Íslenska leikjafyrirtækið CCP sendi frá sér nýtt sýnishorn úr geimskotleiknum EVE: Valkyrie. Leikurinn er væntanlegur árið 2016 á Oculus Rift og Project Morpheus. https://youtu.be/-XzMLg-yA6Q Tengt efni: Allt tengt EVE Valkyrie á Nörd Norðursins
Author: Nörd Norðursins
South Park: The Fractured but Whole Nýr South Park leikur er væntanlegur frá höfundum þáttanna, Trey Parker og Matt Stone. Trey og Matt sögðust aldrei aftur ætla að gera annan South Park leik eftir Stick of Truth – en svo breyttist það (sem betur fer). Í þetta sinn fara vinir okkar í South Park í ofurhetjubúningana! https://youtu.be/AB6P5gpNan0 For Honor Ubisoft er að þróa nýjan leik sem ber titilinn For Honor. Í honum er hægt að keppa sem víkingur, riddari eða samúræi í 4 gegn 4 PvP bardögum. Leikurinn er brútal og áhugaverð samblanda af návígi og hópspilun. https://youtu.be/sp3NKQlJPuo …
Sony kynnti það sem er væntanlegt frá þeim á komandi mánuðum á kynningu sinni fyrir E3 tölvuleikjasýninguna. Nokkrar fréttir komu skemmtilega á óvart og má það helst nefnan að endurgerð á Final Fantasy 7, einum vinsælasta Final Fantasy leik allra tíma, Shenmue 3 og að The Last Guardian hefur verið endurlífgaður. The Last Guardian rís upp frá dauðum Sony byrjaði kynninguna sína fyrir E3 tölvuleikjasýninguna á því að kynna tölvuleik sem hefur lengi legið í dvala; The Last Guardian. Það er snillingurinn Fumito Ueda sem hefur umsjón yfir leiknum en hann er hvað þekktastur fyrir Ico og Shadow of…
https://youtu.be/7Kf8gjaQhpM https://youtu.be/GM2m9LG35N0
Uncharted 4: A Thief’s End er væntanlegur á PlayStation 4 árið 2016. https://youtu.be/zL46dpNEPPA
Star Fox Zero á WiiU Star Fox Zero er loksins að lenda á WiiU tölvuna og nýtir sér snertiskjá fjarstýringuna til hins ýtrasta. Leikurinn mun koma út um næstu jól. Ein af nýungunum í leiknum er StarWalker, en þá geta spilarar breytt geimskipinu í vélmenni. Þetta var upphaflega í StaFox 2 en fyrst sá leikur kom aldrei út er mikil ánægja hjá meistara Miyamoto að þessi eiginleiki sé í StarFox Zero. https://youtu.be/B1PDmy8V7yY Skylanders Superchargers og Amiibo Hr. Reggie talar um að umbreytingar sé þema Nintendo á E3 þetta árið, því það verður alltaf að vera eitthvað nýtt og eitthvað…
Líkt og Sean Murray hjá Hello Games sýndi okkur á kynningarfundi Sony fyrir E3, þá er heimurinn í No Man’s Sky ótrúlega stór! Í leiknum getur spilarinn flogið um geima og heima, kannað plánetur, stundað viðskipti, tekið þátt í geimorrustum og margt fleira. Ekki er kominn útgáfudagur fyrir leikinn en Sean lofaði því að ekki yrði langt þar til við myndum fá að vita meira um leikinn. BÞJ
Leikurinn Horizon: Zero Dawn var kynntur á kynningarfundi Sony fyrir E3 tölvuleikjasýninguna. Um er að ræða nýjan leik frá Guerrilla Games (Killzone leikirnir) þar sem fornöld mætir tækniöld á ansi áhugaverðan hátt – eins og sést í þessu sex mínútna langa sýnishorni sem var sýnt á kynningunni. Horizon: Zero Dawn er væntanlegur á PS4 árið 2016. https://youtu.be/Fkg5UVTsKCE BÞJ
Hlutverkaleikirnir Shenmue (1999) og Shenmue 2 (2001) náðu nokkrum vinsældum meðal Dreamcast spilara á sínum tíma. Leikirnir bjóða upp á djúpa sögu og fjölbreytta spilun sem gengur ekki bara út á að berjast við andstæðinga sína, heldur einnig að takast á við nokkuð hversdagslega hluti. Leikina má möglega flokka sem költ leiki á vesturlöndum vegna sérstöðu sinnar og hefur ekki sést til Shenmue leiks síðan að SEGA hætti framleiðslu á Dreamcast. Á kynningarfundi Sony var tilkynnt að Yu Suzuki, höfundur Shenmu leikjanna, hefði hrint af stað Kickstarter fjármögnun fyrir Shenmue 3 á PC og PS4. Leikurinn mun vera beint framhald…
Margir muna eflaust eftir því þegar Sony sýndi kraft PlayStation 3 leikjatölvunnar með því að sýna brot úr endurgerð af Final Fantasy 7 – einum vinsælasta Final Fantasy tölvuleik sögunnar. Síðan þá hafa margir spilarar vilja sjá fulla endurgerð verða að veruleika, en PS3 sýnishornið var sýnt á E3 fyrir áratug síðan og eflaust margir búnir að gefa upp vonina eftir svo langan tíma. Sony og Square Enix tilkynntu á kynningarfundi Sony fyrir E3 að Final Fantasy 7 væri nú væntanlegur og að leikurinn yrði fyrst aðgengilegur PS4 spilurum! https://youtu.be/p1OvupaRYCM Upprunalega útgáfan af Final Fantasy 7 er einnig væntanlega á…