Íslenskt

Birt þann 17. mars, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Skapað með orðum – Nýtt enskt orðaforrit fyrir iPad frá íslensku hugbúnaðarhúsi

Word Creativity Kit er nýtt forrit fyrir iPad frá íslenska fyrirtækinu Gebo Kano. Forritið er hannað af grunnskólakennara til að hvetja börn til að skapa og leika sér með orð á mismunandi vegu t.d. að skrifa örsögur og ljóð. Word Creativity Kit svipar til forritsins Segulljóð sem Gebo Kano gaf út árið 2012 og vakti mikla lukku og athygli. Word Creativity Kit er hinsvegar hugsað yfir yngri aldurshóp eins og má sjá á virkni og yfirbragði.

Word Creativity Kit er með yfir 4500 ensk orð í öllum orðmyndum sem hjálpar börnum að læra enska málfræði og beygingar. Notandinn getur valið að fá orð úr sjö mismunandi orðaþemum s.s. ævintýri, vísindi eða náttúra. Við það birtast orð af handahófi úr völdum flokkum og notandi nýtir þau í verkið sitt. Hægt er að bæta við eigin orðum, eyða burt þeim orðum sem henta ekki og skreyta verkið með mismunandi bakgrunnum og límmiðum. Einnig er hægt að breyta um leturgerð, bakgrunnslit, lit á seglum og letri. Hægt er að stækka og minnka stök orð með því að nota tvo fingur og teygja segulinn.

Verkin eru vistuð í bókum sem notendur geta gefið nafn og valið útlit á. Hver fjölskyldumeðlimur getur þannig átt sína eigin bók til að geyma verkin sín í.

Word Creativity Kit nýtist jafnt enskumælandi sem og þeim sem eru að læra ensku sem annað tungumál.

Word Creativity Kit í íslensku App Store

Word Creativity Kit

Íslensk útgáfa væntanleg

Von er á íslenskri útgáfu af forritinu innan tíðar. Í þeirri útgáfu verða ekki aðeins þúsundir íslenskra orða heldur einnig verkefnasmiður þar sem kennarar útbúið eigin orðabanka til að láta nemendur vinna með.

 

-Fréttatilkynning frá Gebo Kano
Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑