Fréttir

Birt þann 16. júní, 2015 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

E3 2015: Allt það helsta frá Nintendo

Star Fox Zero á WiiU

Star Fox Zero er loksins að lenda á WiiU tölvuna og nýtir sér snertiskjá fjarstýringuna til hins ýtrasta. Leikurinn mun koma út um næstu jól. Ein af nýungunum í leiknum er StarWalker, en þá geta spilarar breytt geimskipinu í vélmenni. Þetta var upphaflega í StaFox 2 en fyrst sá leikur kom aldrei út er mikil ánægja hjá meistara Miyamoto að þessi eiginleiki sé í StarFox Zero.

 

Skylanders Superchargers og Amiibo

Hr. Reggie talar um að umbreytingar sé þema Nintendo á E3 þetta árið, því það verður alltaf að vera eitthvað nýtt og eitthvað heillandi. Nefnir Mario sem dæmi, sem á 30 ára afmæli þetta árið. Fleiri Amiibo fígurur á leiðinni og fleiri leikir sem hægt er að nota þá.

Þá er að koma út Skylanders Superchargers, aðeins fyrir Wi iU, en þá bætast faratæki við leikinn. Einnig verður hægt að nota tvo Nintendo karaktera í leiknum, en þeir eru Donkey Kong og Bowser en þessar fígurur verður hægt að nota bæði sem Skylander og Amiibo. Leikurinn kemur út 20. september.

 

Legend of Zelda: Triforce Heroes

Legend of Zelda: Triforce Heroes fyrir 3ds vélina kemur út næsta haust. Einbeiting á fjölspilun og samspilun. Einnig eiga spilarar að safna hlutum til að búa til búninga sem hafa sérstaka krafta.

 

Hyrule Warriors Legends

Hyrule Warriors Legends er á leiðinni í 3ds vélina, en allir auka karakterar sem hægt var að kaupa á Wii U vélinni fylgja með. Leikurinn er endurhugsuð útgáfa fyrir 3ds vélina. Kemur út snemma á árinu 2016.
Skoða sýnishorn á YouTube

 

Tveir Metroid Prime

Tveir Metroid Prime koma út á næsta ári fyrir 3ds vélina, annar hefur undirtitilinn Federation Force og hinn Blast Ball. Federation Force lítur út eins og fyrstu persónu skotleikur á meðan Blast Ball er íþróttaleikur.

 

Yoshi’s Woolly World

Garn Yoshi er mættur til leiks í Yoshi’s Woolly World. Hægt er að notast við Amiibo í leiknum leikinn en þá breytast þeir í garn fígúrur. Leikurinn er fyrir Wii U vélina og mun koma út 16. október á þessu ári.

 

Mario & Luigi: Paper Jam

Tveir ólíkir, en samt frekar svipaðir, heimar mætast í leiknum Mario & Luigi: Paper Jam fyrir 3ds vélina. En þar hittast hinu hefðbundnu Mario karakterar og Paper Mario útgáfurnar af þeim. Leikurinn kemur út sumarið 2016.
Skoða sýnishorn á YouTube

 

Mario Tennis

Nýr Mario Tennis leikur mun koma út um næstu jól, en sá leikur hefur undirtitilinn Ultra Smash og kemur aðeins út á Wii U.
Skoða sýnishorn á YouTube

 

Super Mario Maker

Super Mario Maker er verkfæri sem var búinn til í þeim tilgangi að auðvelda vinnuna við að búa til borð í Mario leikjum. Það tókst hins vegar það vel að ákveðið var að breyta þessu verkfæri í leik og kemur í september næstkomandi og er aðeins fyrir Wii U.

 

Höfundur er
Helgi Freyr Hafþórsson

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑