Íslenskt

Birt þann 16. mars, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Svarthöfði og liðsmenn sameinast! – 501st Legion kynning í Nexus 19. mars

Meðlimir 501st verða með kynningu á starfsemi sinni fimmtudaginn 19. mars kl. 18:00 í Nexus. 501st eru alþjóðleg búningasamtök og geta aðeins þeir sem eiga Star Wars búning illmenna úr myndunum frægu gerst meðlimir í samtökunum. Star Wars búningar verða á staðnum og geta áhugasamir fengið ítarlegar upplýsingar um hvernig búningarnir voru búnir til eða hvar þeir voru fengnir.

Íslandsdeild 501st var stofnuð árið 2003 samkvæmt Facebook-síðu samtakanna sem samanstendur af tveimur meðlimum og fjölda stuðningsmanna. Þrátt fyrir ógnvekjandi búninga eru meðlimir samtakanna með stór og góð hjörtu en meðlimir deildarinnar kíktu meðal annars í heimsókn á Barnaspítala Hringsins árið 2014 og gaf leikföng í boði Nexus til spítalans.

Kynningin fer fram í spilasal Nexus.

Skoða viðburð á Facebook

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri

 

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑