Greinar

Birt þann 12. september, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

2

FM hornið

Blessaður og sæll lesandi kær og velkominn í FM-hornið. Ég hef nú ætlað að skrifa greinar um leikinn Football Manager síðan þetta blað hóf útgáfu sína og hef loks látið verða að því. Það má svo sem deila um hversu vel þetta efni passar hérna inn þar sem margir þeirra sem lýsa því yfir með stolti að þeir séu nerðir, hafa engan áhuga á þessu efni og margir þeirra sem sökkva sér í þennan leik geta engan vegin samþykkt að þeir séu nerðir; „bara fótboltaáhugamenn“. Það hvernig þessi leikur tekur á fótboltanum er þó óumdeilanlega njarðarlegt, að sitja og horfa á tölur, velta fyrir sér leikaðferðum og reyna að gera samninga við tölvugerða þjálfara, leikmenn og umboðsmenn, þar sem hegðun þeirra ræðst af tölugildum.

Í þessum pistli, sem og nokkrum til viðbótar í komandi tímaritum, verður farið yfir það helsta sem þarf að vita til að spila leikinn, hvað skiptir máli og hvað ekki, og hvernig megi fá sem mest úr honum.

Í þessum pistli, sem og nokkrum til viðbótar í komandi tímaritum, verður farið yfir það helsta sem þarf að vita til að spila leikinn, hvað skiptir máli og hvað ekki, og hvernig megi fá sem mest úr honum.

Gefum okkur það að þú sért að hefja nýjan leik og tekur við einhverju liði. Það fyrsta sem þú verður að gera er að kynna þér liðið. Þetta er nokkurra klukkutíma vinna og kannski ekki það skemmtilegasta í leiknum. En með því að gera þetta þegar þú byrjar, ættir þú að þekkja betur styrkleika og veikleika liðsins sem þú ert að fara að stýra, og veist því betur hvað þarf að gera og ert þar af leiðandi fljótari að öllu sem á eftir kemur. En hvað þarf að skoða?

Flestir byrja á því að skoða leikmennina sem þeir hafa úr að moða. Þetta eru að mestu leiti leikmennirnir sem þú ert að fara að nota næstu árin, nema þú hafir gerst svo djarfur/djörf að taka yfir Manchester City eða Real Madrid, sem eyða það miklu í leikmannakaup að þú getur keypt þá leikmenn sem þig langar í, og byggt upp liðið eins og þér sýnist. Ef þú valdir þér eitthvað annað lið þarftu að kynnast leikmönnunum þínum. Í hverju eru þeir góðir, hvar eru þeir slakir, og miðað við hópinn sem þú ert með, hvaða leikaðferð (tactic) hentar liðinu þínu best. Það er ekki æskilegt að mæta með fyrirfram ákveðna leikaðferð og ætlast til að liðið þitt geti spilað hana, nema auðvitað hjá City og Real, þar sem þú getur bara keypt leikmenn til að fylla í skörðin. Þegar allt kemur til alls gerir leikaðferðin þín ekki nema svo mikið því á endanum fer alltaf allt eftir leikmönnunum sem þú ert að láta framkvæma leikaðferðina þína. Þess vegna verður þú að miða leikaðferðina þína við leikmennina. Þarna kemur veikleiki þess að nota niðurhalaða leikaðferð, því það er ekki til nein leikaðferð sem virkar fyrir öll lið heimsins.

 

 

Nú þegar þú ert búinn að kynnast leikmönnunum þínum, sjá hverjir verða líklegast í aðalliðinu þínu og hverjir eru upprennandi stjörnur fyrir liðið er kominn tími á að skipuleggja liðið. Settu þá sem þú ætlar að nota í aðalliðið, hafðu unglingana áfram í unglingaliðinu, en stilltu þá þannig að þeir efnilegu af þeim leiki einnig með varaliðinu. Losaðu þig svo við restina af leikmönnunum. Of stór hópur leikmanna er vandamál, bæði peningalega og fyrir móralinn í liðinu. Ef of margir menn eru að slást um sömu stöðurnar eru miklar líkur að fáir eða engir þeirra fái að spila nógu mikið, sem hefur áhrif á form þeirra og ánægju. Reyndu að minnka hópinn niður í 25 manns í aðalliðinu, engan í varaliðinu og 15 til 25 í unglingaliðinu. Varaliðið verður þá eingöngu skipað efnilegum unglingum og þeim sem ekki fá að spila nægilega mikið í aðalliðinu til að halda sér í formi. Með þessu sparast mikill launakostnaður, leikmennirnir eru ánægðari vegna þess að þeir fá allir að spila nóg og leikmennirnir eru allir í góðu formi, nema ef þeir slasast, auðvitað. Með því að hafa hópinn svona lítinn færðu líka betri yfirsýn yfir liðið þitt. Þú ættir að geta þekkt alla þessa leikmenn, persónuleikann, veikleikana, styrkleikana og ef það er einhver í liðinu sem þú þekkir ekki ertu greinilega með of stóran hóp.

Nú þegar þú ert sátt/ur með liðið er kominn tími til að snúa sér að starfsfólkinu, og við skulum byrja á að skoða aðstoðarþjálfarann (assistant manager). Aðstoðarþjálfarinn er hugsanlega mikilvægasti maðurinn í leiknum. Hans hlutverk er að vega upp á móti öllum þínum veikleikum. Þannig verður þú að velta fyrir þér hvernig aðstoðarþjálfara þú vilt. Ef þú vilt að hann sjái um að hvetja leikmennina áfram fyrir leik, í hálfleik og í lok leiks, verður hann að hafa mikið í Motivation. Ef þú vilt að hann sjái um fréttamannafundina verður þú að skoða persónuleikann hans sem og Motivation og Determination. Persónuleiki hans byggir á földum tölum (hidden stats) og það er enginn leið fyrir þig að sjá þær, nema ef þú sækir forrit sem heitir Genie Scout. Það eru allir og allt með faldar tölur sem þú getur skoðað í því forriti. Ef þú vilt ekki setja upp þetta forrit skaltu skoða hvernig persónuleikanum er líst og er það vísbending um hvernig persónuleiki hans er uppbyggður. Ef þú vilt að aðstoðarþjálfarinn sjái um tilskipanir um hvernig sé tekið á andstæðingum í leik (opposition instruction) þá þarf hann að hafa tactical knowledge og judging player ability. Ef þú hlutstar á hvernig aðstoðarþjálfarinn metur leikmennina þína þarf hann að hafa gott Judging player ability og Judging player potential. Ef þú vilt að hann sé virkur í þjálfun leikmanna og vilt getað hlustað á þjálfunarráðgjöf hans þá þarf hann að vera góður í ýmsum þjálfunarflokkum sem og Motivation, Determination og Discipline. Ef þú vilt að hann stýri vara- og/eða unglingaliðinu verður hann að hafa Tactical Knowledge, judging player ability/potential, Man management (sem er nú reyndar bara mikilvægt fyrir aðstoðarþjálfarann yfir höfuð), Working with youngters. Adaptability gefur svo til kynna hversu fljótur hann er að aðlaga sig að liðinu þínu, hversu fljótur hann er að kynnast öllu og hvenær þú getur farið að taka mark á því sem hann  segir. Þetta er ekki leiðinlegt að hafa en ég hef persónulega aldrei lagt mikla áherslu á það.

Sjúkraþjálfararnir (physio) eru talsvert einfaldari. Það liggur í augum uppi að physiotherapy er aðalatriðið hjá þeim, en það er þó ekki það eina sem hefur áhrif. Það eru þrír aðrir eiginleikar sem skipta sjúkraþjálfarann máli, þó enginn þeirra sé jafn mikilvægur og physiotherapy. Til þess að vera fljótari að lækna leikmennina þurfa þeir að hafa Determination, Level of Disipline og Motivation. Það eru reyndar ekki allir sammála um þörfina á Motivation og þar sem að það eru engar leiðir til að sanna eða afsanna neitt þá sé ég tilgang í því að taka sénsinn.

Njósnarar (scout) eru álíka einfaldir og sjúkraþjálfararnir, hjá þeim eru tveir eiginleikar sem eru mikilvægastir, Judging player ability og Judging player potential. Það segir bara mjög einfaldlega hversu góður njósnarinn er í að dæma hæfileika og hvort leikmaðurinn sé efnilegur. En auk þess þarf að skoða hjá þeim Determination, adaptability og þekking hans á löndum/svæðum. Þekking hans á löndum er nokkuð augljós. Ef þú sendir njósnarann til svæðis sem hann þekkir vel getur hann strax farið að senda þér skýrslur sem koma þér að góðum notum en ef þú sendir hann til svæðis sem hann þekkir ekki, þarf hann tíma til að læra inn á svæðið áður en hann fer að senda þér skýrslur og þar kemur adaptability inní. Þeim mun betri sem hann er í því, þeim mun fljótari er hann að aðlagast nýju svæði og þeim mun fyrr getur hann farið að senda þér marktækar skýrslur. Eins og var með Motivation hjá sjúkraþjálfurunum þá er það sama með Determination hjá njósnurunum. Það eru ekki allir sammála um hvort það skipti máli en því er sem sagt haldið fram, að þeim mun ákveðnari sem njósnarinn er, þeim mun líklegri er hann til að leggja mikið á sig við að safna saman mörgum og góðum skýrslum og þeim mun meiri metnaður er í skýrslunum. Hvort þetta sé satt eða ekki er erfitt að segja og því segi ég það sama og áðan, af hverju að taka sénsinn?

Þá er komið að þjálfurunum, sem hafa orðið flóknari og flóknari í nýrri útgáfum af Football Manager. Þeim er þannig háttað núna að sama hvað þeir eru að þjálfa þá þurfa þeir að hafa Determination, Level of Disipline og Motivation sem og þann þjálfunarhæfileika sem þeir eru að þjálfa. Formúlurnar fyrir það hversu góðir þjálfarar þeir eru, er svona: (ath að DDM er Determination+Disipline+Motivation)

Strength og Aerobic þjálfun: Fitness*9 + DDM*2
Ef útkoman af þessu gefur 270 eða meira ertu með 5 stjörnu þjálfara, milli 240 og 269 gefur 4,5 stjörnur. 210-239 gefur 4 stjörnur, 180-209 gefur 3,5 stjörnur, 150-179 gefur 3 stjörnur, 120-149 gefur 2,5 stjörnur, 90-119 gefur 2 stjörnur, 60-89 gefur 1,5 stjörnur, 30-59 gefur 1 stjörnu og 0-29 gefur 0,5 stjörnur.

Goalkeeping – shot stopping og handeling þjálfun: Goalkeeping*2 + DDM

90 og hærra gefur 5 stjörnur, 80-89=4,5 70-79=4 60-69=3,5 50-59=3 40-49=2,5 30-39=2 20-29=1,5 10-19=1 0-9=0,5

Tactical þjálfun: Tactical*2 + DDM

90 og hærra gefur 5 stjörnur, 80-89=4,5 70-79=4 60-69=3,5 50-59=3 40-49=2,5 30-39=2 20-29=1,5 10-19=1 0-9=0,5Ball control þjálfun: Technical*6 + mental*3 + DDM*2
270+=5 240-269=4,5 210-239=4 180-209=3,5 150-179=3 120-149=2,5 90-119=2 60-89=1,5 30-59=1 0-29=0,5

Defending þjálfun: Defending*8 + (tactical+DDM)*3

360+=5 320-359=4,5 280-319=4 240-279=3,5 200-239=3 160-199=2,5 120-159=2 80-119=1,5 40-79 =1 0-39=0,5

Attacking þjálfun: Attacking*6 + tactical*3 + DDM*2

270+=5 240-269=4,5 210-239=4 180-209=3,5 150-179=3 120-149=2,5 90-119=2 60-89=1,5 30-59=1 0-29=0,5

Shooting þjálfun: Technical*6 + Attacking*3 + DDM*2

270+=5 240-269=4,5 210-239=4 180-209=3,5 150-179=3 120-149=2,5 90-119=2 60-89=1,5 30-59=1 0-29=0,5

Eins og ég sagði þá er þetta flókið og leiðinlegt að reikna þetta út svo ég mæli með að nota FM coach calculator þar sem þú getur slegið inn tölurnar og hann reiknar út stjörnugjöfina fyrir þig, eða Genie Scout, sem ég minntist á áðan, þar sem þetta stendur bara allt svart á hvítu og ekkert þarf að slá inn.

Nú ertu búin/n að taka leikmennina og starfsfólkið í gegn og þá eru bara tveir hlutir eftir áður en þú getur byrjað leiktíðina, en þar sem þessi grein er orðin meira en nógu löng þá fær það bara að bíða betri tíma líkt og allt hið endalausa efni sem við eigum eftir að fara yfir.

 

Þangað til næst

Stefán V.


Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn2 Responses to FM hornið

  1. Pingback: Spurt og spilað: Sölvi Tryggvason | Nörd Norðursins

Skildu eftir svar

Efst upp ↑