, styrkja tengslanet þeirra og hvetja fleiri konur til að sækja sér starfsframa innan geirans. Félagið var stofnað síðasta haust og hefur haldið nokkrar samkomur. Á fundinum nú verður lögð áhersla á að kynna og fræðast um tölvuleikjagerð,…
Sunnudagurinn 16. mars er lokadagur New Eden Open II mótsins í EVE Online. Að því tilefni ætlar CCP að bjóða áhugasömum að fylgjast með úrslitunum í beinni í höfuðstöðvum CCP, Grandagarði 8 í Reykjavík. Þrjú efstu sætin á mótinu hljóta peningaverðlaun og í aðalverðlaun eru heilir $12.000 (sem gera rétt yfir 1,3 milljónir íslenskra króna miðað við núverandi gengi). Ekki er langt síðan að Riot Games stóð fyrir svipaðri uppákomu á Hressó þar sem gríðarlega skemmtileg stemning myndaðist meðal íslenskra LoL spilara. Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig hér þar sem aðeins 100 miðar eru í boði. CCP mun…
Ragnar Trausti, kvikmyndagagnrýnandi með meiru hjá Nörd Norðursins, heimsótti Frosta og Mána í morgunþættinum Harmageddon og fjallaði um hryllingsmyndina Dark Touch. Hægt er að nálgast upptöku af umfjöllunin hér á Visir.is og gagnrýnina er hægt að lesa hér á heimasíðunni okkar. – Mynd: X-ið 97.7
Aðdáendur heilabrota ættu að leggja við hlustir því í dag gaf íslenska hugbúnaðarhúsið Gebo Kano út nýjan og einstakan heilabrotsleik fyrir iPad, iPhone og iPod Touch. IKUE er skemmtilegur og krefjandi formþrautaleikur fyrir fólk sem vill nota heilann meðan það leikur sér. Leikurinn er alvöru heilaleikfimi sem þjálfar rýmisgreind og lausnahugsun. Þrautirnar er í anda hinnar aldagömlu kínversku Tangram þrautar en með einstökum formum úr hugarheimi Kristjáns Sætran Bjarnasonar sem hannaði leikinn fyrst sem borðspil. Útlit leiksins og yfirbragð er róandi og fallegt og hefur fengið mikið lof frá bæði prófurum og erlendum leikjaútgefendum og gagnrýnendum sem voru spenntir fyrir…
Áður en þú gerir þér ferð til að sjá Dark Touch þarftu að átta þig á því að þetta er ekki hefðbundin hryllingsmynd. Það er kannski ekki að undra því myndin er samvinnuverkefni nokkurra Evrópulanda, meðal annars Íra og Svía. Leikstjóri myndarinnar Marina De Van er til að mynda fædd og uppalin í Frakklandi og því er umgjörð myndarinnar ansi alþjóðleg eins og gengur og gerist með evrópskar myndir. Það kemur því ekki á óvart að efnistökin og stíll myndarinnar sé annar en áhorfendur eiga að venjast frá bandarískum hryllingsmyndum. Söguþráður myndarinnar er undir áhrifum kvikmynda á borð við Carrie…
Íslenskir kvikmyndagerðarmenn virðast hafa forðast hryllingsmyndagreinina í gegnum tíðina. Þó eigum við ekki langt að sækja efniviðinn; bæði eru þjóðsögurnar stútfullar af hryllingssögum en einnig hafa íslenskir rithöfundar sýnt hryllingnum áhuga. En nú verður breyting á, því hryllingsmyndin Grafir og bein verður frumsýnd í júní á þessu ári og af því tilefni settist ég niður með leikstjóra myndarinnar Antoni Sigurðssyni. Með leikstjórann í blóðinu Anton sem er 26 ára segir að hann hafi alltaf haft mikinn áhuga á kvikmyndum og gekk með þá bakteríu í maganum að vilja verða leikari. Þegar hann varð 15 ára þá dvínaði leiklistaráhuginn og leikstjórahlutverkið…