Greinar

Birt þann 18. ágúst, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

SIN – Íslenska Star Wars Galaxies félagið

eftir Ella, Skoleon

Star Wars Galaxies (SWG) er tölvuleikur sem gefinn var út seinni hluta árs 2003 af Lucas Arts og Sony Online Entertainment. Þetta er hlutverkaleikur sem byggði á fjölspilun og flokkast sem MMO leikur (Massively Multiplayer Online Game). Leikurinn var frábrugðinn hefðbundnu fjölspilunarleikjum þess tíma þar sem spilarar höfðu val á mismunandi hæfni (e. skills) í stað hins hefðbundna stigakerfis (e. level system). Leikurinn bauð einnig upp á tuttugu og fjögur fög (e. professions).

 

Upphaf

SIN Aðdráttarafl leiksins byggðist að mestu á vinsældum Star Wars hugarheimsins. Aðdáendur kvikmyndanna og menningu sem skapast hefur í kjölfar þeirra sem hafa lengi sótt í tölvuleiki byggða á ýmsum útfærslum frá þessum heimi. Hópur fólks hóf spilun leiksins hér á landi og voru þeir allir aðdáendur Star Wars.

Stærsti hluti spilara á Íslandi spiluðu leikinn á þjóni (e. server) sem stilltur var eftir tímastillingu sem notuð er hér á landi, sem er staðartími Greenwich. Einn samhentur vinahópur spilaði þó á  amerískum þjóni sem stilltur var á kyrrahafstíma sem er -8 tímar við okkur. Það gerði það að verkum að meðlimir hópsins voru oft eini hópurinn á þeim þjóni. Svo bættust við vinir vinahópsins og jafnt og þétt óx hópurinn upp í tuttugu manns og þótti það ágætur fjöldi íslendinga í  Star Wars Galaxies á þeim tíma sökum vinsælda Eve Online hjá íslenskum spilurum.

Þróunin á spilun hópsins tók breytingum, skiptist hann í smærri einingar og upprunalegi hópurinn sundraðist. Meðlimir upprunalega hópsins tóku að sér einskonar stjórnenda- og talsmannahlutverk á milli þessara smærri hópa í tilraun til að halda betur utan um heildina en það virtist ekki ganga. Til að bregðast við þessu vandamáli voru stofnuð samtök sem nefnd voru SIN.

SIN var ekki stofnað fyrr en nokkrum vikum eftir að leikurinn kom út og var það persónan (e. character) Davíð Oddson sem var skráður fyrir samtökunum (e. Guild). Stofnendur voru þeir Ævar Örn Guðjónsson og Kolbeinn Páll Erlingsson. Tilgangurinn með stofnun SIN var að halda utan um hópinn og byggja upp íslenskt samfélag innan Star Wars Galaxies á Shadowfire þjóninum.

 

Sagan byrjar

Einfaldar reglur voru lagðar niður. Meðlimir SIN máttu einungis vera stuðningsmenn keisarans (e. imperials), vera af íslensku þjóðerni og reyna að auka fjölda meðlima (eiga að fá alla sem þeir þekktu til að spila). Þetta var gert til að auka skemmtanagildi leiksins og  stefnan var að gerast ekki þungavigtar PVP (Player Versus Player) eða PVE samtök  (Player Versus Environment) En þróunin varð hinsvegar í PVP spilun og var það skemmtilegra en SIN menn höfðu haldið. Áberandi var hvað skapaðist mikill rígur milli spilara uppreisnarmanna (e. rebel)  og spilara keisaraveldisins. Markmið keisaraveldisins var að útrýma uppreisnarmönnunum en hvernig gæti lítill hópur íslenskra spilara náð yfirhöndinni í baráttunni. Bygging herstöðva gekk ekki upp þar sem hópurinn var ekki nægileg stór til að verja þær. Ákveðin var sú stefna að skæruhernaður væri öflugasta leiðin til árangurs þar sem átta tíma mismunur var þeim við hlið og litlar líkur að hitta hóp af uppreisnarmönnum.

 

 

Hópurinn hélt saman og flakkaði milli borga og pláneta með því hugarfari að drepa sem flesta. Allir sem urðu fyrir vegi hópsins týndu lífi hvort sem um var að ræða dansara, lækna, byrjendur eða handverksmenn (e. crafters) Þegar hópurinn kom aftur á upphafsreit var leikinn sami leikur.

Orðspor samtakanna fór að vaxa. Þeir vorum taldir ósanngjarnir og leiðinlegir að mati uppreisnarmanna en fengu góðar viðtökur hjá keisaraveldinu.
Það kom oft upp sú staða að samtökin gátum ekki fengið þjónustu í formi brynja, vopna, húsa, húsgagna, mat og læknisþjónustu. Spilarar neituðu samtökunum og sögðu að SIN væru á svörtum lista hjá sér en það gladdi einungis hópinn. Það benti til þess að við höfðum haft mikil áhrif með gjörðum okkar og sköpuðum okkur orðspor en kröfurnar um inngöngu í SIN voru viðhafðar og ekki komust allir inn sem vildu. Samtökin stækkuðu jafnt og þétt þar til stofnuð var borg sem fékk nafnið SIN en það var skemmtileg tilviljun að á yfirlitskortinu var borgin skráð sem SIN City. Davíð Oddson var orðinn bæjarstjóri Sin City í Star Wars Galaxies.

Davíð Oddson var orðinn bæjarstjóri Sin City í Star Wars Galaxies.

 

 

 

Jedi og Sith  breytingar í nánd

Þegar möguleikanum um að ná Jedi og Sith fögum var bætt inn í leikinn voru nokkrir meðlimir SIN sem ákváðu að reyna við þau fög en torvelt var að ná þeim. Kröfurnar til að verða Jedi eða Sith voru þær að þjálfa þurfti heilt fag að fullu og bíða svo og sjá til hvort fengust leiðbeiningar til þess að verða Jedi eða Sith. Ef það virkaði ekki þurfti að taka fyrir næsta fag og þannig gekk það koll af kolli þar til að spilarar náðu markmiðinu.

Ekki leið á löngu þar til að stór hluti SIN meðlima urðu Sith og voru samtökin opnuð í kjölfarið. Allir gátu fengið inngöngu en ekki var mikil aðsókn í byrjun. Það var ekki fyrr en að við fórum að draga Sith meðlimi að samtökunum og urðum að stærstu Sith samtökum á leikjaþjóninum, enda var 90% meðlima Sith. Stærð og styrkur hópsins gerði þeim kleift að auka skæruhernaðinn og SIN gat spilað á háanna tíma þar sem að samtökin innihéldu nú Bandaríkjamenn.

Sony gerði miklar breytingar á leiknum sem féll ekki í kramið hjá spilurum og hætti þá upprunalegi hópurinn að spila leikinn.

 

 

Eftir að stofnendur SIN féllu frá hélt félagið þó áfram og stækkaði. Eftir þriggja ára fjarveru þá fór ég aftur að spila og sá að SIN var búið að stofna átta borgir á jafn mörgum plánetum. Þær voru allar í eyði og SIN var ekki lengur sjáanlegt. Í minningunni var veldi SIN glæstari en örlög þess hjá þeim sem spiluðu þegar það var upp á sitt besta. Við endurkomuna varð ég eftirsóttur, annars vegar  af spilurum sem vildu ólmir fá mig í samtökin sín eða spilarar með það að markmiði að drepa mig.

 

Star Wars The Old  Republic

Nú er kominn nýr Star Wars MMO, það mun vera The Old Republic en hann á að gerast þremur þúsundum árum áður en kvikmyndin Phantom Menace á sér stað og SIN hefur verið stofnað á ný.
Hægt er að sækja um aðild að samtökunum á heimasíðu Star Wars The Old Republic: swtor.com eða bara fara beint á SIN síðuna  SIN – Guild

Heimasíða SIN – Guild: www.swtor.com/guilds/8869/sin

 

Stefna SIN er einföld:
  • Í SIN er öllum leyft að vera með á meðan að borin er virðing fyrir öllum.
  • SIN er ekki þungavigta samtök heldur hópur áhugamanna um Star Wars.
  • Ef meðlimir SIN vilja að SIN verði öflugri þá geta þeir tekið skrefið og byggt það upp með stuðningi stjórnenda SIN, þ.e.a.s. að SIN mun ekki stoppa uppbyggingu þess á meðan að frumreglunum verði ekki breytt.
  • SIN meðlimir eru sjálfstæðir og ekki er gerð krafa um að þeir verði að gera eitthvað fyrir samtökin og öfugt. Heldur munu meðlimirnir aðstoða þig.
  • Þú verður að spila, hversu mikið skiptir ekki máli og ef þú þarft að fara frá þ.e.a.s. vegna frís, veikinda eða einhvers annars þá þarf að láta leiðtoga vita svo þér verði ekki hent út þegar verið er að taka til í meðlimalistanum.
  • SIN er tilvalið fyrir lítinn vinahóp sem vill bara spila saman en vera nálægt öðrum til að spjalla, fá hjálp, veita félagsmönnum aðstoð eða bara til þess að spila saman.

 

Deila efni

Tögg: , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnSkildu eftir svar

Efst upp ↑