Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Allt líf á jörðinni hangir á bláþræði. Sísvangar, nautheimskar geimverurhafa gert innrás og éta allt sem að kjafti kemur. Eftir að hafa í þúsundir ára verið efst í fæðukeðjunnier mannkynið skyndilega orðið lítið meira en fæða á flótta. Jörðin þarfnast bjargvættar. Jarðarbúar þarfnast hetju sem hlær upp í opið geðið á hættunni. Heimsbyggðin þarfnast þín! Zorblobs er nokkuð sama um kyn, litarhaft, aldur eða atvinnu. Við erum ekkert annað en frí máltíð í þeirra augum. Hvort sem það er á snævi þöktum sléttum heimskautsins eða í kæfandi hita eyðimerkurnar er það hlutverk þitt að stöðva þennan hrikalega innrásarher. Það eina…

Lesa meira

Fancy Pants Global er fyrirtæki sem er sprottið upp úr ódrepandi ást á tölvuleikjum, hreinum nördaskap og góðri blöndu af bjartsýni og mikilmennsku brjálæði. Fyrirtækið var stofnað árið 2009, þegar það var í tísku að leggja niður starfsemi fyrirtækja en ekki að stofna þau. Fancy Pants Global hefur alla tíð síðanunnið að því að gera líf heimsbyggðarinnar örlítið meira fancy. Fyrst um sinn var fyrirtækið með höfuðstöðvarsínar í Kveikjunni, frumkvöðlasetri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Hafnarfirði, en í byrjun þessa árs flutti fyrirtækið sig um set og starfar nú í hinusanna hjarta höfuðborgarsvæðisins, Hamraborginni í Kópavogi. Megináhersla Fancy Pants Global er framleiðsla…

Lesa meira

Lítill Internetfugl hvíslaði því að okkur að Brynjólfur væri á leið út til Svíþjóðar til að vinna fyrir leikjafyrirtækið DICE, en fyrirtækið hefur meðal annars komið að gerð Battlefield-leikjanna og Mirror’s Edge. Við heyrðum í Brynjólfi og fengum að forvitnast nánar um bakrunn hans og hvað hann mun vera að gera hjá DICE. Nú ert þú að farað vinna sem framleiðandi (e. producer) í Battlefield 3 teyminu hjá DICE í Stokkhólmi. Hvað felst í þessu starfi? Ég er semsagt sérfræðingur í því sem kallast viðskiptagreind (e. Business Intelligence) og gagnavöruhús (e. Data Warehousing).  Ég útskrifaðist með B.Sc. gráðu…

Lesa meira

Í stuttu máli þá er þessi mynd ekkert annað en big-bada-boom og geimverur. Ekki samt þannig að það dragi úr gæðum myndarinnar. Ef þú ert að leita eftir djúpum samræðum og stórbrotnum söguþræði með einhverjum hasar, þá ættir þú að horfa frekar á Tarantino mynd. Þessi mynd skilur kannski ekki mikið eftir sig en hún á svo sem ekkert að gera það. Hún er fín afþreying og algjör strákamynd (stelpur geta líka farið á hana, ekkert sem hindrar það) og er hin fínasta skemmtun. Ég gef henni þrjár stjörnur af fimm fyrir að vera góð geimveru-hasarmynd, veita mér góða skemmtun…

Lesa meira

Fitja upp 100 lykkjur á 4 prjóna númer 2,5-3 (eftir því hvort þú prjónar fast eða laust) eða hringprjón sem er nógu stuttur, og hvaða garn sem þú vilt en sem passar þeirri prjónastærð. Prjónaðu stroff (2 sléttar og 2 brugnar lykjur) þar til það mælist 3-4 cm. Þegar stroffið er orðið nægilega langt skaltu auka út um 20 lykkjur jafnt yfir umferðina. Í næstu umferð á eftir byrjar munstur (sjá mynd). Húfurnar á myndinni eru með 8 sveppum, það er vel hægt að hafa færri. Passa verður að hafa lágmark 8 lykkjur á milli hvers svepps í fyrstu umferð (annars…

Lesa meira

eftir Bjarka Þór Jónsson & Daníel Pál Jóhansson Tekið úr 1. tbl. Nörd Norðursins Sjöunda EVE Online Fanfest hátíðin og ráðstefnan var haldin í Laugardalshöll 24.-26. mars síðastliðinn.  Um er að ræða hátíð þar sem EVE Online spilarar víðsvegar að úr heiminum koma saman. Hátíðin verður sífellt stærri og fjölmennari með árunum og var hátíðin í ár sú fjölmennasta hingað til en um 3.000 manns sóttu vinsælustu viðburði hátíðarinnar – og þar af komu 1.000 til 1.200 erlendis frá. Í dag eru fleiri sem spila EVE Online en búa á Íslandi, eða í kringum 360.000 manns. Í Sjónvarpsfréttum 26. mars…

Lesa meira

Nörd Norðursins óskar eftir föstum pennum til að skrifa um tölvuleiki, kvikmyndir, bækur, borðspil, viðburði og fleira. Æskilegt er að umsækjendur séu 18 ára eða eldri og hafa brennandi áhuga og þekkingu á sínu sviði. Við sýnum íslensku efni ávalt sérstakan áhuga. Umsækjendur verða að hafa góð tök á íslenskri tungu, en við gerum engar kröfur um menntun eða reynslu. Laun eru eftir kja rasamningum Super Mario World, eða einn pixlaður gullpeningur per grein. Skrifað af nördum fyrir nörda. Við óskum enn eftir innsendu efni frá lesendum, en auk þess vonumst við til að finna fasta penna í eftirfarandi sviðum.…

Lesa meira

Eftir nokkra mánaða undirbúning var fyrsta tölublað Nörd Norðursins gefið út, þann 4. apríl 2011. Síðan þá hefur veftímaritið verið gefið út í mánaðarlega og eru tölublöðin nú orðin fimm talsins. Öll vinnan á bak við tímaritið er unnin í sjálfboðavinnu og erum við afar þakklát fyrir alla þá aðstoð sem okkur hefur verið veitt – sama hvort um er að ræða skrif í blaðið, ábendingar, yfirlestur á efni, auglýsingar, umfjallanir eða einfaldlega með því að dreifa orðinu og benda öðrum á Nörd Norðursins. Allur stuðningur er okkur mjög mikilvægur. Við sendum risa KNÚS til ykkar allra! Bleikt.is (Skrifað af…

Lesa meira

Í tenglsum við umfjöllun okkar um kubbatónlist (chiptune) í fimmta tölublaði af Nörd Norðursins höfum við sett saman lista með nokkrum lögum sem við mælum með. Það er haugur af góðri kubbatónlist til en listinn ætti að gefa lesendum smjörþefinn af þessari skemmtilegu tónlistarstefnunni. Nostalgía… einn, tveir og AF STAÐ! KUBBATÓNLIST: TÓNLISTARMENN ComputeHer 8 Bit Weapon Slagsmålsklubben Spintronic Nullsleep KUBBATÓNLIST: TÖLVULEIKJATÓNLIST Double Dragon (Mission 1) Duck Tales (The Moon) Castlevania 3 (Stage 9) The Legend of Zelda (þemalag) Mega Man 2 (Dr. Wily Stage 1 og 2) …

Lesa meira

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA BLAÐIÐ Fimmta tölublað Nörd Noðursins kemur út á timbraðasta degi Íslands (fyrsta vinnudag eftir verslunarmannahelgi)! Í blaðinu spjöllum við ComputeHer og AidBit í tengslum við umfjöllun okkar á kubbatónlist (chiptune). Á heimasíðunni okkar er hægt að nálgast nokkur kubbalög sem við mælum með.  Við fjöllum um tölvuleikinn Warhammer 40.000: Kill Team og smáleikina Techno Kitten Adventure og Poopocalypse. Við kynnum lesendum/byrjendum einnig fyrir forritum og hefjum umfjöllun okkar á fimm bestu vísindaskáldsögum allra tíma svo eitthvað sé nefnt. Pennar blaðsins að þessu sinni eru; Stefán Valmundsson, Ólafur Waage, Daníel Páll Jóhansson, Jóhann Þórsson, Erla Jónasdóttir,…

Lesa meira