Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

eftir Daníel Pál Jóhannsson Í byrjun 21. aldarinnar var verkefnið að smíða Örkina sett í gang. Það var talið framsýnt ogvistvænt þar sem markmið verkefnisins var að búa til fljótandi borg sem væri sjálfbær. Hún er staðsett á fjarlægum stað í Kyrrahafinu, þar sem frumkvöðlar að byggingu hennar töldu að hún yrði fyrir sem minnstum truflunum og áreiti á þeim stað. Spólum til ársins 2045. Yfirborð sjávar hefur hækkað og heilu löndin horfið. Þeir sem staðsettir voru á Örkinni voru öruggir með vatn og helstu lífsnauðsynjar. Þeir sem lifðu af hamfarirnar og tókst að sigla til Arkarinnar voru teknir inn…

Lesa meira

eftir Bjarka Þór Jónsson Það er árið 1947 og hrottalegt morð hefur verið framið í borg englanna, Los Angeles, þar sem glamúr, frægð og frami lifir góðu lífi – auk spillingar og skipulagðrar glæpastarfsemi. Lögreglumaður að nafni Cole Phelps er að ganga um götur borgarinnar þegar hann heyrir skyndilega skothvelli og öskur. Cole hleypur í átt að hljóðinu og kemur að blóðugu líki liggjandi á gangstéttinni. Fórnarlambið hefur verið skotið til bana og morðinginn er á bak og burt. Hver skýtur mann um hábjartan dag í miðri stórborg? Og hvers vegna? Nú er tími til kominn að setja á sig…

Lesa meira

eftir Bjarka Þór Jónsson Smelltu hér til að lesa 1. hluta. Japanska fyrirtækið Nintendo kom leikjatölvuiðnaðinum aftur á rétta braut með vinsælli leikjatölvu og frumlegum leikjatitlum. Hrun iðnaðarins varð til þess að fyrirtæki (t.d. Atari og Celeco) þurftu að snúa sér frá iðnaðinum og opnaðist því tómarúm fyrir ný fyrirtæki. Nintendo hafði áður gefið út Game & Watch sem var einskonar ferðatölvuspil með einum innbyggðgum leik. Leikjatölvan Famicom (stóð fyrir Family Computer, eða fjölskyldutölva) kom út í Japan 1983 og þóttu Nintendo djarfir í hönnun hennar, t.d. voru stjórntæki leikjatölvunnar allt öðrvísi en fólk hafði áður vanist. Tvö stjórntæki sem…

Lesa meira

Leikjapersónan Duke Nukem er stæling af nokkrum Hollywood hasarhetjum, eins og John Wayne, Charles Bronson í Death Wish, Arnold Schwarzenegger í Commando, Rambo og svo mætti lengi telja. Frægasta setning Duke Nukem „It’s time to kick ass and chew bubble gum, and I’m all out of gum“ var tekin úr myndinni They live þar sem karakterinn Roddy Piper segir „I have come to chew bubble gum and kick ass and I’m all out of bubble gum“. Eins og aðrar hasarhetjur er Duke sjálfsöruggur, ágengur og óviðeigandi vöðva klumpur. Þrátt fyrir að vera ekki ofurhetja tekst honum alltaf að vinna ótrúleg…

Lesa meira

eftir Bjarka Þór Jónsson Árið 2007 kom þrautaleikurinn Portal út og náði miklum vinsældum. Nú, fjórum árum síðar, hefur leikjafyrirtækið Valve (Half-Life, Portal, Left 4 Dead) gefið út framhald af leiknum  – Portal 2 – sem byrjar þar sem fyrri leikurinn endaði. Söguþráður Í leiknum er haldið áfram með söguna úr fyrri leiknum þar sem þrautir hafa verið hannaðar í tilraunarskyni af tilrauna- og rannsóknarstofunni Aperture Science í þeim tilgangi að rannsaka leiðir og möguleika á þrautalausnum og tækninýjungum. Fyrri Portal leiknum lauk með eyðileggingu á GLaDOS, sem var kaldhæðin og stórhættuleg tölva gædd gervigreind og með einstakan persónuleika.…

Lesa meira

Þegar ég var 17 var ég venjulegur unglingur, skrópaði í skólanum, djammaði og reykti sígarettur sem mér tókst að sníkja frá vinum. Ég kynntist strák sem var ári eldri en ég, hann var venjulegur unglingur líka… eða svo hélt ég. Við vorum rosalega ástfangin og hamingjusöm, gerðum margt og mikið saman, ferðuðumst og djömmuðum og skemmtum okkur mjög vel. Eftir sirka ár ákváðum við að flytja inn saman, allt gekk rosalega vel þangað til einn daginn sem ég ákvað að koma snemma heim úr skólanum. Þegar ég labbaði inn sat hann kófsveittur með hana í fanginu. Ég var orðlaus. Þegar…

Lesa meira

Ég ákvað að kíkja á kvikmyndina Thor sem var að detta í kvikmyndahúsin núna í lok apríl. Mér brá svolítið þegar ég ætlaði að kaupa miða því hún er einungis sýnd í þrívídd, sem gerði það að verkum að væntingar mínar jukust (Því hærra miðaverð = meiri væntingar). Ég lét það ekki stoppa mig og skellti mér á hana. Leikararnir léku hlutverk sín mjög vel, fyrir utan Natalie Portman. Einhverra hluta vegna fannst mér eitthvað skrýtið að sjá hana í ofurhetjumynd, en það er bara ég. Þetta er flott og vel gerð mynd og naut sín vel í þrívídd og…

Lesa meira

Sucker Punch fjallar um unga stúlku, Babydoll, sem hefur átt erfiða fortíð. Myndin gerist að mestu leyti innan veggja geðveikrahælis sem Babydoll og fleiri stúlkur hafa endað á. Stúlkurnar eru fengnar til að dansa fyrir og þóknast ríkum og siðspilltum karlmönnum. Í hvert skipti sem Babydoll byrjar að dansa hverfur hún inn í annan heim sem er fullur af ævintýrum, hasar og vísindaskáldskap. Sagan í Sucker Punch gerist þar af leiðandi í tveimur heimum; í raunverulega heiminum og fantasíu heimi Babydoll. Sagan í raunverulega heiminum byrjar ágætlega en þynnist mjög fljótt út í langdregna og óspennandi sögu. Aftur á móti…

Lesa meira

Í tilefni þess að nýr Mortal Kombat leikur kom út blésu Next Gen News og SamFilm til meistaramóts í honum. Sigurvegari keppninnar fór ekki tómhentur heim þar sem eintak af Mortal Kombat Kollectors Edition var í verðlaun. Leikmenn þurftu sérstaklega að sækja um þátttöku á mótinu fyrir 15. apríl og þurftu að staðfesta 18 ára aldur. Hópnum var svo skipt í tvennt; einn hópurinn keppti í PlayStation 3 útgáfu leiksins og hinn í Xbox 360 útgáfunni. Sigurvegarar hópanna mættust svo í úrslitaleik og var kastað upp á hvora leikjavélina úrslitaleikurinn væri spilaður. Reglur leiksins voru þessar: 1. Keppendur mega spila…

Lesa meira

– eftir Daníel Pál Jóhannsson Árið 1992 gaf framleiðandinn Midway út tölvuleik sem hét því frumlega nafni Mortal Kombat. Leikurinn var gefinn út á spilakössum sem svar Midway við leiknum Street Fighter II frá Capcom. Vinsældir Mortal Kombat komu varla á óvart því þarna var kominn þvílíkur bardagaleikur með góðan söguþráð og gott bardagakerfi. Ári síðar hófu Midway að gefa út Mortal Kombat á leikjatölvur til að auka markaðshlutfall sitt. Þeir gáfu Mortal Kombat leikinn út fyrir Sega Mega Drive/Sega Genesis árið 1993 en þar sem það voru miklar hömlur á hvað innihald tölvuleikja á þessari vél mátti vera, þurftu…

Lesa meira