Fullorðins frásögn af fólki með ofurkrafta virðist vera seinþróuð hugmynd. Fyrstu myndirnar sem við fengum af þessari tegund kvikmynda voru flestallar þræl-þunnar og virtustu hálf kjánalegar sem bíómyndir. Hver man ekki eftir Daredevil, og asnalega tölvuteiknaða endabardaganum sem átti sér stað af einhverjum ástæðum á orgel pípum í kirkju. Eða báðum Fantastic 4 myndunum, sem höfðu þann eina kost að hafa valið Chris Evans til að leika Johnny Storm. Ég sjálfur varð aldrei aðdáandi Spider-Man myndanna hans Sam Raimi, samræðurnar voru margar hverjar alveg einstaklega kjánahrollsvekjandi, og versti kvenkarakter seinni tíma var í formi Mary Jane Watson (Kirsten Dunst), sem…
Author: Nörd Norðursins
<< Fyrri myndasaga | Skoða yfirlit | Næsta myndasaga >>
Við mannverur erum ekkert án heildar. Í okkur er oftast tómarúm sem við leitumst eftir að fylla. Það er merkilega sterkt þema í sci-fi myndum, þ.e. einmannaleiki eða skortur á innihaldi. Ridley Scott reið á vaðið árið 1982 með Blade Runner, og bjó til munstur sem að heil kynslóð af kvikmyndagerðarmönnum fer mikið eftir. Í þeirri mynd var Deckard, sem hann Harrison Ford lék, einsamall maður með starf sem þurfti að sinna. Í atburðarrás myndarinnar náði hann að tengjast annari mannveru (sem reyndist raunar vera vélmenni) og fann sér innihald sem honum fannst varið í að láta fylla upp í…
Eitt er víst, öskrið er almennilegt. Ég sjálfur fæddist árið 1983. Fólk á mínum aldri kynntist aldrei neinni Godzilla menningu eða þess háttar, enda konungur skrímslanna aldrei verið það frægur á klakanum. Þannig að þegar Roland Emmerich kom með sína útgáfu af Gojira árið 1998, var það í raun í fyrsta sinn sem ég hafði séð eitthvað Godzilla tengt. Þetta leit allt vel út á pappír, Emmerich var nú einu sinni maðurinn sem hafði fullmótað sumar stórmynda formúlur með Independence Day árið 1996 (Jurassic Park var svo til fyrsta stórmyndin sem sýndi var um sumar sem sýndi fram á einhvern…
Í gegnum árin eru alltaf mjög svipaðir tölvuleikir sem kitla í fingurgómana og kveikja í ævintýraþrá. Oftar en ekki eru svipaðir leikir sem verða fyrir valinu, hvort sem það eru hinir endalausu skot- og íþróttaleikir eða uppfærslur sem eiga að gera spilun leiks aðeins betri í dag en í gær. Einnig er fólk að verða kröfuharðara á tölvuleiki og hvað það vill fá út úr spiluninni. Betri gæði, góðann söguþráð, skemmtilega spilun. Listinn er óendanlegur! Kröfurnar eru stundum frekar kjánalegar og ósanngjarnar, en auðvitað hafa allir rétt á sinni skoðun og fá að deila henni með öðrum á Veraldarvefnum. Í…
<< Fyrri myndasaga | Skoða yfirlit | Næsta myndasaga >>
Í Hearthstone geta spilarar keypt sér spilapakka bæði með leikjapeningum og raunverulegum peningum. Stærsti pakkinn kostar 49,99 Bandaríkjadali og inniheldur hvorki meira né minna en 40 spilapakka, en hver spilapakki inniheldur fimm spil og því samtals 200 spil í boði. En hverskonar spil fær maður í 40 spilapökkum? Steve og Jason hjá Kotaku komust að því með því hreinlega að kaupa pakkana og opna þá. -BÞJ
Interstellar Væntanleg í bíó í nóvember 2014 Dawn of the Planet of the Apes Væntanleg í bíó í júlí 2014 MALEFICENT Væntanleg í bíó í maí 2014 The Flash Þættirnir hefja göngu sína á sjónvarpsstöðinni CW í haust. STREET FIGHTER: Assassin’s Fist Vefsería sem hefst 23. maí 2014 Constantine Þættirnir verða sýndir haustið 2014 á NBC sjónvarpsstöðinni GOTHAM Þættirnir verða sýndir á FOX sjónvarpsstöðinni í haust
Sækja MP3 skrá Skúli og Þrándur fara yfir helstu fréttir nördaheimsins í hverri viku. Ásamt því að ræða ýmis málefni og tala ýtarlega um tölvuleiki, myndasögur og fleira. Fólk má búast við sönnu íslensku gríni og glensi og bara almennri skemmtun. Hail Hydra. Þema 3. þáttar er: költ myndasögur. Skoða fleiri hlaðvörp
Þegar ég setti Child of Light í gang í tölvunni í fyrsta skipti vissi ég ekkert um þennan leik. Þegar ég byrjaði að spila leikinn hélt ég að þetta yrði bara venjulegur tvívíddar indí leikur. Child of Light fjallar um prinsessuna Aurora sem lendir í dái og vaknar í heiminum Lemuria. Til að komast aftur heim þarf Aurora að endurheimta sól, tungl og stjörnur Lemuria sem að svarta drottningin Umbra hefur rænt. Leikurinn er mjög fallegur og er umhverfið, bakgrunnurinn og karakterarnir mjög fallegir. Heimurinn, útlitið og fílingurinn yfir öllum leiknum minnir á hinar klassísku ævintýrasögur. Það er mjög gaman…