eftir Axel Birgir Gústavsson Árið er 2015 og rúmlega helmingur mannkynsins hefur verið þurrkaður út, eftir hinn svokallaða Second Impact heimsendir sem varð um aldamótin. Jarðabúar hafa þó ekki sloppið algjörlega með skrekkinn, því dularfullar verur, kallaðir Englar, eru komnar til að klára málin. Mannkynið á eina afstöðu eftir: NERV, varnarsamtök staðsett í Japan, undirbúin gegn Englunum með risavöxnum vélmennum sem kallast Evangelion-bardagavélar. Eini hængurinn við þessar vélar er að einungis fólk fætt eftir Second Impact geta stjórnað þeim innan frá, en þannig kynnumst við hinum 14 ára Shinj Ikari; aðalpersónu Neon Genesis Evangelion. Nú hefst bardagi Shinjis um mannkynið…
Author: Nörd Norðursins
eftir Jakob T. Arnars Síðastliðin ár hefur nokkrum bókum í sagnaröð Terry Pratchett um Diskheiminn (e. Discworld) verið snúið yfir í form kvikmynda. Fyrsta bókin sem fór í gegnum þessa umbreytingu var Hogfather, sem fjallar um dauða og endurholdgun jólaföðurs þessa disklaga heims. Síðan þá hafa komið út tvær myndir til viðbótar, The Colour of Magic og Going Postal, sem gerðar eru eftir samnefndum bókum. Báðar eru þær fínar útaf fyrir sig, en virðast þó ekki takast að fanga rétta andrúmsloftið. Undir því liggja tvö atriði. Annars vegar drungi og kómík. Í hvert skipti sem undirritaður les bók sem gerist…
eftir Ella, Skoleon Star Wars Galaxies (SWG) er tölvuleikur sem gefinn var út seinni hluta árs 2003 af Lucas Arts og Sony Online Entertainment. Þetta er hlutverkaleikur sem byggði á fjölspilun og flokkast sem MMO leikur (Massively Multiplayer Online Game). Leikurinn var frábrugðinn hefðbundnu fjölspilunarleikjum þess tíma þar sem spilarar höfðu val á mismunandi hæfni (e. skills) í stað hins hefðbundna stigakerfis (e. level system). Leikurinn bauð einnig upp á tuttugu og fjögur fög (e. professions). Upphaf SIN Aðdráttarafl leiksins byggðist að mestu á vinsældum Star Wars hugarheimsins. Aðdáendur kvikmyndanna og menningu sem skapast hefur í kjölfar þeirra sem hafa…
eftir Kristinn Ólaf Smárason Ég var ekki nema tíu ára gamall þegar ég sá Mortal Kombat fyrst, en vinur minn hafði fengið hann lánaðan hjá frænda sínum og sett hann upp á tölvunni sinni. Við sátum klukkustundunum saman fyrir framan Pentium 486 tölvuna hans, berjandi á lyklaborðið á meðan Scorpion og Sub-Zero spörkuðu hvorn annan í spað á tölvuskjánum. Við höfðum aldrei séð eins raunverulegan leik áður og vorum vissir um að hér væri hápunktinum náð, hvernig gæti nokkur leikur orðið flottari en Mortal Kombat? Við höfðum að sjálfsögðu rangt fyrir okkur, enda er Mortal Kombat ekki sjón að sjá miðað…
eftir Benedikt Aron Salómeson Nýjasti leikur tölvuleikjafyrirtækisins Funcom, The Secret World (TSW), hefur fangað mikla athygli um netheima nýlega eftir að tölvuleikjarisinn EA Games ákvað í janúar síðastliðnum að aðstoða við útgáfu leiksins. Funcom hefur áður gefið út leiki á borð við Bloodline Champion, Age of Conan og Pets vs Monsters. The Secret World er MMORPG (Massive Multiplayer Online Role-Playing game) og fer spilarinn með hlutverk hetju sem hann býr til. Það sem TSW hefur hinsvegar umfram aðra MMO leiki, eins og World of Warcraft, Runescape, Guild Wars og fleiri, er að spilarinn velur sér ekki sérhæfileika heldur eru allir…
eftir Kristinn Ólaf Smárason Hefur þig einhvern tíman langað til þess að spila spil þar sem þú getur verið stökkbreyttur vampírukúreki sem kann Kung-Fu? Eða kannski göldróttur vélrænn geimálfur? Þá er Munchkin spil fyrir þig! Munchkin er kortaspil sem gerir létt grín að hlutverkaspilum, bíómyndum, bókum og almennri poppmenningu. Spilið hefur unnið sér til fjölda verðlauna og er gefið út af Steve Jackson Games, en það fyrirtæki er einmitt hvað frægast fyrir G.U.R.P.S. hlutverkaspilakerfið. Steve Jackson lýsir Munchkin sem hlutverkaspili án alls þess vesens sem fylgir því að spila hlutverkaspil, eins og að leika persónur eða eyða mörgum vikum eða…
Í bókinni Myrkfælni eftir Þorstein Mar Gunnlaugsson er a finna ellefu smásögur sem allar teljast hryllings eða draugasögur. Þorsteinn er hér kyrfilega að feta í fótspor Bandaríska rithöfundarins H. P. Lovecraft, og í minna mæli Edgar Allan Poe. Þetta er þó ekki endilega höfundinum til hróss, því þó Lovecraft hafi átti góðar hugmyndir og teljist óneitanlega brautryðjandi, þá telst hann ekki til færari rithöfunda sem Bandaríkin hafa alið. Þorsteinn Mar sýnir þó í þessu safni smásagna að hann hefur gríðargott ímyndunarafl og skrifar vel þegar hann nær að fjarlæga sig frá Lovecraft. Fyrsta sagan ein og sér er til að…
Þann 11. júní síðastliðinn var uppvakningaganga (e. zombie walk) haldin í Reykjavík þar sem fólk fór í uppvakningagervi og ráfaði um miðbæinn. Uppvakningagöngur hafa verið haldnar víðsvegar um heiminn síðastliðinn áratug, í kjölfar vinsælda uppvakninga í bókmenntum, kvikmyndum og tölvuleikjum. Uppvakningarnir í Reykjavík söfnuðust saman á tveimur stöðum; við Hlemm annars vegar og við Tækniskólann hins vegar. Gangan frá Hlemmi hófst á slaginu þrjú og gekk sú hjörð niður Laugaveginn á meðan seinni hópurinn lagði af stað frá Tækniskólanum korteri síðar og ráfaði niður Skólavörðustíg. Hóparnir tveir mættust að lokum þar sem Skólavörðustígur og Laugavegur mætast og gengu saman áfram…
Hin árlega tölvuleikja- og leikjatölvusýning E3 (Electronic Entertainment Expo) var 7. – 9. júní síðastliðinn. Sýningin er ein sú stærsta sinnar tegundar og úr mörgu að velja. Hér höfum við tekið saman það helsta sem kom úr kynningunum frá leikjatölvu- og tölvuleikjarisunum þrem; Microsoft, Nintendo og Sony. NINTENDO Ein stærsta tilkynningin á E3 sýningunni kom á Nintendo kynningunni þegar þeir sögðu frá nýrri leikjatölvu sem er væntanleg árið 2012. Í kynningunni var auk þess fjallað um Nintendo 3DS og 25 ára afmæli Zelda seríunnar. Nintendo lagði mikla áherslu á að þeir vildu ná til sem allra breiðasta hóp tölvuleikjaspilara…
Hin árlega tölvuleikja- og leikjatölvusýning E3 (Electronic Entertainment Expo) var 7. – 9. júní síðastliðinn. Sýningin er ein sú stærsta sinnar tegundar og úr mörgu að velja. Hér höfum við tekið saman það helsta sem kom úr kynningunum frá leikjatölvu- og tölvuleikjarisunum þrem; Microsoft, Nintendo og Sony. SONY Stór hluti af kynningu Sony fjallaði um nýju handheldu leikjavélina frá þeim; PlayStation Vita. En auk þess var sýnt sýnishorn úr væntanlegum leikjum í PlayStation og lögð áhersla á framtíð þrívíddarsjónvarpa og möguleika PlayStation Move. Hilmar Pétursson framkvæmdastjóri íslenska leikjafyrirtækisins CCP tilkynnti framtíð tölvuleiksins DUST 514. Starfsmenn Sony byrjuðu á því…