Fréttir

Birt þann 21. apríl, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Slush PLAY – alþjóðleg ráðstefna í leikjaiðnaði og sýndarveruleika haldin á Íslandi

Dagana 28.-29. apríl næstkomandi fer fram ný, alþjóðleg ráðstefna í leikjaiðnaði og sýndarveruleika á Íslandi, Slush PLAY. Ráðstefnan er haldin undir merkjum og í samstarfi við Slush í Finnlandi, eina stærstu tækniráðstefnu Evrópu en að skipulagningu komum við hjá Klak Innovit, nokkrir lykilaðilar í íslensku leikjasenunni og Nordic Game Institute.

Áhersla Slush PLAY er að tengja norræn leikjafyrirtæki og alþjóðlega fjárfesta og bransatengda aðila. Fjárfestar fá tækifæri til þess að bóka einkafundi með sprotafyrirtækjum fyrir viðburðinn og 10 flottustu leikjafyrirtækin á Norðurlöndunum kynna sig í pitch keppni.

slush_RVK_2015_ppl

Dagskráin er metnaðarfull og kemur inn á helstu þætti ört vaxandi leikjaiðnaðar m.a. fjármögnun leikjafyrirtækja, þróun VR tækninnar, markaðssetningu og sölu leikja, öflun notenda ofl. Staðfest hafa verið nokkur þungavigtarnöfn í leikjaiðnaði auk þess sem fjöldi fjárfesta og sprotafyrirtækja hafa boðað komu sína.

Viðburðurinn fer fram í Gamla bíó og eru aðeins 250 miðar í boði.

Skráning fer fram á vefsíðu viðburðarins.

– Fréttatilkynning frá Klak Innovit

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑