Tækni

Birt þann 12. nóvember, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Frí uppfærsla fyrir námið

Piktochart leyfir notendum, sem hafa ekki mikla kunnáttu í grafískri hönnun, að búa til sína eigin hönnun á einfaldan og faglegan hátt. Einn af styrkleikjum forritsins er að það birtir gögnin á HTML, sem auðveldar notendum að birta efni sitt á heimasíðum. Bæði með því að deila efni og tengja við síðuna sjálfa. Um er að ræða fjölbreytt forrit með mörgum möguleikum. Forritið er ókeypis en hægt er að kaupa áskrift, sem opnar fyrir fleiri valmöguleika.

creative_commons

Hugmyndfræði Creative Commons er að búa til svæði sem fólk getur deilt sínu efni og notað efni frá öðrum. Með þessu er reynt að einfalda ferlið um höfundarréttar lög, hins vegar kemur þetta ekki í staðin fyrir upphafleg lög um höfundarrétt. CC einfaldar ferlið fyrir einstaklinga, sem þurfa ekki að semja sérstaklega um sitt efni. Samtökin eru ekki rekin í ágóðaskyni og það getur hver sem er notað þessa þjónustu.

TimelineJS

Timeline JS leyfir fólki að búa til gagnvirka tímalínu, bæði með því að nota Google töflureikni (e. Spreadsheet) og JSON. Forritið getur dregið upplýsingar frá ýmsum miðlum og heimasíðum, Twitter, Flickr, Google Maps, YouTube, Vimeo, Vine, Dailymotion, Wikipedia, SoundCloud ofl., sem hægt er að setja inn í tímalínuna.

Infogr-am

Infogr.am er forrit sem setur upp gröf á einfaldan og sjónrænan hátt, hentar vel fyrir fyrirlestra og til að kynna flókið efni á einfaldan hátt. Hugmyndin er að örva hugsun með því að notast við sjónræna uppsetningu og þannig fá meira úr gögnunum.

StoryMapsJS

StoryMaps JS gerir notendum kleift að setja upp sögu og tengja hana við landakort. Forritið er mjög hentugt fyrir fjölmiðla til að segja frá atburðum á sjónrænan hátt. Þannig er hægt að leiða lesendur í gegnum sögu með hefðbundnum upplýsingum en auk þess haft ljósmyndir, myndbönd og aðrar upplýsingar af netinu.

ThinkLink

ThingLink er forrit sem leyfir notendum að búa til gagnvirkar myndir og myndbönd fyrir Veraldarvefinn, samskiptamiðla, auglýsingar og kennslu. Hér er hægt að setja upp námsefni og rannsóknir á mjög lifandi hátt og segja frá á mjög myndrænan hátt.

Datawrapper

Í Datawrapper er hægt að búa til gröf, skífurit og súlurit á fljótlegan og einfaldan hátt. Forritið setur upp gröf á frekar einfaldan hátt, sem er ekki mikið fyrir augað. En það skilar þó frá sér góðum gögnum og er forritað í PHP.

 

 

Höfundur er Helgi Freyr Hafþórsson,
fastur penni á Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑