Bíó og TV

Birt þann 15. ágúst, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Kvikmyndarýni: Battle: L.A.

Í stuttu máli þá er þessi mynd ekkert annað en big-bada-boom og geimverur. Ekki samt þannig að það dragi úr gæðum myndarinnar. Ef þú ert að leita eftir djúpum samræðum og stórbrotnum söguþræði með einhverjum hasar, þá ættir þú að horfa frekar á Tarantino mynd. Þessi mynd skilur kannski ekki mikið eftir sig en hún á svo sem ekkert að gera það. Hún er fín afþreying og algjör strákamynd (stelpur geta líka farið á hana, ekkert sem hindrar það) og er hin fínasta skemmtun.

Ég gef henni þrjár stjörnur af fimm fyrir að vera góð geimveru-hasarmynd, veita mér góða skemmtun og lítið sem ekkert drama, jafnvel hálfa stjörnu í viðbót þar sem Michelle Rodriguez er svo foxy!

– Ívar Örn Jörundsson

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Skildu eftir svar

Efst upp ↑