Ókeypis myndasögudagurinn er árlegur viðburður þar sem útgef-endur myndasagna reyna að lokka til sín nýja lesendur. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur árlega frá 2002, en hann er haldinn fyrsta laugardaginn í maí. Á Ókeypis myndasögudeginum er hægt að nálgast, eins og nafnið gefur til kynna, ókeypis myndasögur. Það taka þó ekki allar verslanir þátt í þessum degi, heldur eru það aðallega sérhæfðar myndasöguverslanir (á borð við Nexus) sem taka þátt í deginum og gefa myndasögur. Fyrir utan ókeypis myndasögurnar var Hugleikjafélag Reykjavíkur á svæðinu og kynnti starfsemi sína og kynnti áhugasömum fyrir ýmis konar spilum; ævintýra-, stríðs-, korta-, og borðspilum…
Author: Nörd Norðursins
eftir Ívar Örn Jörundsson Fallout heimurinn á sér langa og stórbrotna sögu og er hægt að rekja upphaf þessa heims til áranna eftir seinni heimstyrjöld, en þá byrjar heimurinn í Fallout að skiljast frá okkar heimi. Útlitið í Fallout heiminum er látið líta út eins og á 6. áratugnum. Útlitið á tölvum, byggingum og sjálf fatatískan er í anda 6. áratugarins. Jafnvel vélmennin og hátæknileg vopn eins og Laser riffill eru látin vera gróf og gamaldags eins og almenningur frá 6. áratugnum hélt að framtíðin myndi líta út. Þessi aðferð að láta allt líta út gamaldags gefur Fallout leikjunum ákveðinn…
eftir Bjarka Þór Jónsson Margir líta á tölvuleiki sem afþreyingarform, en líkt og með aðra miðla býr fleira þar að baki. Hugmyndin um kennslumöguleika tölvuleikja er eldri en marga grunar. Fyrir um tuttugu árum benti þáverandi forseti Bandaríkjanna, Ronald Reagan, á kennslumöguleika tölvuleikja og taldi þá geta þjálfað komandi kynslóðir. Marc Prensky er einn þeirra sem hefur um árabil rannsakað möguleika tölvuleikja sem kennslutól. Marc bendir á að tölvuleikir henta vel til kennslu, sérstaklega með tilkomu tæknivæddari kynslóðar þar sem nemendur þurfa nýja örvun til að halda áhuga. Til eru sérstakir kennsluleikir á borð við Talnapúkann og Stafakarlana. Ýmsir hermar…
eftir Bjarka Þór Jónsson Smelltu hér til að lesa 3. hluta. Nintendo hefur náð að heilla marga spilara upp úr skónum með Wii leikjatölvunni og handheldu leikjatölvunni Nintendo DS. Samkvæmt tölum VGChartz hafa þessar tvær tölvur selst í lang flestum eintökum af sjöundu kynslóð leikjatölva, hvor á sínu sviði. Tölvunar tvær frá Nintendo hafa þó ekki náð að heilla harðkjarna spilara í Evrópu og Bandaríkjunum. Helsta orsök þess er að líkindum lakari grafík en er í öðrum leikjatölvum og leikjaúrvalið, sem höfðar fyrst og fremst til krakka, fjölskyldna og Asíu markaðinn. Enginn hefur þó náð sölumeti best seldu leikjatölvunnar, PS2,…
eftir Bjarka Þór Jónsson Smelltu hér til að lesa 2. hluta. 32-bita Sega Saturn (1994) var ein af fyrstu leikjatölvunum með innbyggðu geisladrifi. Salan gekk ekki að óskum Sega þar sem risafyrirtækið Sony gaf út leikjatölvuna PlayStation (PS) aðeins mánuði síðar og þótti hún mun betri. Samstarf var milli Sony og Nintendo og var markmið þeirra að hanna nýja leikjatölvu með geisladrifi. Nintendo gekk síðar frá samstarfinu en Sony hélt áfram með verkefnið. Sony PlayStation (PS) kom út árið 1994 og var fyrsta leikjatölvan til að seljast í yfir 100 milljón eintaka og náðu þar með yfirráði Nintendo á leikjatölvu-…
eftir Erlu Jónasdóttur Það eru margar útfærslur á netinu af Portal kökunni frægu, ég vildi að hún liti út nákvæmlega eins og kakan í leiknum. Ef þú vilt gera kökuna þarftu eftirfarandi: 2 köku botna að eigin vali, ég valdi að gera vanillu botna Ganache krem Súkkulaði, í kremið og til að skera í bita og setja utaná kökuna Hvítt krem (ég notaði tilbúið krem) Kirsuber 1 kerti Til að búa til ganache krem þarf 200 gr. af súkkulaði og um 180 ml. af rjóm, einnig bætti ég við ca. 50 gr. af núggati til að fá smá hnetubragð af…
Sigmar Guðmundsson, fimmtán ára Garðbæingur, setti í siðustu viku heimsmet í tölvuspilinu Gyruss eftir sautján tíma baráttu. Sigmar settist við kassann kl. 2 e.h. á þriðjudaginn og barðist sleitulaust við eldflaugar óþekkts óvinar til kl. 7 á miðvikudagsmorguninn. Langvinn eldflaugastríð reyna á taugarnar og úthaldið, jafnvel þótt þau fari fram við spilakassa, enda kvaðst Sigmar vera „sæmilega þreyttur” að leikslokum. Þetta var þó ekki í fyrsta sinn sem Sigmar reynir sig við Gyruss því nú er liðin rúmt ár síðan hann kynntist spilinu fyrst. Nýja heimsmetið sem hljóðar upp á 16,5 milljónir í 12, sem áður hafði verið best, var…
Leikurinn Gyruss er spilakassa skotleikur, þróaður af Konami og var gefinn út árið 1983. Hönnuður leiksins er Yoshiki Okamoto, hann hafði áður búið til leikinn Time Pilot fyrir Konami. Centuri í Bandaríkjunum voru með réttinn á Gyruss, sem var einnig gefinn út á fjölda leikjatölva og heimilistölva. Hann fetar í fótspor leikja eins og Space Invaders og Galaga.Gyruss var annar og seinasti leikurinn sem Yoshiki Okamoto hannaði fyrir Konami, vegna launadeilna var hann rekinn eftir að leikurinn kom út. Hann slóst fljótlega í hópinn hjá Capcom, þar sem hann átti eftir að skrifa 1942 og fyrsta Street Fighter leikinn.Bakgrunnstónlist leiksins…
Guybrush Ulysses Threepwood er aðalpersóna ævintýra leikjaseríunnar, Monkey Island, frá LucasArts. Leikarinn Dominic Armato ljáir Guybrush rödd sína í þriðja, fjórða og fimmta leiknum og einnig í endurgerð The Secret of Monkey Island og Monkey Island 2: LeChuck’s Revenge. Nafnið „Guybrush“ er upprunnið að hluta til í forritinu Deluxe Paint, tól sem var notað af listafólkinu sem bjó karakterinn til. Þar sem að karakterinn var ekki kominn með nafn, hét skráin einfaldlega „Guy“. Þegar að skráin var vistuð, bætti Steve Purcell, maðurinn á bakvið karakterinn, „brush“ við skráarnafnið, sem átti að benda til þess að þetta var „brush skrá„ úr…
eftir Daníel Pál Jóhannsson Leikurinn (PS3) er byggður á samnefndri kvikmynd þar sem við fylgjumst með pandabirninum Po sem er nú orðinn fullskipaður Kung Fu meistari. Sagan er beint framhald eftir fyrri kvikmynd og leiknum sem var gefinn út með þeim söguþræði. Po þarf að berjast við þá ræningja og ribbalda sem ekki flúðu þegar Tai Lung var yfirbugaður. Þeir sem hrella Friðardalinn eru eðlur, górillur og úlfar og hver öðrum hættulegri. Po vinnur með mismunandi Kung Fu meisturum til að finna tilgang óvinarins í því að ráðast á borgina heilögu. Borginni er skipt upp í nokkra hluta og ferðast…