Fréttir

Birt þann 10. apríl, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

Haldið upp á Alþjóðlega spiladaginn 11. apríl

Laugardaginn 11. apríl næstkomandi verður haldið upp á Alþjóðlega spiladaginn (International TableTop Day) víða um heim. Á þessum degi eru spilarar hvattir til að hittast og spila saman, og með þeim hætti efla spilamenninguna. Það má nefninlega ekki gleyma því að spil eru ekki bara skemmtileg, heldur líka tilvalin leið til að verja meiri tíma með vinum og styrkja tengslin – og auðvitað hafa gaman líka!

 

Will Wheaton kynnir Alþjóðlega spiladaginn 2015

 

Tvær helstu spilabúðir landsins, Nexus og Spilavinir, ætla að halda upp á daginn hér á landi. Vínsmakkurinn hvetur gesti til að mæta með sín eigin borðspil og spila með öðrum á staðnum.

Nexus ætlar að halda spilamót í Ticket to Ride USA og King of New York. Einnig verður boðið upp á spilakynningar, Magic spilakennslu, Warhammer málningarkennslu og Star Wars X-Wing risabardaga svo eitthvað sé nefnt. Það má gera ráð fyrir löngum og skemmtilegum spiladegi í Nexus líkt og kemur fram á viðburðinum á Facebook, en þar má finna ítarlegri dagskrá:

Við í Nexus bjóðum upp á fjölbreytta dagskrá þar sem við kynnum og leyfum fólki að prófa úrval af okkar helstu spilum. Svo má búast við því að það verði spilað fram eftir kvöldi.

Einnig verður nóg um að vera í Spilavinum þar sem verður spilað allan daginn. Á viðburðinum á Facebook segir:

Spilað verður á öllum borðum á tveimur hæðum verslunar okkar og starfsfólk gengur um, kennir spil og sér um að allir skemmti sér vel.

Fjöldi spila sem við höfum í boði skipta sennilega hundruðum, allt frá klassískri snilld og yfir í það nýjasta nýtt í spilahönnun. Kíktu á okkur og við sýnum þér ábyggilega eitthvað skemmtilegt.

Vínsmakkirinn mun einnig halda daginn hátíðlegan með því að vera með Happy hour allan daginn og hvetja gesti til að mæta með sín eigin borðspil á viðburðinum á Facebook:

Fyrir ykkur sem að vilja koma og fagna borðspilum í drykkvænu umhverfi þá er öllum velkomið að koma á Vínsmakkarann með sín borðspil, eða mæta og bjóða sér í þau borðspil sem að verða í gangi & njóta samverunnar, því Happy Hour verður allan daginn þar til miðnætti!

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri

 

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑