Eftirtaldir leikir eru tilnefndir til Nordic Game Awards 2015 og verða úrslit kynnt á Nordic Game Conference sem fer fram í Malmö, Svíþjóð dagana 20.-22. maí 2015. Í fyrra var Resogun valinn leikur ársins og Year Walk var valinn besti handheldi leikurinn. Hvaða leikir munu hreppa verðlaunin í ár? Besti norræni leikurinn Among the Sleep frá Krillbite Studio (Noregur) Dreamfall Chapters: Book One frá Red Thread Games (Noregur) Kalimba frá Press Play (Danmörk) Leo’s Fortune frá 1337 and Senri LLC (Svíþjóð) Max: The Curse of Brotherhood frá Press Play (Danmörk) Shadow Puppeteer frá Sarepta (Noregur) The Silent Age: Episode…
Author: Nörd Norðursins
Leikjanördinn er búinn að nota mest af frítíma sínum í Bloodborne síðustu vikur en nú er kominn tíma til að pakka saman og kveðja Yharnam. Fólkið þarna var vingjarnlegt og þetta er fallegur og bjartur bær en samgöngur á milli staða voru of hægar. Ég mun eflaust snúa til baka seinna og endurnýja kynni mín við Aríönnu og Iosefku. En í alvöru talað þá er Bloodborne hreint frábær leikur og ég hlakka mikið til að spila hann aftur seinna, sérstaklega þegar þeir gefa út viðbót við leikinn (á eftir að klára hann tvisvar og sigra Drottninguna í Chalice Dungeons fyrir…
Dagana 28.-29. apríl næstkomandi fer fram ný, alþjóðleg ráðstefna í leikjaiðnaði og sýndarveruleika á Íslandi, Slush PLAY. Ráðstefnan er haldin undir merkjum og í samstarfi við Slush í Finnlandi, eina stærstu tækniráðstefnu Evrópu en að skipulagningu komum við hjá Klak Innovit, nokkrir lykilaðilar í íslensku leikjasenunni og Nordic Game Institute. Áhersla Slush PLAY er að tengja norræn leikjafyrirtæki og alþjóðlega fjárfesta og bransatengda aðila. Fjárfestar fá tækifæri til þess að bóka einkafundi með sprotafyrirtækjum fyrir viðburðinn og 10 flottustu leikjafyrirtækin á Norðurlöndunum kynna sig í pitch keppni. Dagskráin er metnaðarfull og kemur inn á helstu þætti ört vaxandi leikjaiðnaðar m.a.…
Freddi heldur áfram að gera góða hluti með því að blása nýju lífi í gömlu góðu spilakassana. Freddi hefur m.a. haldið Íslandsmeistaramót í Pac-Man og Donkey Kong. Næst komandi fimmtudaginn, 16. apríl, er röðin komin að hinum epíska Addams Family pinball-kassa frá árinu 1992. Vinnigshafi mótsins fær 15.000 kr. í klinki. Í aukaverðlaun eru afnot af PlayStation eða Nintendo herberinu á Fredda sem rúmar allt að fjóra spilara. Það kostar listar 500 kr. að taka þátt og fær hver þáttakandi þrjár kúlur. Skráning fer fram á Fredda í Ingólfsstræti og netfanginu freddi@freddi.is. Skoða viðburðinn á Facebook
Laugardaginn 11. apríl næstkomandi verður haldið upp á Alþjóðlega spiladaginn (International TableTop Day) víða um heim. Á þessum degi eru spilarar hvattir til að hittast og spila saman, og með þeim hætti efla spilamenninguna. Það má nefninlega ekki gleyma því að spil eru ekki bara skemmtileg, heldur líka tilvalin leið til að verja meiri tíma með vinum og styrkja tengslin – og auðvitað hafa gaman líka! Will Wheaton kynnir Alþjóðlega spiladaginn 2015 https://youtu.be/d8BUufzWHvc Tvær helstu spilabúðir landsins, Nexus og Spilavinir, ætla að halda upp á daginn hér á landi. Vínsmakkurinn hvetur gesti til að mæta með sín eigin…
Hinn hraði handteiknaði 2D ævintýra- og þrautaleikur, Aaru’s Awakening, frá íslenska leikjafyrirtækinu Lumenox Games er væntanlegur á PSN verslunina fyrir PS3 og PS4 þriðjudaginn 7. apríl næstkomandi. Leikurinn hefur verið í þróun frá árinu 2012 og var gefinn út í gegnum Steam (PC) síðastliðinn febrúar og birtist fyrir mistök á PSN fljótlega þar á eftir. Ekki nóg með það, heldur verður leikurinn ókeypis fyrir PS+ áskrifendur í apríl ásamt leiknum Tower of Guns (PS4, PS3), Never Alone (PS4), Dishonored (PS3), Killzone Mercenary (PS Vita) og MonsterBag (PS Vita). Leiknum er lýst á eftirfarandi hátt á PlayStation blogginu: What started as…
Núna er undirritaður búinn að spila Bloodborne í um 10 tíma og því ekki úr vegi að hræra saman nokkrum orðum eins og hughrif. Hugur minn er sannarlega hrifinn enda ekki við öðru að búast af gömlum Dark Souls spilara, en það þýðir ekki að það sé ekki hægt að finna eitthvað til að tuða yfir. Það fyrsta sem ég þurfti að gera var að gleyma öllu sem ég hafði lært af öðrum leikjum sem er það sama og gildir um DS leikina (héreftir nota ég DS sem samnefnara fyrir Demon’s Souls og Dark Souls 1 og 2). Sem dæmi …
Þennan mánuð hef ég líklega spilað Yakuza 4 mest sem er sá nýjasti í seríu um japanska gangstera. Ég hef ekki spilað fyrri leikina en fannst þessi fínasta skemmtun en um leið hataði ég hann stundum eins og er mín von og vísa með japanska RPG leiki eða JRPG. Reyndar hata ég þá bara eftir á þegar ég geri mér grein fyrir að leikurinn lét mig eyða of miklum tíma í aukahluti sem ég bara varð að klára. Nú á ég bara eftir að klára hann á erfiðasta styrkleika og þá er platínum trophy kominn og OCD skrímslið í mér…
Isolation Game Jam verður haldið í annað sinn dagana 28. maí til 1. júní næst komandi á sveitabænum Kollafossi. Sveitabærinn er staðsettur lengst inn í Vesturárdal, rúmlega 30 kílómetra frá Hvammstanga en það tekur Reykjvíking góða þrjá tíma að keyra þangað. Á þessari einangruðu, en fallegu, sveit er lítið sem ekkert GSM- eða netsamband. En hvað Game Jam? Í stuttu máli er Game Jam viðburður þar sem hópur fólks safnast saman í þeim tilgangi að búa til leiki. Stundum er eingöngu átt við ákveðnar gerðir af leikjum, eins og t.d. tölvuleiki, en á Isolation Game Jam skiptir ekki máli hvers konar leiki þátttakenndur búa…
Hið níunda Big Lebowski Fest fram fer í Keiluhöllinni Egilshöll, laugardagskvöldið 28. mars næstkomandi kl. 20. Á festinu hittast aðdáendur Big Lebowski og keppa í spurningakeppni, keilu, búningakeppni, og síðast en ekki síst; horfa er á myndina. Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu 5 sætin í búningakeppni, fyrstu 3 sætin í spurningakeppni, fyrstu 3 sætin í keilu, ásamt sérstökum heiðursverðlaunum. Miðaverð er 3.500 kr. Innifalið í miðaverðinu er þáttaka í hátíðinni, keila, Lebowski Dude bolur og einn White Russian. Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér á Facebook. https://youtu.be/oHr4AIiHVyY Höfundur er Bjarki Þór Jónsson, ritstjóri