Fréttir1

Birt þann 11. júlí, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Skilafrestur fyrir 5. tbl.

Skilafrestur á efni fyrir næsta tölublað af Nörd Norðursins rennur út laugardaginn 23. júlí. Ef þú hefur áhuga á að birta efni eða hefur einhverjar spurningar hafðu þá samband við okkur á nordnordursins(at)nordnordursins.is.

Við óskum eftir efni sem getur talist vera „nördalegt“.  Efnið getur t.d. tengst tölvuleikjum, leikjatölvum, kvikmyndum, borðspilum, viðburðum, hlutum, tísku, tónlist, ljósmyndun, stjörnuskoðun, vísindum, tækni, tölvum, netinu, heimasíðugerð, forritun, sjónvarpsþáttum, bókum, teiknimyndasögum, fræðigreinum, viðtölum og svo mætti lengi telja.

Nýtt tölublað af Nörd Norðursins kemur út fyrsta mánudag hvers mánaðar. Það verður þó undantekninga á þessu í ágúst blaðinu okkar þar sem fyrsti mánudagurinn í ágúst er frídagur verslunarmanna. Fimmta tölublað af Nörd Norðursins kemur því út þriðjudaginn 2. ágúst.

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnSkildu eftir svar

Efst upp ↑