Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Stór hluti af næsta tölublaði Nörd Norðursins verður helgaður kubbatónlist, eða chiptune eins og það heitir á ensku. Í blaðinu verður fjallað almennt um tónlistarstefnuna og við spjöllum við bandarísku tónlistarkonuna ComputeHer og AidBit sem er að stíga sín fyrstu skref í bitatónlistinni hér á landi. Tölvuleikjaumfjallanir verða á sínum stað og að þessu sinni fjöllum við um Warhammer 40.000: Kill Team, Techno Kitten Adventure og Poopocalypse. Auk þess hefjum við umfjöllun um fimm bestu vísindaskáldsögur allra tíma, kynnum forritun og gefum spilurum Football Manager nokkur góð ráð í FM-horninu, birtum valdar fréttir Sannleikans, fjöllum um DNA-úrin sem eru búin til…

Lesa meira

Í stað þess að yfirfæra efni úr eldri tölublöðum Nörd Norðursins höfum við ákveðið að gera lesendum kleift að niðurhala PDF útgáfu blaðanna í gegnum Issuu. PDF eintökin er hægt að nálgast á Issuu síðu okkar með því að smella á það tölublað sem viðkomandi vill sækja og velja Download publication (sjá mynd hér fyrir neðan). Issuu síða Nörd Norðursins Hlekkur beint á 1. tbl. (apríl) Hlekkur beint á 2. tbl. (maí) Hlekkur beint á 3. tbl. (júní) Hlekkur beint á 4. tbl. (júlí)

Lesa meira

eftir Bjarka Þór Jónsson PewPewPewPewPewPewPewPewPew er tveggja manna tölvuleikur sem nýlega var gefinn út af óháða tölvuleikjafyrirtækinu Incredible Ape þar sem eru einungis tveir starfsmenn; annar sér um forritun og hinn  um útlitið. Í leiknum stjórna spilararnir manni í geimbúningi gæddum þotubagga (e. jetpack) og geislabyssu. Maðurinn færist sjálfkrafa frá vinstri til hægri í gegnum leikinn og þurfa spilarar að nota þotubaggan og byssuna til að forðast hindranir og eyða óvinum sem á vegi hans verða. Það er ekki einungis titill leiksins sem vekur áhuga og forvitni, heldur einnig stjórnun hans. Spilarar nota hvorn sinn hljóðnemann í stað hefðbundinna stjórntækja.…

Lesa meira

RIMC 2011 Föstudaginn 11. mars var Reykjavik Internet Marketing Conference ráðstefnan, eða RIMC, haldin í áttunda sinn. Fyrirlesarar á ráðstefnunni voru ekki af verri endanum; Rick Kelley frá Facebook, Alex Bennert frá Wall Street Journal, Oscar Carreras frá Hotels.com, Peter Nordlov frá YouTube, Cedric Chambaz frá Bing, Simon Heseltine frá AOL og fleiri.  Fyrir utan nokkur tækni- og netvandamál var ráðstefnan á heildina litið vel heppnuð og mörgum gagnleg og náðu stjórnendur hennar að halda vel utan um dagskrána þrátt fyrir óvæntar uppákomur. Til gamans má geta að ekkert netsamband var allan daginn – á ráðstefnu um netið, smá kaldhæðnislegt …

Lesa meira

BAFTA Video Games Awards fór fram miðvikudaginn 16. mars. Í fyrra var Batman: Arkham Asylum valinn leikur ársins og Uncharted 2: Among Thieves hneppti flest verðlaun. Í ár var það Heavy Rain sem fékk flest verðlaun, alls þrenn, og Mass Effect 2 var valinn leikur ársins. Assassin’s Creed: Brotherhood og Call of Duty: Black Ops fengu hvor um sig sjö tilnefningar en hnepptu aðeins ein verðlaun. Þrátt fyrir að Kinect hafi aðeins verið á markaði í fjóra mánuði voru þrír Kinect leikir  tilnefndir í flokki fjölskylduleikja. En við má bæta að Kinect hefur selst í yfir 10 milljónum eintaka og…

Lesa meira

eftir Bjarka Þór Jónsson Fyrsta útgefna leikjatölvan var Magnavox Odyssey. Hún kom á markað árið 1972 í Bandaríkjunum og gengu einungis tíu til sextán leikir í tölvuna. Flestir leikjanna voru byggðir á tennisleik Ralph Baer þar sem bolti (stór og ferkantaður punktur) fór fram og til baka á skjánum. Spaðarnir hægra og vinstra megin á skjánum, sem leikmenn stýrðu, áttu að hitta boltann svo hann myndi ekki lenda á þeirra fleti þannig að andstæðingurinn fengi stig. Á þessum tíma voru langflest sjónvörp svart-hvít og var leikurinn því lífgaður við með því að láta þunn, lituð plastspjöld  fylgja með sem festust…

Lesa meira

eftir Ívar Örn Jörundsson (Þetta efni birtist upphaflega í 1. tbl. af Nörd Norðursins sem hægt er að nálgast hér) Burntime var gerður af fyrirtækinu Max Design og kom út árið 1993. Leikurinn gerist eftir að heimurinn hefur verið gjöreyðilagður, líklegast eftir kjarnorkustyrjöld. Grafíkin er mjög ólík því sem má búast við í leikjum  í dag, enda gamall DOS leikur. Þrátt fyrir grafíkina veitir hann mikla skemmtun fyrir þá sem hafa gaman af „post-apocalyptic“ umhverfi. Þú byrjar á að búa þér til karakter, velur andlitsmynd og nafn og svo heldur þú út í harðan heim leiksins. Þú stjórnar öllu með vinstri…

Lesa meira

Á næstu dögum mun talsvert af nýju efni birtast hér á heimasíðunni. Til að efla innihald hennar munum við taka flest allt efni úr fyrstu tveimur tölublöðum Nörd Norðursins og setja það hér inn á heimasíðuna.

Lesa meira

eftir Daníel Pál Jóhannsson (Þetta efni birtist upphaflega í 1. tbl. af Nörd Norðursins sem hægt er að nálgast hér) Hugmynd fæðist Við sofum. Okkur dreymir. En hvert fara draumarnir þegar við vöknum? Samkvæmt Media Molecule þá fara allir draumar og hugmyndir okkar á sama stað. Þeir ákváðu því að búa til leik um þennann heim, þar sem allt safnast saman. Sá leikur heitir LittleBig Planet (LBP). Fyrsti LittleBig Planet leikurinn kom út í 3. nóvember 2008 í Evrópu og hefur selst í 4.5 milljónum eintaka hingað til. Þessi grein fjallar aðallega um nýjustu útgáfuna sem heitir því frumlega nafni LittleBig…

Lesa meira

eftir Daníel Pál Jóhannsson (Þetta efni birtist upphaflega í 1. tbl. af Nörd Norðursins sem hægt er að nálgast hér) FYRSTU KYNNI Ímyndaðu þér 16 hermenn, vopnaða öflugum skotvopnum og hátækni brynjum. Skiptu þeim niður í tvö lið. Bardagasvæðin eru fallega byggð og stríðsbarin. Árið er 2023 og þú ert staddur í New York, byggingar eru að hruni komnar, götur fylltar af bílhræum og bátar sokknir í höfninni. Settu þetta upp í nýjustu grafíkvélina frá Crytek sem heitir CryEngine 3. Skalaðu þetta upp í háskerpu, með stöðuga 30 ramma á sekúndu, og þú færð litríkan, hraðan leik sem sýnir það sem…

Lesa meira