Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Steinar Logi Sigurðsson skrifar: Interstellar er nýjasta afurð Christopher Nolan sem er maðurinn bakvið t.d. Dark Knight myndirnar og Inception fyrir þá fáu sem ekki vita. Hann er líka þekktur fyrir að halda mikilli leynd yfir myndum sínum fram að frumsýningu og ég ætla að gera slíkt hið sama. Örstutt samt um söguþráðinn; jörðin er illa sett og mannkynið nálgast útrýmingu ef eitthvað er ekki gert. Það fellur í hlut Cooper (Matthew McConaughey) ásamt föruneyti að kanna möguleikann á öðrum byggjanlegum plánetum. Interstellar er vísindaskáldsögumynd af bestu gerð. Fyrri helmingur myndarinnar tekur sinn tíma til að kynna persónur og heiminn…

Lesa meira

Uppfært 14.11.2014 kl. 13:58 Norræni leikjadagurinn (Nordic Game Day) verður haldinn hátíðlegur á bókasöfnum á Norðurlöndum laugardaginn 15. nóvember. Borgarbókasafnið tekur í fyrsta sinn þátt og verður hægt að spila alls konar spil á aðalsafni, Kringlusafni, Gerðubergssafni og Sólheimasafni. Einnig geta gestir tekið þátt í ratleik og spilað á móti öðrum norrænum keppendum í tölvuleiknum Icycle. Í fréttatilkynningu kemur fram að yfir 140 bókasöfn á Norðurlöndum taka þátt í Norræna leikjadeginum. „Með leikjadegi ársins í ár verður Norræni leikjadagurinn að hefð, og það gleður mig mjög. Þetta er norræn hefð sem Norræna leikjastofnunin styður með ánægju. Leikjadagurinn staðfestir að tölvuleikir eru menningarbær…

Lesa meira

Piktochart leyfir notendum, sem hafa ekki mikla kunnáttu í grafískri hönnun, að búa til sína eigin hönnun á einfaldan og faglegan hátt. Einn af styrkleikjum forritsins er að það birtir gögnin á HTML, sem auðveldar notendum að birta efni sitt á heimasíðum. Bæði með því að deila efni og tengja við síðuna sjálfa. Um er að ræða fjölbreytt forrit með mörgum möguleikum. Forritið er ókeypis en hægt er að kaupa áskrift, sem opnar fyrir fleiri valmöguleika. Hugmyndfræði Creative Commons er að búa til svæði sem fólk getur deilt sínu efni og notað efni frá öðrum. Með þessu er reynt að…

Lesa meira

Föstudaginn 7. nóvember opnuðu systurnar Elísabet Rún og Elín Edda myndasögusýningu í aðalsafni Borgarbókasafns Reykjavíkur. Á sýningunni er fyrsta myndasaga þeirra í fullri lengd, Plantan á ganginum. Elísabet Rún stundar nám í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Elín Edda er á lokaári sínu á eðlisfræðibraut við Menntaskólann í Reykjavík. Samhliða því hefur hún sótt námskeið í Myndlistaskólanum í Reykjavík og stefnir á nám í listum. Þessa dagana vinnur hún að nýrri grafískri skáldsögu. Þær höfðu báðar fengist við myndasögugerð í langan tíma áður en þær ákváðu að vinna saman að gerð Plöntunnar á ganginum. Plantan á ganginum birtist upphaflega sem vefmyndasaga…

Lesa meira

Á einu ári hefur Haraldur Þrastarson gefið út sex ókeypis smáleiki fyrir Android snjalltæki. Fyrsti leikurinn kom út fyrir u.þ.b. ári síðan á Google Play og heitir Stonie. Stonie er þrautaleikur þar sem spilarinn stjórnar lítilli grænni veru sem þarf að safna demöntum og finna leið sína framhjá steinum og sprengjum í átt að útgönguleið, en nánar er hægt að lesa um leikinn hér á síðunni okkar. Nýjasti leikur Haralds, Run Chicken Run, kom út í lok september síðastliðnum. Í þeim hopp- og skoppleik fer spilarinn í hlutverk hænu sem safnar eggjum og þarf aðstoð við að forðast allar hættur.…

Lesa meira

Eftir gott sumarfrí snúa þeir Ólafur og Sverrir aftur með tölvuleikjaþáttinn GameTíví. Undanfarin ár hefur þátturinn flakkað á milli stöðva og heldur sú rússíbanaferð áfram þetta árið. Seinast voru þeir leikjabræður á Stöð 3 en nú verða þættirnir með breyttu sniði á Vísir.is – en þar hafa áhorfendur lengi getað nálgast eldri upptökur af þáttunum. Í stað hins hefðbundna hálftíma þáttar verður GameTíví núna með stutt vikuleg innslög á Vísi. Flestir leikjaáhugamenn á Íslandi þekkja þættina vel en í þeim fjallar Ólafur, leikjagúrú hjá Senu, og Sverrir, söngvari með meiru, um allt milli himins og jarðar sem tengist tölvuleikjum. …

Lesa meira

Í tilefni þess að Allraheilagramessa er gengin í garð setti ég saman lista af nokkrum hrollvekjandi bókum fyrir yngri kynslóðina. Listinn er ekki settur upp í neinni sérstakri röð. 1. Kóralína e. Neil Gaiman (2004) Kóralína er fyrsta bókin sem hinn þekkti höfundur Neil Gaiman skrifar fyrir börn. Kóralína er nýflutt með foreldrum sínum í íbúð sem hefur tuttugu og níu glugga og fjórtán dyr. Að þessu kemst Kóralína þegar hellirignir og hún getur ekki verið úti. Þrettán dyranna er hægt að ganga í gegnum en þær fjórtándu opnast að hlöðnum vegg. Einu sinni þegar Kóralínu leiðist opnar hún…

Lesa meira