Tölvuleikir

Birt þann 16. ágúst, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Sims 3: Generations

eftir Erlu Jónasdóttur

Fyrir stuttu kom út nýjasti aukapakkinn í Sims 3; Generations. Það fylgja margar nýjungar með pakkanum sem gera spilunina bæði fjölbreyttari og skemmtilegri. Í þessum aukapakka er meira af nýjum hlutum fyrir börn og unglinga simsa en öðrum aukapökkum, það eru til dæmis fleiri leikföng fyrir krakkana eins og búningakista og tréhús.

Í þessum aukapakka er meira af nýjum hlutum fyrir börn og unglinga simsa en öðrum aukapökkum, það eru til dæmis fleiri leikföng fyrir krakkana eins og búningakista og tréhús.

Unglingarnir, og krakkarnir reyndar líka, geta kastað eggjum í nágrannahúsin, sett prumpupúða í stóla eða sett lit í sturtuna svo að sá sem hættir sér næst í sturtu getur endað með skærgult hár.

Foreldra simsar geta skammað börn og unglinga ef þeir haga sér illa, sett þá í útivistarbann eða sagt þeim að sinna húsverkunum til að komast í náðina hjá þeim aftur. Auk þess geta foreldrarnir sent krakkana og unglingana í heimavistarskóla ef þeir nenna ekki að hafa þá heimavið, þá getur spilarinn ekki stjórnað krakkanum/unglingnum á meðan hann eða hún er í burtu.

Ef krakkarnir fara í skóla í bænum geta þeir skráð sig í allskonar aukatíma, leiklistartíma, ballet, skátana og listatíma. Í öllum þessum aukatímum fá simsarnir aukna færni í hverju fagi fyrir sig. Einungis krakka simsar geta farið í ballet eða skátana og þar hækka þeir um stig eftir því hversu oft þeir mæta í tímana og læra þar af leiðandi nýja hluti sem þeir geta montað sig af.Krakkar og unglingar geta einnig haldið náttfatapartý þar sem þau geta sofið í tréhúsinu eða á stofugólfinu í svefnpoka. Ástfangnir unglingar geta setið og skoðað stjörnurnar og skellt sér í vatnsrennibraut.

Í aukapakkanum geta simsarnir starfað sem barnapíur. Hægt er að láta simsann sinn passa annara manna börn á virkum dögum, til að byrja með eru einungis tvö börn en eftir því sem betur gengur bætast fleiri í hópinn.

Þessi aukapakki er skemmtileg viðbót í skemmtilegan leikjaheim þar sem allt er mögulegt, hvort sem maður vill lifa draumalífi eða eyðileggja líf simsans.

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnSkildu eftir svar

Efst upp ↑