Íslenskt

Birt þann 28. ágúst, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Viðtal: AidBit

Atli Snær, eða AidBit, er nemi við Menntaskólann við Sund og hefur verið að semja og spila 8-bita tónlist (sem margir ættu að kannast við úr gömlu gráu Nintendo leikjavélinni (NES)) sem hægt er að nálgast á Soundcloud síðunni hans: www.soundcloud.com/aidbit.Hvernig kom það til að þú fórst að semja og spila 8-bita tónlist?
Ég hef alltaf haft áhuga á tölvuleikja tónlist og bara tónlist almennt. En þetta byrjaði fyrir  nokkrum mánuðum þegar mér leiddist og ákvað að búa bara til 8-bit lag, svo einfalt er það.

Hefur þú verið að spila/semja lengi?
Ég hef verið að spila tónlist í svona 5 ár en ekkert verið í 8-bit tónlist fyrr en bara nýlega. Ég hef verið í 2 hljómsveitum yfir ævina og spilað á bassa í þeim báðum.

Semur þú og spilar þú allt þitt efni sjálfur?
Öll 8-bit lögin sem ég hef gert eru 100% eftir mig nema eitt þeirra sem heitir DanceDance og er lag sem ég og pabbi minn vorum að dunda okkur við á góðum degi.

Þekkir þú til annara tónlistarsviða eða var 8-bita tónlistin upphafið hjá þér?
Ég er aðeins nýlega búinn að vera að pæla í 8-bit tónlist en ég hef verið að spila í hljómsveitum og bara að ‘djamma’ með einhverjum vinum. Fyrir utan 8-bit tónlist hef ég mikinn áhuga á Funki, Jazz, Blús og flestu sem tengist Progressive rokki.

Áttu einhverjar fyrirmyndir í 8-bita tónlistarheiminum?
Aðallega er það bara 8-bit nintendo tónlist, sérstaklega Pokémon tónlistin. Annars lít ég líka upp til Anamanaguchi sem eru frægir fyrir chiptune tónlist en ekki endilega 8-bit tónlist samt. Get líka sagt að Strokes hafi óbein áhrif á lögin mín þar sem ég reyni mikið að herma eftir ferskleikanum sem er í lögunum þeirra.

Hvaða tæki og tól notar þú til að semja og spila tónlistina þína?
Það eina sem ég nota er Guitar Pro og forrit sem heitir GXSCC. Ég byrja á að setja upp lagið í MIDI í Guitar Pro og færi svo MIDI file-inn yfir í GXSCC til að fá þetta 8-bit sound.

Myndir þú segja að það sé mikill áhuga á 8-bita tónlist á Íslandi?
Ég myndi ekki segja mikill en allavega einhver. Það halda örugglega flestir að þetta sé BARA tölvuleikja tónlist og ekkert annað. En þar sem það er mikill áhugi fyrir ferskri electro tónlist á Íslandi þá held ég að 8-bit/chiptune tónlist gæti vel meikað það.

Hvar er hægt að nálgast efni eftir þig?
Á www.soundcloud.com/aidbit er hægt að nálgast öll lög sem ég hef gert.

Hefur tónlist þín náð til útvarpsstöðva á Íslandi?
Ekki enn, hef reyndar ekkert mikið verið að koma henni á framfæri en mun örugglega fara að gera það á næstunni.

Má búast við nýju efni frá þér á næstunni?
Það er aldrei að vita, fer eiginlega bara eftir stuði í mér. En það á klárlega eftir að koma meira frá mér.

Spilar þú tölvuleiki? Ef svo er, áttu þér uppáhalds leikjatölvur og uppáhalds tölvuleiki?
Ég held það sé ekki hægt að semja 8-bit tónlist án þess að spila tölvuleiki. En uppáhalds leikjatölvurnar mínar eru líklegast Game Boy og XBOX360. Ég á svo mikið af uppáhalds tövuleikjum en helstu eru Call of Duty serían, Pokémon og Elder Scrolls leikirnir.

Eitthvað að lokum?
Endilega tékkið á lögunum sem ég hef gert og segið hvað ykkur finnst, alltaf gott að vita hvað er hægt að bæta og hvað er gott.

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnSkildu eftir svar

Efst upp ↑