Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Það er sólríkur dagur í garðinum og nóg af mat að finna fyrir dúfurnar sem flækjast þar um. Skyndilega er bannskillti skellt niður í gras garðsins; EKKI GEFA FUGLUNUM. Sumarlegur bakrunnurinn dekkist og verður að lokum blóðrauður. Ein vel feit dúfa stendur upp, pírir augun og flýgur fram af byggingu með hefnd í huga. Þetta eru ekki myrk ragnarök – þetta eru hvítustu DRITARÖK sem heimurinn hefur séð! Dúfan flýgur yfir hús, menn, grill, bekki, þekktar byggingar og flugdreka og dritar sínu hvítasta niðurgangsdriti á þá. Leikurinn er gerður af þýska smáleikjafyrirtækinu Wolpertinger Games sem hefur gefið út smáleikinn Quizocalypse,…

Lesa meira

Í tölvuleiknum Techno Kitten Adventure stjórnar spilarinn ofurtöffara kettlingi með þotubagga (jetpack). Markmiðið í leiknum er einfalt; að forðast snertingu við glitrandi stjörnur, en í hverju borði eru láréttar línur uppi og niðri og ýmsar hindranir þar á milli sem samanstanda af slíkum stjörnunum. Leikurinn er fáanlegur í netverslun Xbox 360, Windows Phone 7 og iOS, en við prófuðum leikinn í Xbox 360. Þar notar spilarinn aðeins einn takka (A) til að stýra kettlingnum – þotubagginn kemur kettlingnum upp þegar ýtt er á takkann en fer niður þegar takkanum er sleppt. Reglur leiksins eru afskaplega einfaldar og það er afar…

Lesa meira

Við hjá Nörd Norðursins kíktum í heimsókn til Michelsen úrsmiða snemma í júlí og fengum að skoða nýja sendingu af heldur óhefðbundnum úrum. Um er að ræða lúxusúr sem eru framleidd af úrsmiðum RJ-Romain Jerome sem nota tunglryk, íslenskt hraun og ryð úr breska farþegaskipinu Titanic. RJ-Romain Jerome er frekar ungt merki en fyrirtækið var stofnað árið 2004, þrátt fyrir ungan aldur hefur það öðlast miklar vinsældir á stuttum tíma með hugmyndinni og slagorðinu: „DNA of famous legends“ eða „DNA þekktra goðsagna“. Hugsunin á bak við DNA lúxusúrin frá RJ er að taka þekkta sögufræga hluti og færa þá yfir…

Lesa meira

Flestir nördar fæðast með áhuga á vísindaskáldskap. Í vísindaskáldskap má finna samblöndu af því helsta sem kætir okkur nörda; framtíðin, geimvísindi, geimverur, vélmenni, gervigreind, tímaflökkun, geislabyssur, tækni, fjarhrif og yfirnáttúrulegir hlutir. Óhefðbundnar austur-evrópskar rannsóknir gefa jafnframt til kynna að vel heppnaður vísindaskáldskapur virki betur á nörda en öll önnur stinningarlyf samanlagt. En nóg um það! Á næstu vikum og mánuðum verður fjallað um um fimm bestu vísindaskáldsögur allra tíma. Jóhann Þórsson verður okkar sérfræðingur í þessum málum en hann gagnrýndi íslenska hrollvekjusafnið Myrkfælni í fjórða tölublaði og hefur auk þess tekið fyrir bókaumfjallanir á Rithringur.is og hefur verið birt efni…

Lesa meira

Hinir sívinsælu Þrumukettir, eða ThunderCats, hafa snúið aftur í nýrri seríu á Cartoon Network. Eins og sést á þessari mynd hefur útlit persónanna verið breytt og teiknimyndastíllinn í heild sinni.Fyrsti þátturinn lofar góðu og hefur fengið 9,3 í einkunn á TV.com.

Lesa meira

eftir Daníel Pál Jóhannsson Warhammer 40.000: Kill Team var gefinn út í júlí á Xbox Live Arcade og PlayStation Network kerfin og kostar hann $10 eða 800 Microsoft punkta.THQ sáu um gerð leiksins en eins og þeir hafa sýnt og sannað með Dawn of War seríunni, þá kunna þeir sitt þegar kemur að því að flytja söguna og skemmtunina við Warhammer 40K yfir á tölvuleikjaform. Saga leiksins er sú að Orka Kroozer geimskip er á leið til plánetu sem er í eigu Keisarans. Svokallað Kill Team af Space Marines er sent til að ráðast á geimskipið og samanstendur liðið af…

Lesa meira

Í júlí var tilkynnt að sérstök Star Wars útgáfa af Xbox 360 leikjavélinni verður fáanleg í takmörkuðu upplagi á næstunni. Hægt er að forpanta gripinn á Amazon og víðar. Eins og sést á myndinni eru vélmennin 3CPO og R2D2 fyrirmyndin að útlitinu.

Lesa meira

eftir Helga Þór Guðmundsson Árið 2010 var ár Android á Íslandi. Símar sem innihéldu þetta frábæra stýriker frá Google hrúguðust inná markaðinn og sköpuðu fyrstu alvöru ógnina við vinsældir Iphone. Android símar eru vandaðir og á mjög sanngjörnu verði. En hvað gerir það að verkum að snjallsímar skapa jafn vinsæla upplifun og raun ber vitni? Það eru smáforritin sem eru dagsdaglega kölluð enska heitinu Apps. Smáforritin gera notendum kleift að sækja sér fjölbreytt úrval af efni beint í símann sinn. 1. Já.is – símaskráin í símann þinn Þegar einhver hringir í þig leitar appið í símaskrá já.is hver er…

Lesa meira

Flestir sem þekkja til eldri mynda Steven Spielbergs, á borð við E.T. og Close Encounters of the Third Kind, sem eru goðsagnakenndar í kvikmyndaheimi vísindaskáldskaps, vita eflaust að Super 8 er óður til leikstjórnar Spielbergs frá þeim tíma. Ekki nóg með það heldur framleiddi hann myndina ásamt J.J. Abrams, leikstjóra og handritshöfund myndarinnar. Hér, líkt og með Cloverfield (sem Abrams framleiddi líka) hefur legið mikil leynd yfir söguþræði myndarinnar og ætla ég svo sannarlega ekki að svipta hulunni af myndinni því það er eitt það besta við Super 8. J. J. Abrams getur nú skellt því í ferilskrána sína að…

Lesa meira

Árið 2003 voru kvikmyndir á mikilli hraðferð inn á áhugasviði mitt. Ég hef haft mikinn áhuga á kvikmyndum síðan ég var krakki en það var ekki fyrr en í kringum 1997-2003 þegar brennandi áhugi á kvikmyndagerð sjálfri hófst að mótast í huga mínum. Árið 2003 voru það lokakafli Hringadróttinssögu og X-Men 2 sem höfðu þá mest áhrif, en það var X-Men 2 sem opnaði flóðgáttina að möguleikum ofurhetjumynda fyrir mér, og hvað góður sumarsmellur væri. Síðan þá hefur serían valdið óneitanlega miklum vonbrigðum fyrir gagnrýnendum jafnt sem aðdáendum fyrstu tveggja myndanna. En nú hefur serían verið keyrð í gang á…

Lesa meira