Fréttir

Birt þann 15. ágúst, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Zorblobs

Allt líf á jörðinni hangir á bláþræði. Sísvangar, nautheimskar geimverurhafa gert innrás og éta allt sem að kjafti kemur. Eftir að hafa í þúsundir ára verið efst í fæðukeðjunnier mannkynið skyndilega orðið lítið meira en fæða á flótta. Jörðin þarfnast bjargvættar. Jarðarbúar þarfnast hetju sem hlær upp í opið geðið á hættunni. Heimsbyggðin þarfnast þín!

Zorblobs er nokkuð sama um kyn, litarhaft, aldur eða atvinnu. Við erum ekkert annað en frí máltíð í þeirra augum. Hvort sem það er á snævi þöktum sléttum heimskautsins eða í kæfandi hita eyðimerkurnar er það hlutverk þitt að stöðva þennan hrikalega innrásarher. Það eina sem þú hefur þér, og gervöllu mannkyni, til varnar er þín trausta fallbyssa. Stöðvaðu framrás Zorblobs og reyndu að bjarga því sem bjargað verður. Uppfærðu byssuna með sérstökum skotfærum og viðbótum til að auðvelda þérbaráttuna. Þetta verður ekki auðvelt en barátta fyrir tilveru heillar siðmenningar er það sjaldnast.

Notaðu Game Center þjónustu Apple til aðfylgjast með hvernig þér gengur í samanburði við aðrar hetjur annars staðar í heiminum. Nældu þér í viðurkenningar fyrirvasklega framgöngu eða spjallaðu við aðra stríðsmenn um lífið eftir innrásina.

Zorblobs: Onslaught er fyrsti hlutinn í fyrirhuguðum þríleik um baráttu mannkynsvið Zorblobs og er væntanlegur seinnihluta árs 2011 fyrir iPhone, iPod Touch og iPad.


– Texti fenginn úr kynningarblaði Fancy Pants Global á UTmessunni 2011


Deila efni

Tögg: , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnSkildu eftir svar

Efst upp ↑