– eftir Kristinn Ólaf Smárason Ef þú varst barn eða unglingur á árunum í kringum 1990 þá annað hvort áttirðu, eða þekktir einhvern sem átti gömlu góðu Nintendo Entertainment System tölvuna (NES). Ef ekki, þá misstirðu af miklu og varst sennilega alin upp af tófum á miðhálendinu. Seinustu ár hefur það færst mikið í vöxt að fólk grafi upp þessa gömlu gráu hlunka úr geymslunum sínum og byrji að spila klassísku leikina aftur. Aðrir taka það skrefinu lengra með því að kaupa, selja og safna leikjum og fylgihlutum sem tengjast þessari fornu vél. Eins og gengur og gerist í safnaraheiminum eru…
Author: Nörd Norðursins
Nú er hægt að sækja sykursæta þrautaleikinn Portal (2007) ókeypis í gegnum vefverslun Steam, en þar kostar leikurinn vanalega um $20. Með framtakinu vill útgefandi leiksins – Valve – hvetja kennara til að nota leikinn til kennslu, en líkt og hefur komið fram í greininni Að læra er leikur einn geta tölvuleikir nýst ansi vel sem kennslutól. Samhliða þessu hefur vefsíðan Learn With Portals verið opnuð þar sem farið er yfir kennslumöguleika leiksins. Portal 2 kom út á þessu ári og hefur hann, líkt og fyrri leikurinn, hlotið mjög góða dóma. Við hvetjum sérstaklega aðdáendur þrautaleikja og kennara til að…
Jóhann Þórsson fjallar um FIMM BESTU VÍSINDASKÁLDSÖGUR ALLRA TÍMA. Árið er 2131. Fimmtíu árum áður lagði loftsteinn ítölsku borgirnar Padua og Verona í rúst, og í kjölfarið var ákveðið var að setja á fót SPACEGUARD, verkefni sem miðaði að því að láta gervitungl fylgjast með smástirnum í sólkerfinu til að fyrirbyggja að svona lagað gæti gerst aftur. Rendezvous With Rama byrjar á því að SPACEGUARD greinir hlut sem kemur inn í sólkerfið á ógnarhraða, og við nánari athugun kemur í ljós að hann getur ekki verið náttúrulegur. Ráðmenn ákveða síðan að senda þurfi skip til að kanna þetta en sökum…
Leikjatölvur urðu ekki vinsælar á Íslandi fyrr en snemma á níunda áratugnum. Leikjatölvurnar voru upphaflega vinsælar í Bandaríkjunum og síðar meir í Evrópu og steig leikjatölvan sín fyrstu skref hérlendis rúmlega áratug eftir að Magnavox Odyssey kom út í Bandaríkjunum 1972 (sjá Saga leikjatölvunnar). Leikjatölvur fengu fljótt ágætar undirtektir hér á landi. Fyrst um sinn voru orðin leikjatölva og tölvuleikur ekki mikið notuð fyrr en nýlegri kynslóð af leikjatölvum voru fáanlegar hérlendis (sbr. NES). Líklega var það vegna þess að um nýjan tæknibúnað var um að ræða og því engin íslensk nýyrði komin yfir tilheyrandi tæki og tól sem fylgdu…
Vinsælasti tölvuleikjaþáttur landsins hefst aftur eftir fimm mánaða sumarfrí. Fyrsti þátturinn í TÍUNDU seríu verður sýndur fimmtudaginn 15. september og verður í opinni dagskrá á Skjá Einum. Í þáttunum fjalla þeir GameTíví bræður, Ólafur Þór og Sverrir Bergmann um nýjustu leikina að hverju sinni, væntanlega leiki ásamt því að slá á létta strengi af og til með áskorunum, keppnum og getraunum.
Blessaður og sæll lesandi kær og velkominn í FM-hornið. Ég hef nú ætlað að skrifa greinar um leikinn Football Manager síðan þetta blað hóf útgáfu sína og hef loks látið verða að því. Það má svo sem deila um hversu vel þetta efni passar hérna inn þar sem margir þeirra sem lýsa því yfir með stolti að þeir séu nerðir, hafa engan áhuga á þessu efni og margir þeirra sem sökkva sér í þennan leik geta engan vegin samþykkt að þeir séu nerðir; „bara fótboltaáhugamenn“. Það hvernig þessi leikur tekur á fótboltanum er þó óumdeilanlega njarðarlegt, að sitja og horfa…
Víkingurinn Eiríkur er með svarið við því…
– eftir Ólaf Waage Þessi grein er ætluð þeim sem hafa áhuga á að kynna sér hvað það er að forrita, og er búist við því að lesandinn viti lítið sem ekkert um forritun. Í grunninn snýst forritun um það að leysa vandamál. Vandamálin og hvernig þau eru leyst eru jafn mörg og þau eru mismunandi, en forritarar nýta sér ýmsar aðferðir til þess að einfalda þau, og þeir geta einnig nýtt hluta af lausn á eldra vandamáli til þess að aðstoða við lausnina á því nýja. Buxur eru flóknar Ímyndum okkur að þú standir fyrir því vandamáli að…
Ég var á röltinu í úthverfi í ytri London og rakst þar á litla dótabúð. Í búðinni var fátt merkilegt – Timmy Time, In The Night Garden og leikaföng úr fleiri breskum barnaþáttum. Það skemmtilega við þessa litlu búð var að nánast eina dótið fyrir eldri krakka voru hlutir úr tölvuleiknum Halo. Ég bara varð að smella nokkrum myndum af þessari snilld. – BÞJ Til gamans má geta að það er hægt að finna heilan helling af Halo leikföngum í ýmsum verslunum – m.a. vefverslun Amazon.co.uk.
Í þessari grein er stefnt að því að kynna Linux stýrikerfin og þá helst Ubuntu stýrikerfið sem er orðin vinsælust af þeim dreifingum sem eru í gangi og eru notendavænstar fyrir almenning.Við byrjum á smá söguyfirliti og hvernig grunnkerfin í Linux hafa þróast og hvernig uppbygging þeirra er en síðan munum við fara í gegnum það hvernig hægt er að ná í Ubuntu drefingu og prófa hana án þess að setja hana upp á tölvunni. Síðan munum við fara í gegnum uppsetningarferlið og vísa í heimasíður þar sem farið er skref fyrir skref í gegnum uppsetninguna og leiðbeint hvernig hægt…