Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Vísindamönnum hjá UC Berkeley hefur tekist hið ótrúlega. Að taka myndir beint úr huganum og setja þær í stafrænt form svo að heimurinn geti séð. Prófessor Jack Gallant, taugasérfræðingur hjá UC Berkeley , segir „Þetta er risastórt skref í átt að endurbyggingu mynda úr huganum. Við erum að opna glugga inn í hugarheim okkar.“ Þeir notast við segulómstæki til að geta séð hvaða stöðvar í heilanum eru að vinna þegar viðfangsefnið horfir á stiklu. Viðfangsefnið liggur í segulómstækinu og horfir á myndbrot og vísindamennirnir sjá, óskýrt eins og er, hvað viðfangsefnið er að horfa á. Þessar upplýsingar fást með því að hlaða…

Lesa meira

Á fundi hjá CERN, heimsins stærstu rannsóknarstofu sem einblínir á eðlisfræði, var talað um niðurstöður úr tilraun sem bendir á möguleikann að fiseind hafi farið hraðar en ljóshraði. Tilraunin byggðist á því að CERN, í Geneva, bjó til hálfgerðan „geisla“ sem þeir skutu 732 km. í gegnum yfirborð jarðar til liðsfélaga sinna í Gran Sasso, Ítalíu. En merkisniðurstaðan kom í ljós þegar farið var yfir gögnin, að ein fiseindin kom 60 milljarðasta úr sekúndu fyrr en hún átti að koma ef hún hefði verið á ljóshraða. Búið er að reyna að fara yfir alla mögulega mannlega þætti og útreikninga sem…

Lesa meira

Maður að nafni Colter Stevens, þyrluflugmaður hjá bandaríska hernum, vaknar um borð í lest án þess að muna hvernig hann komst þangað. Stuttu eftir að hann gerir sér grein fyrir því að hann sé í líkama annars manns, springur lestin og hann vaknar í ókunnugum aðstæðum á ný. Hann virðist vera fastur á afskekktum stað og kemst hvergi; umkringdur vírum, skjám og málmi. Í gegnum skjáinn er honum gerð grein fyrir því að allt sem gerðist í lestinni var hluti af svokölluðu Source Code verkefni og að hann sé hluti af því. Markmið hans er að finna út í sýndarheimi…

Lesa meira

Það eru einn á móti 3.200 líkur á að gervihnöttur eigi eftir að lenda á jarðarbúa í kvöld (23.9.2011). Sem eru meiri líkur en að fá holu í höggi í golfi! Gervihnötturinn missti sporbaug sinn árið 2005 og hefur ekki tekist að beina honum á sporbauginn aftur. Hann ferðast á 28.800 km/klst (já, tuttugu og átta þúsund og átta hundruð!) hraða og er á stærð við rútu. Þegar hann mun koma inn í andrúmsloftið þá mun hann splundrast í nokkra hluta, sumir sem munu brenna upp í gufuhvolfinu, en nokkrir eiga eftir að falla niður á jörðina. Áætlað er að…

Lesa meira

Eins og margir Facebook notendur hafa tekið eftir hefur útlitið á Facebook aðeins breyst. Helstu breytingarnar eru í fréttaveitunni (eða News Feed) þar sem nýjustu fréttirnar birstast nú efst, helstu fréttirnar (top stories) merktar með bláum þríhyrningi í vinstra horninu þar á eftir og að lokum nýlegar fréttir af Facebook vinum. Hægra meginn á skjánum er svo lítill dálkur sem fylgir notendanum niður alla síðuna þar sem nýjar fréttir birstast samstundis. Þessar breytingar eru þó aðeins byrjunin þar sem forstjóri Facebook, Mark Zuckenberg, tilkynnti nýtt útlit á prófíl síðum á ráðstefnunni Facebook f8 í gær. Útlitið ber heitir Facebook Timeline…

Lesa meira

Í dag – föstudaginn 23. september – verður hin árlega Vísindavaka haldin í Háskólabíói milli kl 17:00 og 22:00. Á heimasíðu Rannís kemur fram að: Vísindavaka 2011 verður haldin föstudaginn 23. september 2011 í Háskólabíói. Rannsóknamiðstöð Íslands, RANNÍS, stendur fyrir Vísindavöku en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu í tengslum við Dag vísindamannsins. Evrópusambandið styrkir verkefnið, en Vísindavaka verður haldin samtímis í fjölmörgum borgum Evrópu. Sjá evrópska heimasíðu verkefnisins. Markmiðið með Vísindavökunni er að færa vísindin nær almenningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs…

Lesa meira

Það er mikilvæg stund í lífi nördans þegar hann finnur hið fullkomna nafn sem honum finnst segja til um getu, gæði og stærð vinarins. Einnig hafa ófáir vinirnir rætt um ýmsar láfur sem þeir hafa rekist á í gegnum tíðina og nefnt þær hinum ýmsu nöfnum. Hér koma svo nokkur vel valin gælunöfn. Donkey Kong Excalibur Frostmourne Geislabyssa Iron Man Joystick / Stýripinni Lightsaber / Geislasverð Little Einstein Magic wand Master of the Universe, Defender of our Galaxy Space Invader Sword of Omens Terminator The Master Key The Master Sword Tremor Batcave Dungeon Hairy Potter Hot Spot Innstunga…

Lesa meira

Icelandic Gaming Industry (IGI) var stofnað árið 2009 af helstu tölvuleikjafyrirtækum landsins. Tilgangur hópsins er að miðla þekkingu og reynslu sín á milli og um leið efla viðskiptatengsl meðal íslenskra leikjafyrirtækja. Tölvuleikjaiðnaðurinn á Íslandi fer stöðugt stækkandi og eflist ár frá ári. CCP stendur fremst í flokki tölvuleikjafyrirtækja hér á landi, en fleiri slík fyrirtæki starfa einnig hér á landi og má þar nefna Betware, CADIA, Dexoris, Digital White Knight, Fancy Pants Global, Gogogic, MindGames og Ymir. Auk þess eru síður á borð við Games4J og Leikjanet.is sem bjóða upp á fjölda netleikja. Aðrir miðlar sem einnig eru starfandi á…

Lesa meira

ATH: Myndin verður dæmd á sínum eigin forsendum, ekki sem endurgerð. Unglingurinn Charley Brewster lifir í litlum afskekktum bæ í Texas fylki þar sem allt er afar venjulegt. En einn dag segir gamall vinur Charleys, Ed, að hann gruni að Jerry, nýji nágranni Charleys, gæti verið vampíra. Charley trúir honum ekki, en eftir þann dag hverfur Ed og Charley fer að gruna að Ed kunni að hafa rétt fyrir sér. Hann ákveður eitt kvöld að lýta inn í hús Jerrys á meðan hann er ekki heima og komast að sannleikanum. Fright Night er í stuttu máli verulega löt kvikmynd í…

Lesa meira

Skífan ætlar að halda FIFA mót í tilefni þess að FIFA 12 – einn svakalegasti fótbolta leikur ársins – er væntanlegur síðar í þessum mánuði. Mótið er aðeins opið þeim sem kaupa FIFA 12 í forsölu hjá Skífunni og mun Steindi Jr. og Friðrik Dór hefja mótið á slaginu 15:00 þann 28. sept. Í upplýsingum sem Skífan sendi frá sér kemur eftirfarandi fram: FIFA mót Skífunnar verður haldið þann 28.sept kl. 15.00 í verslun Skífunnar Kringlunni. Allir sem kaupa FIFA 12 í forsölu geta skráð sig á mótið. Skráningu lýkur kl. 12.00 þann 28.sept. Keppnin verður útsláttarkeppni þar sem spilað…

Lesa meira