The Order 1886 hefur verið umtalaður síðustu daga og vikur en ekki á góðan máta. Helsta gagnrýnin hefur verið lengdin; sumum hefur tekist að klára hann á fimm tímum en sjálfur var ég að nálgast tíu tímana. Meðallengdin er líklega einhvers staðar þar á milli vegna þeirrar áráttu minnar að kíkja í öll skúmaskot og skoða alla ganga. Lengdin er hins vegar bara ein mælistika af mörgum og hver og einn þarf að gera upp við sjálfan sig hversu mikilvægur þáttur hún er. Það er alveg eins slæmt að teygja lopann eða láta spilarann endurtaka sama hlutinn aftur og aftur…
Author: Nörd Norðursins
Þriðja Íslandsmeistaramótið í tölvuleik sem var gefinn út fyrir árið 1990 verður haldið á Fredda, laugardaginn 7. mars Fyrr á árinu hélt Freddi Íslandsmeistaramót í Donkey Kong, í síðasta mánuði var Íslandsmeistaramót í Tetris á Lebowski og nú er röðin komin að tölvuleiknum Pac-Man! Waka waka waka! Mótið hefst kl. 16:00 laugardaginn 7. mars á Fredda, Ingólfsstræti 2a. Skráning fer fram á Fredda og á Facebook-síðu Fredda og er þáttökugjaldið 500 krónur. Skoða viðburðinn á Facebook Pac-Man fróðleikur Höfundur er Bjarki Þór Jónsson, ritstjóri
Sigurvegarar Game Creator 2015 voru tilkynntir um helgina í Háskólanum í Reykjavík. Yfir 60 manns tóku þátt í fjórum vinnustofum sem IGI bauð upp á á keppnistímabilinu. Vinnustofur og fyrirlestrar tengdir Game Creator eru aðgengilegir á YouTube rás IGI. Leikirnir sem tóku þátt í Game Creator 2015 voru: Tiny Knight frá Demon Lab [sýnishorn á YT] Timestopper frá CodeBros King Mango frá MPW Studio [sýnishorn á YT] Video Games Are Hard frá Making Play [heimasíða VGAH] Nega-Blast frá Cosmosis Swap frá FlowerPower [sýnishorn á YT] Polymorph frá Daz Team [sýnishorn á YT] Birth of a Star Empire frá Drifting Mind Studio BlockBuster frá Dead End Games Fungi Forest frá…
Aaru’s Awakening frá íslenska leikjafyrirtækinu Lumenox birtist skyndilega á bresku PSN versluninni í dag. Þar kemur fram að leikurinn kosti 9,99 pund, eða um 2.000 íslenskar krónur. Leikurinn er aftur á móti EKKI kominn á PSN að sögn Jóhanns Inga hjá Lumenox. Í seinustu viku sendi Lumenox frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kom að leikurinn þeirra væri væntanlegur á Steam þann 24. febrúar næstkomandi, en útgáfudagur fyrir PlayStation yrði tilkynntur síðar. Það má því segja að PlayStation útgáfan hafi birst eins og elding úr heiðskíru lofti þegar leikurinn fannst skyndilega á PSN versluninni í dag. Fyrirtækið auglýsti ekki PlayStation…
Tölvuleikurinn Aaru’s Awakening frá íslenska leikjafyrirtækinu Lumenox Games er væntanlegur á Steam leikjaverslunina 24. febrúar næstkomandi. Leikurinn mun virka á Windows, Mac og Linux. Leikurinn verður á 15% afslætti fyrstu vikuna á Steam. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Aaru’s Awakening er hraðskreiður 2D hasar- og þrautaleikur í handgerðum liststíl sem hefur verið í þróun síðan 2012. Upphaflega stóð til að leikurinn kæmi út árið 2013 en útgáfudegi hefur verið frestað nokkrum sinnum síðan þá. Líkt og við greindum frá í fyrra þá er leikurinn væntanlegur á PlayStation 3 og PlayStation 4 leikjatölvurnar – enginn útgáfudagur er þó kominn…
Kveikjarinn er forrit til að þjálfa sköpun í formi skapandi skrifa og ritlistar. Kveikjarinn hentar fólki á öllum aldri sem langar að æfa sig í ritlist og virkja sköpunarhæfileika sína. Kveikjarinn er einnig gagnlegt forrit í hefðbundnu skólastarfi en sköpun hefur verið skilgreind sem einn af sex grunnþáttum menntunar. Æfingarnar í Kveikjaranum er fjölbreytilegar og oft mog frumlegar. T.d. gætirðu átt að skrifa lýsingu á íþróttaleik í augum geimveru eða skrifa ástarsögu þar sem aðalsögupersónan er trúður sem drekkur mjög mikið kaffi. Markmið Kveikjarans er að hjálpa notanda að þroska sköpunargáfu, tjáningarmáta og sjálfsvitund sína og þjálfast í: skapandi skrifum, að byggja upp…
EVE Online tölvuleikur CCP hefur verið tilnefndur til BAFTA verðlauna. Leikurinn er tilnefndur í flokkinum Best Persistent Game in 2015, sem þýða mætti sem besti leikurinn í flokki viðvarandi eða varanlegra leikja á árinu 2015. EVE Online fagnar 12 ára afmæli sínu í ár, en hann kom út í maí 2013. Það er ljóst að samkeppnin um sjálf verðlaunin er hörð, enda nokkrir af stærstu tölvuleikjum heims tilnefndir í umræddum flokki. Má þar nefna World of Warcraft, World of Tanks og League of Legends. BAFTA verðlaunin í tölvuleikjum, eða Britist Academy Video Games Awards, verða afhent þann 12. mars í London. Verðlaununum…
UTmessan, einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum, verður haldin í fimmta sinn dagana 6. og 7. febrúar í Hörpu. Tilgangur UTmessunnar er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikill þessi grein er orðin hér á landi en þar mæta mörg helstu og stærstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins, sem og erlendir gestir, og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst. Snjallhlutavæðing, Internetið alls staðar (IoE), samtenging snjallhluta (IoT), drónar, gagnaver, aðgangur erlendra aðila að gögnum, þrívíddarprentun, hönnunarkeppni, forritun barna, tölvuský, sýndarveruleiki, gervigreind, tölvutætingi og ótal margt…
Í kvöld, miðvikudaginn 4. febrúar, kl. 20:00 verður sovésk stemning á LebowskiBar þar sem Íslandsmeistaramótið í Tetris fer fram. Tetris er einn vinsælsti þrautaleikur allra tíma og náði Game Boy útgáfa leiksins miklum vinsældum í kringum 1989-1990. Leikurinn lifir enn góðu lífi víðsvegar í tölvuheimum, m.a. á Facebook og PlayStation 4. Skráning fer fram á LebowskiBar og í síma: 552-2300. Það kostar 1.000 kr. að taka þátt og komast aðeins 32 keppendur að. Nánari upplýsingar má finna hér á Facebook. Höfundur er Bjarki Þór Jónsson, ritstjóri
inFAMOUS: First Light er baksaga Abigail Walker sem er persóna í inFAMOUS: Second Son. Hægt er að kaupa hann sem niðurhal eða á diski og hægt er að spila leikinn án þess að eiga Second Son. Leikurinn er eingöngu fáanlegur á PlayStation 4. Sagan gerist fyrir atburði fyrri leiksins og flakkar hún fram og til baka í tíma. Abigail, eða Fetch eins og hún er kölluð, er í haldi yfirvalda vegna þess að hún er með óvenjulega krafta. Hún segir sögu sína hvernig hún var handsömuð ásamt því að sýna krafta sína í lokuðum risastórum sal með óvinum sem eru…