Nú eru u.þ.b. tveir mánuðir liðnir frá því að fyrsta tölublaðið af Nörd Norðursins kom út. Í tilefni þess höfum við sett nýtt útlit á síðuna. Hér verður hægt að nálgast öll tölublöð Nörd Norðursins ókeypis, ásamt völdu efni sem mun birtast í næsta tölublaði, og efni sem verður eingöngu birt á heimasíðunni. Það á enn eftir að fínpússa nokkra hluti, þ.á.m að íslenska síðuna í heild sinni og bæta við inn efni. Við vonumst til að síðan verði komið í fullt gang eftir viku eða tvær. Við þökkum þolinmæðina! 🙂
Author: Nörd Norðursins
Þriðja tölublaðið af Nörd Norðursins kom út 6. júní 2011. Í blaðinu eru heilar 20 blaðsíður tileinkaðar Ókeypis myndasögudeginum, en hann var haldinn hátíðlegur víða um heim 7. maí, meðal annars í Nexus í Reykjavík. Við fjöllum um daginn, dagskrána og íslenskar myndasögur og birtum myndir sem voru teknar við Nexus þann dag. Einnig fengum við leyfi til að birta brot úr íslensku myndasögublöðunum; ÓkeiPiss!, Neo Blek og Aðsvif. Við dæmum og fjöllum um stórleikinn L.A. Noire og Brink, auk þess sem við birtum uppskrift að Portal kökunni frægu og segjum frá Munchkin spilinu. SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA BLAÐIÐ.…
Önnur útgáfan af Nörd Norðursins kom út 2. maí 2011. Í tilefni þess að nýr Mortal Kombat leikur var að koma út er sérstakt Mortal Kombat þema í blaðinu. Við fjöllum um og dæmum nýja leikinn og tökum gamla góða Mortal Kombat leikinn sem retroleik mánaðarins. Í blaðinu er einnig að finna Portal 2 gagnrýni, framhald af sögu leikjatölvunnar og margt fleira. SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA BLAÐIÐ Efnisyfirlit: Fréttir og nýir leikir, bls. 6 Sannleikurinn.com, bls 9 The Secret World, bls. 10 Topp 10 Android Apps, bls. 13 Mortal Kombat, bls. 14 PewPewPewPewPewPewPewPewPew, bls. 24 Portal 2, bls. 25…
Fyrsta tölublaðið af Nörd Norðursins kom út 4. apríl 2011. Í blaðinu er megin áherslan lögð á EVE Online Fanfest 2011 sem fór fram í Laugardalshöllinni 24. – 26. mars og LittleBig Planet 2. Aukaefni: YouTube: Netið Expo 2011 YouTube: CCP Chess Boxing YouTube: CCP Chess Boxing, ljósmyndar kýldur YouTube: EVE Online Fanfest 2011 YouTube: EVE Online Fanfest 2011: CCP Presents Flickr: Netið Expo Flickr: UTmessan Flickr: EVE Online Fanfest 2011
GLEÐITÁR! 3. tölublað af Nörd Norðursins er komið út! Þú getur nálgast ókeypis eintak HÉR.